Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 09:31 Arnar Ævarsson sérfræðingur í ytra mati er svartsýnn á framtíð skólakerfisins á Íslandi miðað við núverandi stöðu. Vísir Sérfræðingur í ytra mati segir metnaðarleysi og meðvirkni ríkja hjá skólastjórnendum hér á landi. Kostnaður vegna ytra mats hefur gjörminnkað á síðustu árum. Hann segir að börn fái ekki þá þjónustu sem þeim er ætlað í skólum, sem séu reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Í umfjöllun Morgunblaðsins í síðasta mánuði kom fram að kostnaður við ytra mat mennta- og barnamálaráðuneytisins á grunnskólum hefur snarminnkað milli ára, var ríflega 17 milljónir árið 2021 en einungis 43 þúsund krónur í fyrra. Tregða og ótti borgarinnar við breytingar Arnar Ævarsson er sérfræðingur í ytra mati. Hann starfaði sem verkefnastjóri yfir ytra mati hjá Reykjavíkurborg frá 2019 til 2021. Hann segist hafa gert tilraun til að færa fræðilega þekkingu inn í framkvæmdina á ytra mati í borginni án árangurs. „Það gekk bara rosalega hægt,“ sagði Arnar við þáttastjórnendur Bítisins. Af hverju? „Einhver tregða, bæði við að taka inn þá fræðilegu þekkingu og breyta út frá þeim kúrs sem þau voru búin að ákveða að gera í samstarfi við Menntamálastofnun,“ segir Arnar og vísar til matsdeildar innan skóla- og frístundasviðs sem skipuleggur ytra mat. Hann segir vilja til að hlusta og breyta ekki fyrir hendi. „Oft og tíðum er flöskuhálsinn í kerfinu líka að það fólk sem á að fara að innleiða breytingar í kerfinu, af því að það er ekki að virka, er stundum það fólk sem hefur verið að koma þessum verkferlum á.“ Pólitík í menntamálum á Íslandi spili líka inn í, í fræðasamfélaginu og hjá sveitarfélögunum. „Við sjáum bara að tölur um skólastarf, þær eru skelfilegar. Þó við getum tínt til að börnum hér á Íslandi líði vel í að eiga samskipti og finna sig frjáls í því. Auðvitað er hægt að tína einhver kirsuber hér og þar,“ segir Arnar. Það ríki mikill ótti við að viðurkenna að skólastarf sé á rangri leið og ytra mat hafi ekki verið framkvæmt með réttum hætti. Hvorki innra né ytra mat Arnar bendir á að reglur um innra mat hafi verið sett í lög 2008, um að skólastjórnendur meti skólann innan frá. Örfáir skólar fylgi þeim reglum. „Ég held það séu svona tíu til tólf skólar, mögulega, sem gera það eitthvað í áttina að því sem á að gera,“ segir Arnar. En enginn almennilega? „Ég hef ekki séð það. Ég hef rýnt í þetta mikið til gagns. Það er eitthvað verið að færa til og blanda saman innra og ytra mati. Þetta er algjört fúsk.“ Telst til styrkleika ef skólastjóri hefur jákvætt viðhorf Hann segir sama vandamálið að finna í öllum skólum, með blæbrigðamun á milli. Innra matið, hryggjarstykkið í skólastarfi, sé alls staðar á núlli og það sé óþarfi að rýna í alla 174 skóla landsins til að átta sig á að það sé vandamálið. „Þetta er svo mikið metnaðarleysi. Ef þú myndir lesa einhverja svona „ytra mats“- skýrslu, hugsaðu þér hvað þarf að tína til. Það er talið til styrkleika að skólastjóri hafi jákvætt viðhorf til skólastarfsins.“ Arnar segir klárt mál að í rekstri skólanna sé hagur nemenda ekki hafður í fyrirrúmi heldur mun frekar hagur stjórnenda. „Mér líður stundum eins og skólar, og þá meina ég stjórnendur og fræðslustjórar og aðrir sem bera ábyrgð á þessu kerfi, eru í raun bara að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Þar sem þetta opnar á haustin og lokar á vorin og þau vona að þau lendi ekki í blöðunum yfir veturinn,“ segir Arnar. „Þetta er metnaðarleysi, þetta er algjör meðvirkni og þetta er ákveðin leið í feluleik. Kerfið er að fela það að við erum ekki að veita þeim börnum sem mæta í skóla þá þjónustu sem þau eiga að fá.“ Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Bylgjan Bítið Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Í umfjöllun Morgunblaðsins í síðasta mánuði kom fram að kostnaður við ytra mat mennta- og barnamálaráðuneytisins á grunnskólum hefur snarminnkað milli ára, var ríflega 17 milljónir árið 2021 en einungis 43 þúsund krónur í fyrra. Tregða og ótti borgarinnar við breytingar Arnar Ævarsson er sérfræðingur í ytra mati. Hann starfaði sem verkefnastjóri yfir ytra mati hjá Reykjavíkurborg frá 2019 til 2021. Hann segist hafa gert tilraun til að færa fræðilega þekkingu inn í framkvæmdina á ytra mati í borginni án árangurs. „Það gekk bara rosalega hægt,“ sagði Arnar við þáttastjórnendur Bítisins. Af hverju? „Einhver tregða, bæði við að taka inn þá fræðilegu þekkingu og breyta út frá þeim kúrs sem þau voru búin að ákveða að gera í samstarfi við Menntamálastofnun,“ segir Arnar og vísar til matsdeildar innan skóla- og frístundasviðs sem skipuleggur ytra mat. Hann segir vilja til að hlusta og breyta ekki fyrir hendi. „Oft og tíðum er flöskuhálsinn í kerfinu líka að það fólk sem á að fara að innleiða breytingar í kerfinu, af því að það er ekki að virka, er stundum það fólk sem hefur verið að koma þessum verkferlum á.“ Pólitík í menntamálum á Íslandi spili líka inn í, í fræðasamfélaginu og hjá sveitarfélögunum. „Við sjáum bara að tölur um skólastarf, þær eru skelfilegar. Þó við getum tínt til að börnum hér á Íslandi líði vel í að eiga samskipti og finna sig frjáls í því. Auðvitað er hægt að tína einhver kirsuber hér og þar,“ segir Arnar. Það ríki mikill ótti við að viðurkenna að skólastarf sé á rangri leið og ytra mat hafi ekki verið framkvæmt með réttum hætti. Hvorki innra né ytra mat Arnar bendir á að reglur um innra mat hafi verið sett í lög 2008, um að skólastjórnendur meti skólann innan frá. Örfáir skólar fylgi þeim reglum. „Ég held það séu svona tíu til tólf skólar, mögulega, sem gera það eitthvað í áttina að því sem á að gera,“ segir Arnar. En enginn almennilega? „Ég hef ekki séð það. Ég hef rýnt í þetta mikið til gagns. Það er eitthvað verið að færa til og blanda saman innra og ytra mati. Þetta er algjört fúsk.“ Telst til styrkleika ef skólastjóri hefur jákvætt viðhorf Hann segir sama vandamálið að finna í öllum skólum, með blæbrigðamun á milli. Innra matið, hryggjarstykkið í skólastarfi, sé alls staðar á núlli og það sé óþarfi að rýna í alla 174 skóla landsins til að átta sig á að það sé vandamálið. „Þetta er svo mikið metnaðarleysi. Ef þú myndir lesa einhverja svona „ytra mats“- skýrslu, hugsaðu þér hvað þarf að tína til. Það er talið til styrkleika að skólastjóri hafi jákvætt viðhorf til skólastarfsins.“ Arnar segir klárt mál að í rekstri skólanna sé hagur nemenda ekki hafður í fyrirrúmi heldur mun frekar hagur stjórnenda. „Mér líður stundum eins og skólar, og þá meina ég stjórnendur og fræðslustjórar og aðrir sem bera ábyrgð á þessu kerfi, eru í raun bara að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Þar sem þetta opnar á haustin og lokar á vorin og þau vona að þau lendi ekki í blöðunum yfir veturinn,“ segir Arnar. „Þetta er metnaðarleysi, þetta er algjör meðvirkni og þetta er ákveðin leið í feluleik. Kerfið er að fela það að við erum ekki að veita þeim börnum sem mæta í skóla þá þjónustu sem þau eiga að fá.“
Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Bylgjan Bítið Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira