Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 15:20 Það gengur á ýmsu þegar maður hleypur sex maraþon yfir hálendið. Jakkafataklæddi hlaupahópurinn HHHC Boss, sem hleypur sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl, á tvö hlaup eftir. Hópurinn hefur safnað fimm milljónum af tíu milljón króna markmið fyrir Kraft. Hvert hlaup tileinka þeir manneskju sem hefur greinst með krabbamein. Hópurinn hljóp fimm maraþon á fimm dögum frá Akureyri til Reykjavíkur árið 2023 og endurtekur nú leikinn nema hlaupa í þetta sinn yfir Kjöl. Hópurinn safnar pening fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, en eftir að hafa farið af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Fréttamaður ræddi við hópinn, sem samanstendur af 21 karlmanni á besta aldri, í kvöldfréttum Sýnar áður en þeir lögðu af stað. Hlaupið fyrir Anítu yfir Öxnadalsheiði Hópurinn lagði af stað í rigningunni í miðbæ Akureyrar á mánudagsmorgun og voru komnir yfir Öxnadalsheiði um tvöleytið sama dag. Fyrsti dagurinn gekk vel. Fyrsta maraþonið tileinkuðu þeir Anítu Sól Jónsdóttur, sem greindist fyrst með brjóstakrabbamein 27 ára árið 2022 og svo aftur núna, þrjátíu ára. „Framtíðin er ennþá svolítið óljós, en ég tek bara einn dag í einu og hef gaman á meðan,“ segir Aníta Sól um baráttuna við brjóstakrabbamein. „Allt gekk að óskum og allir fóru þeir maraþon,“ sagði hópurinn eftir fyrsta daginn. Menn þurftu þó að huga að blöðrum, sárum og strengjum í kvöld. Öxnadalsheiðin tekin. Horfa má á brot úr hlaupum hópsins yfir Kjöl í myndbandinu hér að neðan: „Örlítið frávik,“ malbiksævintýri, ferðamaður með þússara Á þriðjudag byrjaði hópurinn í Skagafirði en framdi „örlítið frávik“ eins og þeir orða það og beygðu til vinstri inn á Kjalveg. „Það verður ævintýri fyrir HHHC'ara sem eeeelska malbik!“ sögðu þeir um annan daginn. Hlauparar þurftu að hengja boli og jakka til þerris eftir þriðjudagshlaupið, þar á meðal var Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mennirnir voru mishressir þegar ljósmyndari náði af þeim mynd. Hlaup þriðjudagsins tileinkuðu þeir Íunni Eir Gunnarsdóttur, sem greindist 33 ára með eggjastokkakrabbamein sem heitir Endometrioid. Krabbameinsgreiningin sjálf reyndi mikið á en stærsta áfallið fyrir Ínu var að uppgötva að hún gæti ekki gengið með fleiri börn. „Hugarfarið hefur komið manni ótrúlega langt en það mikilvægasta er stuðningur minna nánustu sem hefur komið mér í gegnum þetta. Í dag líður mér mun betur. Þetta er allt í rétta átt og kemur allt saman með tímanum,“ segir Íunn Eir. Á öðrum degi mætti hópurinn ferðamanni sem hljóp á eftir þeim til að styrkja Kraft um tvo fimmhundruðkalla Ferðamaðurinn knái færði mönnunum tvo 500-kalla. Allir kláruðu maraþon þriðjudagsins þó strengirnir væru meiri, sárin fleiri og blöðrurnar stærri. Að hlaupadegi loknum slökuðu mennirnir á og borðuðu í Áfangaskála við Kjalveg. Úr þoku og kulda í sól og hita Hópurinn færði sig yfir í brún jakkaföt í gær og byrjaði í þoku á Kjalvegi. Dagurinn byrjaði í þoku en svo birti til. „Byrjuðum í fimm gráðu hita og þoku og kláruðum í tuttugu gráðum og sól í Hvítárnesi. Í dag hlupum við fyrir Óla Eðvald Bjarnason, ungan mann sem tókst á við mjög erfitt verkefni aðeins 25 ára gamall og sigraðist á eitilfrumukrabbameini,“ sagði hópurinn um maraþon miðvikudagsins. „Að fara í gegnum svona ferli tekur á bæði líkamlega og andlega. Það reynir á þolrifin, bæði þín eigin og þeirra sem standa þér næst. En það kennir manni líka svo margt. Ég fann hvernig tengsl mín við fjölskyldu og vini urðu dýpri og sterkari,“ segir Óli Eðvald Bjarnason. „Með hans sögu í huga tókumst við á við Kjalveg. Margir eru orðnir lúnir og lemstraðir en áfram gakk.“ Aftur á malbik Hópurinn lagði að stað frá Hvítárnesi í morgun og hljóp niður í Minni Borg. Þeir sneru aftur á malbikið sem þeir elska svo. Á leiðinni stoppuðu þeir við Gullfoss og hittu ferðamann á mótorhjóli sem styrkti þá um 200 evrur. Tvö hundruð evru styrkur frá vindbörnum mótorhjólamanni. Hlaup dagsins í dag tileinkaði hópurinn Eyrúnu Ösp Ottósdóttur sem var þrítug þegar hún greindist með leghálskrabbamein, verslunarmannahelgina 2023. Hún var þá nýlega búin að ganga í gegnum fæðingu yngstu dóttur þeirra hjóna. „Það sem ég óttaðist mest var að deyja frá börnunum mínum þremur - það heltók hugsanir mínar svolítið þarna fyrst,“ segir Eyrún Ösp um krabbameinsgreininguna. „Það að greinast með krabbamein er auðvitað risastórt verkefni og ég er enn að vinna mig út úr því. Ég er ófrjó eftir geislameðferðina en ég er ofboðslega þakklát að eiga mín þrjú börn,“ sagði Eyrún um ferlið. Hlaupahópurinn kvaddi síðan hálendið síðdegis í dag og stefnir hraðbyri í átt að borginni. Tvö hlaup, samanlagt 84 kílómetrar, bíða þeirra. Hópurinn við Gullfoss keikir og hressir. Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Krabbamein Tengdar fréttir Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. 16. ágúst 2025 20:54 „Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. 15. ágúst 2023 17:14 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Hópurinn hljóp fimm maraþon á fimm dögum frá Akureyri til Reykjavíkur árið 2023 og endurtekur nú leikinn nema hlaupa í þetta sinn yfir Kjöl. Hópurinn safnar pening fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, en eftir að hafa farið af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. Fréttamaður ræddi við hópinn, sem samanstendur af 21 karlmanni á besta aldri, í kvöldfréttum Sýnar áður en þeir lögðu af stað. Hlaupið fyrir Anítu yfir Öxnadalsheiði Hópurinn lagði af stað í rigningunni í miðbæ Akureyrar á mánudagsmorgun og voru komnir yfir Öxnadalsheiði um tvöleytið sama dag. Fyrsti dagurinn gekk vel. Fyrsta maraþonið tileinkuðu þeir Anítu Sól Jónsdóttur, sem greindist fyrst með brjóstakrabbamein 27 ára árið 2022 og svo aftur núna, þrjátíu ára. „Framtíðin er ennþá svolítið óljós, en ég tek bara einn dag í einu og hef gaman á meðan,“ segir Aníta Sól um baráttuna við brjóstakrabbamein. „Allt gekk að óskum og allir fóru þeir maraþon,“ sagði hópurinn eftir fyrsta daginn. Menn þurftu þó að huga að blöðrum, sárum og strengjum í kvöld. Öxnadalsheiðin tekin. Horfa má á brot úr hlaupum hópsins yfir Kjöl í myndbandinu hér að neðan: „Örlítið frávik,“ malbiksævintýri, ferðamaður með þússara Á þriðjudag byrjaði hópurinn í Skagafirði en framdi „örlítið frávik“ eins og þeir orða það og beygðu til vinstri inn á Kjalveg. „Það verður ævintýri fyrir HHHC'ara sem eeeelska malbik!