Segist eiga fund með Pútín Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2025 21:05 Í kjölfarið muni hann funda með Selenskí Úkraínuforseta. AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi lýst þessu yfir á meðan símtali stóð á milli hans og evrópskra þjóðhöfðingja. Fundirnir fari aðeins fram að þeim þremur fyrrnefndum viðstöddum og enginn evrópskur leiðtogi komi að þeim. Samkvæmt heimildum miðilsins bandaríska tóku þjóðhöfðingjarnir evrópsku ekki illa í áætlanir Bandaríkjaforseta þrátt fyrir tilraunir til að gera sig gildandi í komandi friðarviðræðum, hvenær sem af þeim verður. Bretar og Þjóðverjar tekið vel í fundinn Það liggur ekki fyrir hvort Pútín hafi samþykkt fundarboð Bandaríkjaforseta né heldur Selenskí en sá síðarnefndi var viðstaddur umræddan fund. Í kjölfar hans sagði Úkraínuforseti í yfirlýsingu að hann hefði rætt við Trump Bandaríkjaforseta og að þeir og leiðtogar Evrópu hefðu sammælst um að stríðinu verði að ljúka, en því verði að ljúka heiðarlega. Símafundinn sóttu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjaforseta í málefnum Austur-Evrópu og Miðausturlanda. Fyrrnefndur Steve Witkoff fundaði í dag með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Fundurinn stóð yfir í um þrjá tíma en lítið er vitað um það sem rætt var á fundinum. Trump birti í kjölfar hans færslur á samfélagsmiðli sínum þar sem fram kom að hann hefði rætt við leiðtoga í Evrópu en minntist ekkert á eigin fyrirhugaða fundi. Misheppnaðar tilraunir til friðarstillingar Tveir dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður en fresturinn virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif á stjórnvöld í Rússlandi. Trump var tíðrætt um það hve auðvelt það myndi reynast honum að koma á friði í Úkraínu í aðdraganda síðustu forsetakosninga en enn sem komið er hafa tilraunir hans engan árangur borið. Eftirminnilegt er þegar hann í slagtogi við J.D. Vance varaforseta hellti sér yfir Selenskí í beinni útsendingu í skrifstofunni sporöskjulaga og hét því að stöðva hergagnasendingar til Úkraínu. Eftir að sú atlaga hans reyndist áhrifalítil hefur hann hafið vopnasendingar að nýju en stjórnvöld í Kreml láta ekki bifast. Fyrr í dag hækkaði Trump einnig tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent vegna kaupa Indverja á rússneskri olíu. Þá verða indverskar vörur tollskyldar um fimmtíu prósent.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira