Innlent

Rann­sókn á „bí­ræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tuttugu sekúndur liðu frá því að mennirnir komu inn í verslunina þar til þeir yfirgáfu hana.
Tuttugu sekúndur liðu frá því að mennirnir komu inn í verslunina þar til þeir yfirgáfu hana. Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þjófnað úr versluninni Ljósmyndavörum síðdegis í gær til rannsóknar. Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi.

Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann vill lítið segja upp framvindu rannsóknarinnar né hvort nokkur sé grunaður í málinu þar sem rannsókn sé á viðkvæmu stigi.

Þaulskipulagt

Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir síðdegis í gær. Tuttugu sekúndur liðu frá því að mennirnir gengu inn í verslunina þar til þeir yfirgáfu hana með þýfið milli handanna.

„Þeir vissu alveg hvað þeir ætluðu að taka. Mann grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun. Það var ekkert hik, það var ekkert eitthvað: Bíddu á ég að taka þetta, á ég að taka þetta?“ sagði Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. 

Þjófnaðurinn náðist á myndband sem sjá má hér að neðan. 

„Það er ekki oft sem maður sér svona,“ segir Guðmundur Pétur í samtali við fréttastofu.

Þannig að þetta er óvenjulegt?

„Þetta er bíræfið, ég get sagt það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×