Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 21:04 Á Vance varaforseta að heyra er búið að ryðja helstu hindranir þriggja leiðtoga fundar úr vegi. AP J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“ Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira