„Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 09:47 Vólódímír Selenskís, forseti Úkraínu. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að hann og aðrir leiðtogar Evrópu deili vilja til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið er. Friðurinn þurfi að vera varanlegur. Hann segir það í höndum Rússa að binda enda á stríðið sem þeir hófu. Þetta skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla í nótt, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að það væri á höndum úkraínska forsetans að binda enda á stríðið. Var Trump að þrýsta á Selenskí til að ganga við kröfum Pútíns og ítrekaði Trump einnig í færslu á samfélagsmiðli sínum að Úkraína myndi ekki fá Krímskaga aftur og ekki vera hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Sjá einnig: Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Í sinni eigin færslu þakka Selenskí, sem er mættur til Bandaríkjanna til að funda með Trump í dag, forsetanum bandaríska fyrir boðið. Selenskí segir að hann, ráðamenn Evrópu og Trump séu allir sammála um að binda eigi enda á stríðið eins fljótt og hægt sé. Bætir hann við að friðurinn verði að vera varandi. „Hann má ekki vera eins og hann var fyrir nokkrum árum, þegar Úkraína var þvinguð til að gefa eftir Krímskaga og hluta af Donbas-héraðinu, sem Pútín notaði svo einfaldlega sem stökkpall fyrir nýja innrás,“ segir Selenskí, Hann nefndi einnig að öryggisráðstafanir og sagði að þær þyrftu að vera tryggari en hinar „svokölluðu tryggingar“ sem ríkið fékk árið 1994, í Búdapest. Þá létu Úkraínumenn af hendi kjarnorkuvopn og sprengjuflugvélar frá Sovétríkjunum og sendu til Rússlands. Í staðinn hétu ráðamenn í Rússlandi því að virða fullveldi Úkraínu og landamæri ríkisins og hétu þeir því einnig að beita aldrei valdi gegn Úkraínu, hvorki hernaðarlegu né efnahagslegu. Búdapest sáttmálinn, eins og samkomulag þetta er kallað, var ekki lagalega bindandi. Sprengjuflugvélarnar sem Úkraínumenn létu af hendi eru nú notaðar til að skjóta stýri- og skotflaugum að úkraínskum borgum. Að minnsta kosti sjö létu lífið og tuttugu særðust í einni slíkri árás á borgina Karkív í nótt. Færsla Trumps á Truth Social frá því í nótt. Berjast fyrir sjálfstæði Í færslu sinni segir Selenskí að Krímskagi hefði aldrei átt að vera gefinn eftir, eins og Úkraínumenn gáfu ekki eftir Kænugarð, Odesa eða Karkív þegar Rússar gerðu aðra innrás árið 2022. „Úkraínumenn eru að berjast fyrir landi þeirra og sjálfstæði,“ segir Selenskí. Hann segist fullviss um að varnirnar muni standast árásir Rússa og að úkraínska þjóðin verði ávallt þakklát Donald Trump, öllum Bandaríkjamönnum og öllum sem stóðu við bakið á Úkraínu. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ segir Selenskí. „Ég vona að sameinaður styrkur okkar, Bandaríkjanna og vinum okkar í Evrópu muni þvinga Rússa til að koma á raunverulegum friði.“ I have already arrived in Washington, tomorrow I am meeting with President Trump. Tomorrow we are also speaking with European leaders. I am grateful to @POTUS for the invitation. We all share a strong desire to end this war quickly and reliably. And peace must be lasting. Not…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 18, 2025 Óttast þrýsting frá Trump Ummæli Trumps í nótt hafa að öllum líkindum aukið á ótta ráðamanna í Evrópu um að forsetinn ætli sér að reyna að þrýsta á Úkraínumenn til að samþykkja samkomulag við Pútín, þó það gæti þótt lélegt. Ummæli Trumps um að Úkraínumenn muni aldrei aftur fá Krímskaga né inngöngu í Atlantshafsbandalagið fara einnig gegn því sem ráðamenn í Evrópu hafa áður sagt. Það er að ekki megi draga úr sjálfsákvörðunarrétti Úkraínumanna. Það sé þeirra og annarra aðildarríkja að ákveða hvort Úkraína fái einhvern tímann inngöngu í NATO, ekki Pútíns. Eins og áður segir mun Selenskí funda með Trump í dag. Margir af leiðtogum Evrópu eru einnig komnir til Washington DC eða á leið þangað en þeir munu ekki sitja fyrsta fund Selenskís og Trumps. Sjá einnig: Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Áður en hann fundaði með Pútín á föstudaginn hafði Trump talað um að kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Úkraínu. Fundurinn virðist þó hafa skilað litlum árangri og eftir hann var kominn breyttur tónn í Trump. Þá sagði hann vopnahlé óþarft og að betra væri að fara í friðarviðræður, sem gætu tekið langan tíma, á þeim grunni að Úkraínumenn gefi eftir land fyrir frið. Ríkismiðlar Rússlands hafa í morgun birt myndband af rússneskum hermönnum sækja fram í Úkraínu á handsömuðum bandarískum bryndreka, með bandaríska fánann blaktandi við hlið þess rússneska. Interesting troll by Russian forces, showing off seized US produced M113 APC with a pair of flags. Not so sure they would be so happy flying the stars and stripes alongside their own tricolour just a few months ago. pic.twitter.com/YzYBQsYM4Y— Oliver Carroll (@olliecarroll) August 18, 2025 Meðal þess sem rætt verður í dag eru öryggisráðstafanir handa Úkraínu, muni ríkið taka einhverskonar samkomulagi við Pútín. Trump-liðar hafa sagt að Pútín sé opinn fyrir því að leyfa bandalagsríkjum Úkraínu að heita því að koma Úkraínumönnum til aðstoðar verði ráðist aftur á landið í framtíðinni. Hvað þessar „NATO-líku“ öryggisráðstafanir eiga að fela í sér er enn nokkuð óljóst. Í staðinn vil Pútín fá afgang Donbas-héraðsins svokallaða, sem er myndað af Lúhansk- og Dónetsk-héruðum Úkraínu. Úkraínumenn stjórna enn umfangsmiklum hluta þessa svæðis. Selenskí hefur áður sagt að ekki sé hægt að verða við þessum kröfum. Meðal annars vegna þess að Rússar væru þannig komnir í gegnum varnarlínu Úkraínumanna og gætu notað Donbas sem nýjan stökkpall inn í Úkraínu í framtíðinni. Erfiður fundur í vændum Heimildarmaður AP fréttaveitunnar úr bandarísku stjórnsýslunni, sem sagður er þekkja vel til viðræðnanna í dag, segir að fundurinn með Trump muni verða erfiður fyrir Selenskí. Hann muni þurfa að reyna að koma í veg fyrir að Trump telji hann standa í vegi friðar með því að neita að verða við heildarkröfum Pútíns. Samkvæmt stjórnarskrá Úkraínu hefur Selenskí ekki heimild til að láta úkraínskt land af hendi. Verði þeir við núverandi kröfum Pútíns hafa Úkraínumenn litla ástæðu til að treysta Pútín, lofi hann að gera ekki nýja innrás seinna meir. Þeir munu þurfa skýrar og bindandi öryggisráðstafanir. Ef komið verður á vopnahléi og viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi verða felldar niður, yrðu Rússar í mun betri stöðu til að endurbyggja herafla sinn en Úkraínumenn. Svo er óljóst hvort þeir fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land hefðu í raun áhuga á að snúa aftur, vitandi að hætta væri á nýrri innrás. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. ágúst 2025 13:46 Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06 Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þetta skrifaði forsetinn á samfélagsmiðla í nótt, eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að það væri á höndum úkraínska forsetans að binda enda á stríðið. Var Trump að þrýsta á Selenskí til að ganga við kröfum Pútíns og ítrekaði Trump einnig í færslu á samfélagsmiðli sínum að Úkraína myndi ekki fá Krímskaga aftur og ekki vera hleypt inn í Atlantshafsbandalagið. Sjá einnig: Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Í sinni eigin færslu þakka Selenskí, sem er mættur til Bandaríkjanna til að funda með Trump í dag, forsetanum bandaríska fyrir boðið. Selenskí segir að hann, ráðamenn Evrópu og Trump séu allir sammála um að binda eigi enda á stríðið eins fljótt og hægt sé. Bætir hann við að friðurinn verði að vera varandi. „Hann má ekki vera eins og hann var fyrir nokkrum árum, þegar Úkraína var þvinguð til að gefa eftir Krímskaga og hluta af Donbas-héraðinu, sem Pútín notaði svo einfaldlega sem stökkpall fyrir nýja innrás,“ segir Selenskí, Hann nefndi einnig að öryggisráðstafanir og sagði að þær þyrftu að vera tryggari en hinar „svokölluðu tryggingar“ sem ríkið fékk árið 1994, í Búdapest. Þá létu Úkraínumenn af hendi kjarnorkuvopn og sprengjuflugvélar frá Sovétríkjunum og sendu til Rússlands. Í staðinn hétu ráðamenn í Rússlandi því að virða fullveldi Úkraínu og landamæri ríkisins og hétu þeir því einnig að beita aldrei valdi gegn Úkraínu, hvorki hernaðarlegu né efnahagslegu. Búdapest sáttmálinn, eins og samkomulag þetta er kallað, var ekki lagalega bindandi. Sprengjuflugvélarnar sem Úkraínumenn létu af hendi eru nú notaðar til að skjóta stýri- og skotflaugum að úkraínskum borgum. Að minnsta kosti sjö létu lífið og tuttugu særðust í einni slíkri árás á borgina Karkív í nótt. Færsla Trumps á Truth Social frá því í nótt. Berjast fyrir sjálfstæði Í færslu sinni segir Selenskí að Krímskagi hefði aldrei átt að vera gefinn eftir, eins og Úkraínumenn gáfu ekki eftir Kænugarð, Odesa eða Karkív þegar Rússar gerðu aðra innrás árið 2022. „Úkraínumenn eru að berjast fyrir landi þeirra og sjálfstæði,“ segir Selenskí. Hann segist fullviss um að varnirnar muni standast árásir Rússa og að úkraínska þjóðin verði ávallt þakklát Donald Trump, öllum Bandaríkjamönnum og öllum sem stóðu við bakið á Úkraínu. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ segir Selenskí. „Ég vona að sameinaður styrkur okkar, Bandaríkjanna og vinum okkar í Evrópu muni þvinga Rússa til að koma á raunverulegum friði.“ I have already arrived in Washington, tomorrow I am meeting with President Trump. Tomorrow we are also speaking with European leaders. I am grateful to @POTUS for the invitation. We all share a strong desire to end this war quickly and reliably. And peace must be lasting. Not…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 18, 2025 Óttast þrýsting frá Trump Ummæli Trumps í nótt hafa að öllum líkindum aukið á ótta ráðamanna í Evrópu um að forsetinn ætli sér að reyna að þrýsta á Úkraínumenn til að samþykkja samkomulag við Pútín, þó það gæti þótt lélegt. Ummæli Trumps um að Úkraínumenn muni aldrei aftur fá Krímskaga né inngöngu í Atlantshafsbandalagið fara einnig gegn því sem ráðamenn í Evrópu hafa áður sagt. Það er að ekki megi draga úr sjálfsákvörðunarrétti Úkraínumanna. Það sé þeirra og annarra aðildarríkja að ákveða hvort Úkraína fái einhvern tímann inngöngu í NATO, ekki Pútíns. Eins og áður segir mun Selenskí funda með Trump í dag. Margir af leiðtogum Evrópu eru einnig komnir til Washington DC eða á leið þangað en þeir munu ekki sitja fyrsta fund Selenskís og Trumps. Sjá einnig: Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Áður en hann fundaði með Pútín á föstudaginn hafði Trump talað um að kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Úkraínu. Fundurinn virðist þó hafa skilað litlum árangri og eftir hann var kominn breyttur tónn í Trump. Þá sagði hann vopnahlé óþarft og að betra væri að fara í friðarviðræður, sem gætu tekið langan tíma, á þeim grunni að Úkraínumenn gefi eftir land fyrir frið. Ríkismiðlar Rússlands hafa í morgun birt myndband af rússneskum hermönnum sækja fram í Úkraínu á handsömuðum bandarískum bryndreka, með bandaríska fánann blaktandi við hlið þess rússneska. Interesting troll by Russian forces, showing off seized US produced M113 APC with a pair of flags. Not so sure they would be so happy flying the stars and stripes alongside their own tricolour just a few months ago. pic.twitter.com/YzYBQsYM4Y— Oliver Carroll (@olliecarroll) August 18, 2025 Meðal þess sem rætt verður í dag eru öryggisráðstafanir handa Úkraínu, muni ríkið taka einhverskonar samkomulagi við Pútín. Trump-liðar hafa sagt að Pútín sé opinn fyrir því að leyfa bandalagsríkjum Úkraínu að heita því að koma Úkraínumönnum til aðstoðar verði ráðist aftur á landið í framtíðinni. Hvað þessar „NATO-líku“ öryggisráðstafanir eiga að fela í sér er enn nokkuð óljóst. Í staðinn vil Pútín fá afgang Donbas-héraðsins svokallaða, sem er myndað af Lúhansk- og Dónetsk-héruðum Úkraínu. Úkraínumenn stjórna enn umfangsmiklum hluta þessa svæðis. Selenskí hefur áður sagt að ekki sé hægt að verða við þessum kröfum. Meðal annars vegna þess að Rússar væru þannig komnir í gegnum varnarlínu Úkraínumanna og gætu notað Donbas sem nýjan stökkpall inn í Úkraínu í framtíðinni. Erfiður fundur í vændum Heimildarmaður AP fréttaveitunnar úr bandarísku stjórnsýslunni, sem sagður er þekkja vel til viðræðnanna í dag, segir að fundurinn með Trump muni verða erfiður fyrir Selenskí. Hann muni þurfa að reyna að koma í veg fyrir að Trump telji hann standa í vegi friðar með því að neita að verða við heildarkröfum Pútíns. Samkvæmt stjórnarskrá Úkraínu hefur Selenskí ekki heimild til að láta úkraínskt land af hendi. Verði þeir við núverandi kröfum Pútíns hafa Úkraínumenn litla ástæðu til að treysta Pútín, lofi hann að gera ekki nýja innrás seinna meir. Þeir munu þurfa skýrar og bindandi öryggisráðstafanir. Ef komið verður á vopnahléi og viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi verða felldar niður, yrðu Rússar í mun betri stöðu til að endurbyggja herafla sinn en Úkraínumenn. Svo er óljóst hvort þeir fjölmörgu Úkraínumenn sem hafa flúið land hefðu í raun áhuga á að snúa aftur, vitandi að hætta væri á nýrri innrás.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Evrópusambandið Hernaður Tengdar fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. ágúst 2025 13:46 Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06 Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. 17. ágúst 2025 13:46
Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17. ágúst 2025 00:06
Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16. ágúst 2025 20:26