Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Samfylkingin Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sögðum fyrir kosningar að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur yrði að ná styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Fregnir af því að alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hafi breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar eru enn ein staðfestingin á því að þessu verkefni miðar vel. Sömu skilaboð berast frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinum í nýlegum úttektum þeirra á íslensku efnahagslífi og stöðu ríkisfjármála. Vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag og þróun verðbólguvæntinga gefa engu að síður tilefni til að hugað verði að enn harkalegra aðhaldi í ríkisfjármálum þegar þing kemur saman í haust. Lækkun skulda breytir leiknum Fitch rökstyður breyttar lánshæfishorfur með vísan til pólitískra aðgerða nýrrar ríkisstjórnar og embættisverka Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra. Meginástæðurnar eru vel heppnað uppgjör á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og salan á Íslandsbanka, ákvarðanir sem gerbreyta skuldastöðu ríkissjóðs til hins betra, og aðhaldssöm fjármálaáætlun okkar sem gerir ráð fyrir stórbættri afkomu ríkisins á næstu árum. Síðast en ekki síst er bent á stórkostleg tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar stoða í atvinnulífi um allt land. Þar mun nýting endurnýjanlegra orkugjafa og efling framleiðslu og flutnings raforku til orkuskipta, atvinnuppbyggingar og gjaldeyrisðflunar leika lykilhlutverk. Um leið skulum við muna að oft er verndun óspjallaðrar náttúru einmitt sú tegund nýtingar sem skilar samfélaginu mestum fjárhagsábata. 100 milljarða hagræðing í ríkisrekstri Þegar fyrri ríkisstjórn fór frá völdum í desember síðastliðnum stefndi í viðstöðulausan hallarekstur ríkissjóðs út þennan áratug. Nú, með nýrri ríkisstjórn og nýrri stefnu er unnið samkvæmt fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir að hallinn snarminnki á næsta ári og verði nánast enginn árið 2027. Þetta er algjör umbylting á stöðu ríkisfjármála. Við tökum til í ríkisrekstrinum með 100 milljarða hagræðingaraðgerðum á áætlunartímanum og um leið skrúfum við fyrir skattaglufur og innheimtum raunveruleg auðlindagjöld. Bestu fréttirnar eru þær að á sama tíma og við lokum fjárlagahallanum og grynnkum á skuldum ríkisins þá sköpum við svigrúm til þess að styrkja velferðarkerfið okkar og innviði. Við erum að spýta mörgum milljörðum aukalega í vegakerfið, fjölga lögreglumönnum, binda lífeyri við launavísitölu og hækka frítekjumark ellilífeyris, styrkja fæðingarorlofskerfið, byggja hjúkrunarheimili og verknámsskóla og svo margt fleira. Þetta er hægt vegna þess að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er með skýra forgangsröðun og gengur sameinuð til verka. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun