Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 10:01 Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kennarar gegna ómetanlegu hlutverki í samfélaginu okkar og menntamál er stærsti málaflokkur sveitarfélaganna. Grunnskólar í Kópavogi, líkt og á landsvísu, standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur. Aukið álag í skólastofunni, skortur á yfirsýn foreldra yfir námsstöðu barna, óskýrt námsmat og skortur á samræmdum mælingum á námsframvindu nemenda, óöryggi í starfsumhverfi og skortur á faglærðum kennurum eru áskoranir sem grunnskólar standa frammi fyrir og ber að taka alvarlega. Í mörg ár hafa stjórnvöld virt að vettugi þessar áskoranir og skort markvissa stefnu í málaflokknum. Þetta sinnuleysi hefur haft áhrif á nám okkar barna og starfsumhverfi kennara. Þessi ábyrgð hvílir ekki á kennurum eða skólastjórnendum heldur hjá stjórnvöldum. Til að bregðast við þessari stöðu hóf ég haustið 2024 víðtækt samráðsferli með öllum tíu grunnskólum bæjarins. Í heimsóknum til skólanna var rætt við rúmlega 300 manns – skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra – með það að markmiði að greina styrkleika, áskoranir og finna leiðir til umbóta. Niðurstaðan er samhljóða sýn á brýnustu verkefnin og tillögur að aðgerðum sem eru til þess fallnar að mæta kröfum nemenda, foreldra og kennara. Innleiðing á samræmdum stöðu- og framvinduprófum verður fyrsta stóra breytingin. Frá og með vori 2026 verður skylda í öllum grunnskólum Kópavogs að nemendur í 4. – 10. bekk taki slík próf í lesskilningi og stærðfræði - svonefndur Matsferill. Niðurstöður prófanna verða notaðar markvisst til að aðlaga kennslu að þörfum hvers nemanda, styðja foreldra við að fylgja námi barna sinna eftir og greina stöðu einstakra skóla. Skortur hefur verið á markvissum mælikvörðum á námsárangri nemenda og með þessari aðgerð er verið að bregðast við því. Nýtt námsumsjónarkerfi er önnur lykilaðgerð. Kópavogsbær er að taka þátt í þróun á nýju námsumsjónarkerfi sem veitir nemendum, foreldrum og kennurum betri yfirsýn yfir námsframvindu og veitir kennurum tækifæri til að mæta ólíkum þörfum nemenda við kennslu með tækninni. Tilraun með kerfið hefst á þessu skólaári og verður það tekið í notkun haustið 2026, ef vel tekst til. Skýrara námsmat er þriðja umbótatillagan með sérstakri áherslu á endurgjöf í formi umsagna. Það er ekkert launungarmál að bæði foreldrar og nemendur átta sig illa á einkunnargjöf og ábendingar hafa komið fram um að námsmatið sé á breiðu bili og óskýrt. Hendur grunnskóla eru þó bundnar hvað einkunnargjöf varðar því frá 2013 var samkvæmt aðalnámskrá skylda að við lok grunnskóla sé námsmatið í formi bókstafa. Til að bregðast við þessari stöðu verður aukin áhersla lögð á umsagnir og samræmingu námsmats milli grunnskóla Kópavogs, eins og kostur er, í samræmi við viðmið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS). Markmiðið er að svara þannig ábendingum nemenda og foreldra með því að veita skýrari mynd af námslegri stöðu nemenda. Einnig verður endurskoðuð aðferðafræði við lokamat í 10. bekk til að tryggja réttmæti og áreiðanleika. Efling fagmenntaðra kennara er fjórða áherslan en fagmennska kennara hefur bein áhrif á námsárangur nemenda. Til að mæta fjölbreyttum nemendahópum mun Kópavogsbær leggja áhersla á áframhaldandi þróun framboðs námskeiða sem byggja á þörfum kennara og skólasamfélagsins. Heildstæð áætlun um símenntun verður unnin í samvinnu við skóla og háskólastofnanir, með áherslu á greinar þar sem skortur er á kennurum, svo sem í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði. Þær áherslur sem hér hafa verið taldar upp eru ekki tæmandi. Listi umbótaaðgerða er í heild sextán sem úr samráðsferlinu komu en að auki verða gerðar úrbætur á móttökuferli barna með fjölbreyttan tungumálabakgrunn, skýrari reglur um skólasókn barna og reglur um samskipti og símanotkun í skóla teknar til skoðunar. Með þessum aðgerðum svarar Kópavogsbær ákalli nemenda, foreldra og kennara um að gera námið og kennslu í grunnskólum okkar mælanlegra, markvissara, faglegra og gagnsærra. Markmiðið er skýrt: Að tryggja að skólar í Kópavogi séu áfram í fremstu röð og að framtíð nemenda sé sett í fyrsta sæti. Ef við ætlum að vera þjóð í fremstu röð þurfum við að vera með menntakerfi í fremstu röð og tryggja þannig framtíð barnanna okkar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun