Rigning og rok í methlaupi Auðun Georg Ólafsson skrifar 22. ágúst 2025 13:15 Það er alls ekki víst að það verði sama rjómablíðan í Reykjavíkurmaraþoni í ár eins og var þegar þessari mynd var smellt af í hlaupinu árið 2018. Vísir/Vilhelm Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Uppselt er í hálfmaraþon og aðeins nokkrir miðar eftir í 10 km hlaupið, að sögn Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka. „Það hefur örugglega smitandi áhrif að taka þátt í þessum degi með einum eða öðrum hætti. Þeir sem hafa áður tekið þátt vita hvað það er einstök og jákvæð upplifun að hlaupa þessa leið og fá aðra með sér. Þetta er líka orðinn stór dagur fyrir góðgerðarfélög en hjá þeim mörgum er þetta-orðin ein af þeirra stærstu fjáröflunarviðburðum.“ Hægt er að skora á hlaupara á síðunni hlaupastyrkur.is en þegar þetta er skrifað hafa safnast yfir 240 milljónir. Spennandi verður að sjá hvort söfnunarmetið frá því í fyrra sem var 255 milljónir verði einnig slegið, að sögn Eddu. „Ég er vonast til að við náum að safna upp í 300 milljónir núna. Ef við náum því þá erum við komin upp í tvo milljarða sem safnast hefur til góðra mála frá upphafi söfnunarinnar.“ La la veðurspá Á morgun verður skýjað og suð-austan átt í kringum 8-13 metrar á sekúndu, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, er ekkert að skafa utan af því og biður fólk um að klæða sig vel. „Það er lægðarsvæði suðvestur af landinu sem hefur verið að ýta burtu hæðinni sem við höfum notið í þessari viku. Það eru tvenn skil sem fylgja því lægðarsvæði sem er að nálgast,“ segir Siggi. „Þegar við vöknum í fyrramálið á höfuðborgarsvæðinu þá verður dáltil rigning fram til hádegis en þá styttir upp. Síðan verður þurrt meginhluta dagsins en þegar kemur fram á annað kvöld þá ganga vatnsmeiri skil yfir landið. Þá má búast við talsverðri rigningu í Reykjavík. Það hvessir svolítið en ég á ekki von á að það verði til trafala yfir daginn. Það verður einhver strekkingur í fyrramálið og fram á daginn en þegar kvöldskilin ganga inn á landið þá bætir í vind og gæti orðið allhvasst og rigning. Þeir sem ætla að vera í bænum annað kvöld þurfa að klæða sig í regnföt. Það verður of hvasst fyrir regnhlífar en góð vatnsheld regnföt ættu að duga.“ Hvernig er þá spáin fyrir flugeldasýninguna? „Þetta er einmitt spáin þegar flugeldarnir eru að fara í loftið. Best væri að flýta sýningunni því þessi skil eiga einmitt að ganga þá yfir. Þau eru svo vatnsmikil að skyggni verður takmarkað. Við höfum alveg séð það betra,“ segir Siggi stormur sem bætir því við að það verði þó milt í veðri, 14-15 stiga hiti.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Veður Reykjavík Hlaup Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira