Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2025 13:13 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir geta brugðið til beggja vona á fundi dagsins. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira