Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 16:50 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins er líffræðingur að mennt. Vísir/Anton Brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að taka þurfi fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar til endurskoðunar í ljósi þess að hún hafi ekki virkað sem skyldi. Núverandi aflaregla hafi átt að skila 350 þúsund tonna þorskkvóta frá árinu 2012, en ekkert hafi gengið eftir í spám og mælingum á stofnstærðum. „Já mér finnst nú bara vera almenn vantrú á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hjá þeim sem vinna í atvinnugreininni.“ „Svo þegar maður fer yfir þetta tölfræðilega, þegar þeir eru að endurmeta stofninn aftur í tímann, minni en þeir mældu hann, á þriðja hundrað þúsund tonn minni, þá er úr takti að gefa út veiðiheimildir upp á tonn, með svona gríðarlega óvissu í þessu,“ segir Sigurjón. Þung undiralda um sjávarútvegsmálin Sigurjón er nýkominn úr ferðalagi um Norðausturkjördæmi með nokkrum þingmönnum Flokks fólksins þar sem haldnir voru fundir með kjósendum, sem hann segir að hafi verið vel sóttir. Hann segir að þung undiralda sé um sjávarútvegsmálin, og þar séu þrír þættir einkum undir, sem snúi að strandveiðum, fiskveiðiráðgjöfinni og verðmyndun á aflahlut sjómanna. „Þeir sem mættu á fundi hjá mér voru meira og minna allir sammála, hvort sem þeir voru á Þórshöfn eða Djúpavík. Ef þú bara horfir á þessar tölur, ef þú ætlar að fá 350 þúsund tonn en lendir í 204 þúsund, þá er það ekki í samræmi við það sem menn gáfu sér,“ segir Sigurjón. „Ef við skoðum þetta bara, ég meina humarinn er í núlli, þorskurinn er helmingurinn af því sem við ætluðum okkur, hörpudiskurinn er í núlli, loðnan, hún er ekki neitt, svona getur maður talið þetta upp.“ „Maður verður að viðurkenna að þetta er ekki að ganga upp og það þarf að skoða þetta upp á nýtt,“ segir Sigurjón. Fyrr í sumar sagði Sigurjón að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum það lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Byggðahlutinn í sjávarútvegi, hinn svokallaði 5,3 prósent pottur, var færður frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins í sumar, og færðist málaflokkurinn þar með frá Viðreisn til Flokks fólksins. Strandveiðar heyra undir 5,3 prósent pottinn. Er þá eitthvað frumvarp í smíðum þess efnis að tryggja ótakmarkaðar strandveiðar, auka við þorskkvótann eða slíkt? „Við erum núna bara að fara yfir þetta, og ég held að hvort sem það er þorskurinn eða allt það sem er þarna undir, þá þarf að fara yfir þessa ráðgjöf. Þú ert í mínus í öllum tegundum, og ert ekki að sjá neinn árangur.“ „Svo ertu með það sem kallað er líffræðilegar kennitölur, sem er þá bara meðalvöxtur eftir árganga, þá sérðu að fiskurinn er að léttast, hvað varðar þorskinn allavegana er lítið vit í öðru en að bæta í veiðarnar þegar þú hefur það ástand.“ „Við erum búin að fara mjög hratt niður á við í útgefnum þorskkvóta á síðustu fimm árum, 70 þúsund tonn, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir markmiðum.“ Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sögðu bæði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hafrannsóknir við Ísland væru ekki nægar. Sagði Heiðrún að fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum væri ekki fullnýtt af þeim sökum. SFS hafi ítrekað gert athugasemdir við að hafrannsóknir væru ekki stundaðar með fullnægjandi hætti og óvissa um hvað í sjónum væri leiddi til varfærnari ráðgjafar af hálfu stofnunarinnar. Örn Pálsson sagði nauðsynlegt að spyrja Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið að því hvers vegna ráðgjöfin í þorski hafi lækkað um fjórðung frá árinu 2019, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf stofnunarinnar. Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
