Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2025 13:26 Handritshópur Áramótaskaupsins og leikstjórarnir tveir. Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Allan og Hannes framleiða Skaupið undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og fyrrverandi markverði. Síðustu ár hafa þeir framleitt og leikstýrt fjölbreyttum sjónvarpsþáttum, til dæmis Iceguys, Bannað að hlæja, Alheimsdraumnum og Systraslag. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason standa að baki Atlavík sem hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. „Það hefur verið hálfgerður draumur hjá okkur leikstjórunum að fá að leikstýra Áramótaskaupinu og er því kominn mikill fiðringur í okkur að fá að takast á við þetta spennandi verkefni,“ segir Allan Sigurðsson, annar leikstjóri Skaupsins í ár. Handritshópinn í ár skipa reynsluboltar í gríni úr ólíkum áttum. Þrjú þeirra hafa komið að skrifum skaupsins áður en tveir eru nýliðar. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, hefur komið að skrifum á Skaupinu fimm sinnum áður auk skrifa á Ligeglad og Eurogarðinum. Þá var Karen Björg Eyfjörð, uppistandari og handritshöfundur, í höfundateymi Skaupsins árið 2023 og hefur komið að skrifum þátta á borð við Venjulegt fólk og Kennarastofuna auk Brjáns sem hefur göngu sína á Sýn í september. Ólafur Ásgeirsson var í höfundateymi Skaupsins í fyrra og er einn höfunda vinsælu sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Nýliðarnir tveir hafa áður komið að uppistandi og gríni í sjónvarpi. Björn Bragi Arnarson, uppistandari og sjónvarpsmaður, hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og Jón Jónsson leikari, uppistandari og tónlistarmaður, hefur verið hluti af skrifteymi fyrir Iceguys auk þess að koma fram í uppistandinu Púðursykur. Áramótaskaupið Grín og gaman Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Sjá meira
Allan og Hannes framleiða Skaupið undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og fyrrverandi markverði. Síðustu ár hafa þeir framleitt og leikstýrt fjölbreyttum sjónvarpsþáttum, til dæmis Iceguys, Bannað að hlæja, Alheimsdraumnum og Systraslag. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason standa að baki Atlavík sem hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. „Það hefur verið hálfgerður draumur hjá okkur leikstjórunum að fá að leikstýra Áramótaskaupinu og er því kominn mikill fiðringur í okkur að fá að takast á við þetta spennandi verkefni,“ segir Allan Sigurðsson, annar leikstjóri Skaupsins í ár. Handritshópinn í ár skipa reynsluboltar í gríni úr ólíkum áttum. Þrjú þeirra hafa komið að skrifum skaupsins áður en tveir eru nýliðar. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, hefur komið að skrifum á Skaupinu fimm sinnum áður auk skrifa á Ligeglad og Eurogarðinum. Þá var Karen Björg Eyfjörð, uppistandari og handritshöfundur, í höfundateymi Skaupsins árið 2023 og hefur komið að skrifum þátta á borð við Venjulegt fólk og Kennarastofuna auk Brjáns sem hefur göngu sína á Sýn í september. Ólafur Ásgeirsson var í höfundateymi Skaupsins í fyrra og er einn höfunda vinsælu sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Nýliðarnir tveir hafa áður komið að uppistandi og gríni í sjónvarpi. Björn Bragi Arnarson, uppistandari og sjónvarpsmaður, hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og Jón Jónsson leikari, uppistandari og tónlistarmaður, hefur verið hluti af skrifteymi fyrir Iceguys auk þess að koma fram í uppistandinu Púðursykur.
Áramótaskaupið Grín og gaman Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Sjá meira
Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26