Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:01 Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Bókasöfn Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun