Góður fundur en fátt fast í hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2025 06:29 Almenn ánægja virðist ríkja með fundinn, þótt fátt sé fast í hendi. Sérfræðingar hafa bent á að þegar Trump tali um öryggistryggingar geti það allt eins þýtt loforð Bandaríkjaforseta um að tryggja öryggi Úkraínu, eins og raunverulega hernaðaraðstoð. Getty/Win McNamee Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“