„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2025 18:05 Arnar Már Ólafsson er ferðamálastjóri. Vísir/Samsett Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. Myndband fór í dreifingu í dag af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh hnakkrífast við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningur kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann okra á sér og hann virtist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir að það „krullist“ á honum tærnar þegar hann sér svona myndbönd. „En ég held ég verði að líta á þetta sem frávik. Hingað koma í ár líklega 2,3 milljónir ferðamanna og það er í örfáum undantekningartilfellum sem svona hlutir gerast,“ segir Arnar. Árið 2023 tóku ný leigubílalög gildi sem fólu meðal annars í sér afnám stöðvarskyldu. Arnar Már segir lögin hafa haft vandamál í för með sér en að leigubílamarkaðurinn hafi ekki verið nein paradís fyrir. „Við hjá ferðamálastofu höfum séð þetta. Það eru atvik sem tengjast leigubílaakstri þar sem fólk verður fyrir barðinu á ósanngjarnri meðhöndlun. Okkur finnst þetta miður. En það sem við erum að gera er að við erum að mónitora reynslu ferðamanna og upplifun. Við sjáum það að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna eru mjög ánægðir. Ísland fer fram úr væntingum tæplega 70 prósent ferðamanna sem hingað koma. Einungis örfá prósent, kannski tvö þrjú, segja að Ísland hafi ekki uppfyllt þeirra væntingar,“ segir Andri Már. Hann segir það fyrst og fremst fjöldi ferðamanna á áfangastöðum sem ferðamenn kvarti yfir en að ferðamenn sem fari svekktir heim séu í pínulitlu hlutfalli. Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira
Myndband fór í dreifingu í dag af leigubílstjóranum Saint Paul Edeh hnakkrífast við tvær ferðakonur frá Mexíkó við Bláa lónið eftir að ágreiningur kom upp um fargjald. Konurnar töldu leigubílstjórann okra á sér og hann virtist skella skotti bílsins á höfuð annarrar þeirra þegar hún reynir að sækja farangur sinn án þess að borga. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir að það „krullist“ á honum tærnar þegar hann sér svona myndbönd. „En ég held ég verði að líta á þetta sem frávik. Hingað koma í ár líklega 2,3 milljónir ferðamanna og það er í örfáum undantekningartilfellum sem svona hlutir gerast,“ segir Arnar. Árið 2023 tóku ný leigubílalög gildi sem fólu meðal annars í sér afnám stöðvarskyldu. Arnar Már segir lögin hafa haft vandamál í för með sér en að leigubílamarkaðurinn hafi ekki verið nein paradís fyrir. „Við hjá ferðamálastofu höfum séð þetta. Það eru atvik sem tengjast leigubílaakstri þar sem fólk verður fyrir barðinu á ósanngjarnri meðhöndlun. Okkur finnst þetta miður. En það sem við erum að gera er að við erum að mónitora reynslu ferðamanna og upplifun. Við sjáum það að yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna eru mjög ánægðir. Ísland fer fram úr væntingum tæplega 70 prósent ferðamanna sem hingað koma. Einungis örfá prósent, kannski tvö þrjú, segja að Ísland hafi ekki uppfyllt þeirra væntingar,“ segir Andri Már. Hann segir það fyrst og fremst fjöldi ferðamanna á áfangastöðum sem ferðamenn kvarti yfir en að ferðamenn sem fari svekktir heim séu í pínulitlu hlutfalli.
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Maður skotinn í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Sjá meira