„Já mér finnst nú bara vera almenn vantrú á ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hjá þeim sem vinna í atvinnugreininni.“ „Svo þegar maður fer yfir þetta tölfræðilega, þegar þeir eru að endurmeta stofninn aftur í tímann, minni en þeir mældu hann, á þriðja hundrað þúsund tonn minni, þá er úr takti að gefa út veiðiheimildir upp á tonn, með svona gríðarlega óvissu í þessu,“ segir Sigurjón. Þung undiralda um sjávarútvegsmálin Sigurjón er nýkominn úr ferðalagi um Norðausturkjördæmi með nokkrum þingmönnum Flokks fólksins þar sem haldnir voru fundir með kjósendum, sem hann segir að hafi verið vel sóttir. Hann segir að þung undiralda sé um sjávarútvegsmálin, og þar séu þrír þættir einkum undir, sem snúi að strandveiðum, fiskveiðiráðgjöfinni og verðmyndun á aflahlut sjómanna. „Þeir sem mættu á fundi hjá mér voru meira og minna allir sammála, hvort sem þeir voru á Þórshöfn eða Djúpavík. Ef þú bara horfir á þessar tölur, ef þú ætlar að fá 350 þúsund tonn en lendir í 204 þúsund, þá er það ekki í samræmi við það sem menn gáfu sér,“ segir Sigurjón. „Ef við skoðum þetta bara, ég meina humarinn er í núlli, þorskurinn er helmingurinn af því sem við ætluðum okkur, hörpudiskurinn er í núlli, loðnan, hún er ekki neitt, svona getur maður talið þetta upp.“ „Maður verður að viðurkenna að þetta er ekki að ganga upp og það þarf að skoða þetta upp á nýtt,“ segir Sigurjón. Fyrr í sumar sagði Sigurjón að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum það lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Byggðahlutinn í sjávarútvegi, hinn svokallaði 5,3 prósent pottur, var færður frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins í sumar, og færðist málaflokkurinn þar með frá Viðreisn til Flokks fólksins. Strandveiðar heyra undir 5,3 prósent pottinn. Er þá eitthvað frumvarp í smíðum þess efnis að tryggja ótakmarkaðar strandveiðar, auka við þorskkvótann eða slíkt? „Við erum núna bara að fara yfir þetta, og ég held að hvort sem það er þorskurinn eða allt það sem er þarna undir, þá þarf að fara yfir þessa ráðgjöf. Þú ert í mínus í öllum tegundum, og ert ekki að sjá neinn árangur.“ „Svo ertu með það sem kallað er líffræðilegar kennitölur, sem er þá bara meðalvöxtur eftir árganga, þá sérðu að fiskurinn er að léttast, hvað varðar þorskinn allavegana er lítið vit í öðru en að bæta í veiðarnar þegar þú hefur það ástand.“ „Við erum búin að fara mjög hratt niður á við í útgefnum þorskkvóta á síðustu fimm árum, 70 þúsund tonn, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir markmiðum.“ Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni sögðu bæði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hafrannsóknir við Ísland væru ekki nægar. Sagði Heiðrún að fiskveiðiauðlindin á Íslandsmiðum væri ekki fullnýtt af þeim sökum. SFS hafi ítrekað gert athugasemdir við að hafrannsóknir væru ekki stundaðar með fullnægjandi hætti og óvissa um hvað í sjónum væri leiddi til varfærnari ráðgjafar af hálfu stofnunarinnar. Örn Pálsson sagði nauðsynlegt að spyrja Hafrannsóknarstofnun og Alþjóðahafrannsóknarráðið að því hvers vegna ráðgjöfin í þorski hafi lækkað um fjórðung frá árinu 2019, þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf stofnunarinnar.
Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15 Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11 Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni. 6. ágúst 2025 12:15
Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. 30. júlí 2025 12:11
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35