“ sögðu þeir um annan daginn. Hlauparar þurftu að hengja boli og jakka til þerris eftir þriðjudagshlaupið, þar á meðal var Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mennirnir voru mishressir þegar ljósmyndari náði af þeim mynd. Hlaup þriðjudagsins tileinkuðu þeir Íunni Eir Gunnarsdóttur, sem greindist 33 ára með eggjastokkakrabbamein sem heitir Endometrioid. Krabbameinsgreiningin sjálf reyndi mikið á en stærsta áfallið fyrir Ínu var að uppgötva að hún gæti ekki gengið með fleiri börn. „Hugarfarið hefur komið manni ótrúlega langt en það mikilvægasta er stuðningur minna nánustu sem hefur komið mér í gegnum þetta. Í dag líður mér mun betur. Þetta er allt í rétta átt og kemur allt saman með tímanum,“ segir Íunn Eir. Á öðrum degi mætti hópurinn ferðamanni sem hljóp á eftir þeim til að styrkja Kraft um tvo fimmhundruðkalla Ferðamaðurinn knái færði mönnunum tvo 500-kalla. Allir kláruðu maraþon þriðjudagsins þó strengirnir væru meiri, sárin fleiri og blöðrurnar stærri. Að hlaupadegi loknum slökuðu mennirnir á og borðuðu í Áfangaskála við Kjalveg. Úr þoku og kulda í sól og hita Hópurinn færði sig yfir í brún jakkaföt í gær og byrjaði í þoku á Kjalvegi. Dagurinn byrjaði í þoku en svo birti til. „Byrjuðum í fimm gráðu hita og þoku og kláruðum í tuttugu gráðum og sól í Hvítárnesi. Í dag hlupum við fyrir Óla Eðvald Bjarnason, ungan mann sem tókst á við mjög erfitt verkefni aðeins 25 ára gamall og sigraðist á eitilfrumukrabbameini,“ sagði hópurinn um maraþon miðvikudagsins. „Að fara í gegnum svona ferli tekur á bæði líkamlega og andlega. Það reynir á þolrifin, bæði þín eigin og þeirra sem standa þér næst. En það kennir manni líka svo margt. Ég fann hvernig tengsl mín við fjölskyldu og vini urðu dýpri og sterkari,“ segir Óli Eðvald Bjarnason. „Með hans sögu í huga tókumst við á við Kjalveg. Margir eru orðnir lúnir og lemstraðir en áfram gakk.“ Aftur á malbik Hópurinn lagði að stað frá Hvítárnesi í morgun og hljóp niður í Minni Borg. Þeir sneru aftur á malbikið sem þeir elska svo. Á leiðinni stoppuðu þeir við Gullfoss og hittu ferðamann á mótorhjóli sem styrkti þá um 200 evrur. Tvö hundruð evru styrkur frá vindbörnum mótorhjólamanni. Hlaup dagsins í dag tileinkaði hópurinn Eyrúnu Ösp Ottósdóttur sem var þrítug þegar hún greindist með leghálskrabbamein, verslunarmannahelgina 2023. Hún var þá nýlega búin að ganga í gegnum fæðingu yngstu dóttur þeirra hjóna. „Það sem ég óttaðist mest var að deyja frá börnunum mínum þremur - það heltók hugsanir mínar svolítið þarna fyrst,“ segir Eyrún Ösp um krabbameinsgreininguna. „Það að greinast með krabbamein er auðvitað risastórt verkefni og ég er enn að vinna mig út úr því. Ég er ófrjó eftir geislameðferðina en ég er ofboðslega þakklát að eiga mín þrjú börn,“ sagði Eyrún um ferlið. Hlaupahópurinn kvaddi síðan hálendið síðdegis í dag og stefnir hraðbyri í átt að borginni. Tvö hlaup, samanlagt 84 kílómetrar, bíða þeirra. Hópurinn við Gullfoss keikir og hressir.
Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Krabbamein Tengdar fréttir Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. 16. ágúst 2025 20:54 „Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. 15. ágúst 2023 17:14 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. 16. ágúst 2025 20:54
„Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. 15. ágúst 2023 17:14