Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 18:57 Gil S. Epstein bauðst til að halda fyrirlesturinn endurgjaldslaust, segir Gylfi. Vísir/Samsett Gylfi Zoega sem stóð fyrir fyrirlestri ísraelsks hagfræðings á Þjóðminjasafninu í dag segir það hafa verið mat skipuleggjenda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrri að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna. Mótmælendur hleyptu upp fundinum áður en hann hófst. Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Til stóð að Gil S. Epstein, prófessor í hagfræði við Bar-Ilan-háskólann í Ísrael, héldi fyrirlestur um áhrif gervigreindar á mismunandi starfstéttir í dag. Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) sem Gylfi Zoega fer fyrir ásamt Þorsteini Sigurði Sveinssyni, hagfræðingi á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabanka Íslands. Gil S. Epstein hefur að sögn Gylfa getið sér gott orð sem hagfræðingur og birt tugi fræðigreina, einkum á sviði rannsókna á búferlaflutningum. Hann er einn ritstjóra Journal og Population Economics og er félagi í IZA-stofnuninni í Bonn í Þýskalandi. Umræða um fyrirlesturinn hófst í gær og settu starfsmenn háskólans og aðrir spurningarmerki við komu Epstein. Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið benti meðal annars á skýrslu sem unnin var við Erasmus-háskóla í Rotterdam þar sem fram kemur að fræðimenn við Bar-Ilan-háskóla stundi meðal annars rannsóknir á sviði hergagna fyrir ísraelska herinn. Í skýrslunni er það raunar metið sem svo að samstarf háskólans við hernaðaryfirvöld í Ísrael jafngildi beinni þátttöku í mannréttindabrotum. Gylfi segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við Epstein sem hafi fullvissað hann um að hann hefði engin tengsl við Ísraelsher eða leyniþjónustu en hefði verið sviðsforseti sem margar deildir og stofnanir innan háskólans heyrðu undir. Tengsl hans við stjórnvöld felist í setu í ráðgjafaráði um gervigreind. „Það var mat skipuleggjanda að ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórna og koma í veg fyrir að þeir geti lýst niðurstöðum rannsókna sem eru alls óskyldar stjórnmálum og styrjöldum svo fremi sem ekki sé sýnt fram á ábyrgð þeirra á óhæfuverkum,“ segir hann svo í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Gylfi segist hafa reynt að koma því á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og beðið Epstein um að hundsa spurningar sem beindust að ódæðum Ísraels á Gasasvæðinu en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði vegna mótmælanna. Fundinum var því aflýst í raun áður en hann hófst
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Háskólar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira