Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:45 Aðeins tréstofnarnir standa eftir. Vísir/Magnús Hlynur Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni. Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni.
Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira