Segist eiga fund með Pútín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 21:05 Í kjölfarið muni hann funda með Selenskí Úkraínuforseta. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira