Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar 25. ágúst 2025 14:32 Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Vinnumarkaður Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Gary í Indiana fylki í Bandaríkjunum er dæmi um borg sem hefur upplifað algjört íbúa hrun. Áður fyrr var þetta fjölbreytt borg með heilbrigðu samfélagi, sterkri millistétt og bjartri framtíðarsýn. Í dag er hún hins vegar orðin að stað þar sem atvinnutækifæri eru nánast engin, framtíðin svört, og margir íbúar búa þar einungis vegna þess að þeir hafa ekki efni á að flytja burt. Hvað olli þessu hruni? Gary var eitt af helstu miðstöðvum stálframleiðslu í heiminum. Á hápunkti atvinnuþróunar starfaði 30.000 af 178.000 íbúum borgarana í þeim geira. En á sjöunda til níunda áratugnum flutti framleiðslan að miklu leyti til annarra landa og sú atvinna hvarf. Þetta bitnaði ekki aðeins á þeim sem störfuðu beint við framleiðsluna, heldur á öllu samfélaginu. Fjöldi fyrirtækja sem veittu framleiðslunni þjónustu, bæði beint og óbeint, missti viðskiptin, og peningastreymið inn í staðbundið hagkerfi þornaði upp. Á Íslandi hafa Vestfirðir staðið frammi fyrir svipuðum áskorunum: samdráttur í atvinnustarfsemi, brottflutningur íbúaog hætta á að samfélög veikist. Sem betur fer virðist sem Vestfirðir muni ekki verða fyrir sömu örlögum og Gary. Á síðustu árum hefur orðið mikil endurreisn í staðbundnu hagkerfi, að mestu leyti vegna fiskeldis. Fyrir tveimur vikum heimsóttum við, hópur frá Ungum Framsóknarmönnum fyrirtækið Arnarlax, sem rekur sjókvíaeldi í Arnarfirði og víðar á Vestfjörðum. Bæði umfang framleiðslunnar og metnaðarfull framtíðarmarkmið kom okkur skemmtilega á óvart. Arnarlax og önnur fiskeldisfyrirtæki eru einmitt það sem íslenska landsbyggðin þarf: fyrirtæki sem skapa störf á svæðum þar sem fá eða engin önnur atvinnutækifæri eru til staðar. Áhrif stórra atvinnurekenda, eins og Arnarlax, ná langt út fyrir raðir launafólks og eigenda. Þeir skapa eftirspurn sem nær til margra stoðgreina. Í byggingariðnaði eykst þörfin fyrir nýju húsnæði og endurbætur á eldri fasteignum. Í þjónustugeiranum fjölgar viðskiptum hjá verslunum, veitingastöðum og ýmiss konar þjónustufyrirtækjum. Á sviði samgangna og innviða kallar aukin starfsemi á bættar samgöngur, hafnir og flutningaþjónustu. Þegar fleiri flytja á svæðið hækkar fasteignaverð, sem í mörgum tilfellum er jákvætt fyrir landsbyggðina. Á Vestfjörðum hefur fasteignaverð oft verið lægra en byggingarkostnaður nýrra húsa. Það hefur gert það hagkvæmt að byggja og dregið úr viðhaldi eldri húsa, þar sem eigendur gátu ekki endurfjármagnað framkvæmdir sem kostuðu meira en húsið var metið á. Hækkandi fasteignaverð á Vestfjörðum hefur nú snúið þessari þróun við. Það er orðin raunhæfur hvati til að byggja og halda við húsum. Arnarlax hefur til að mynda byggt fasteign sem seldist yfir kostnaðarverði, sem er afrek miðað við markaðsaðstæður svæðisins fyrir örfáum árum. Saga Gary, Indiana sýnir okkur hvað gerist þegar samfélög missa atvinnugreinina sem heldur þeim uppi. Það leiðir til fólksflótta, hnignunar og brostinnar framtíðar. Vestfirðir eru sönnun þess að hægt er að snúa þessari þróun við ef gripið er til aðgerða á réttum tíma. Með nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi, fjárfestingu í innviðum og stuðningi við frumkvöðla má skapa störf sem halda íbúum á svæðinu og laða nýja að. Við megum ekki láta landsbyggðina veslast upp. Hvert nýtt starf, hver nýbygging og hver ný fjárfesting er skref í átt að sterkari, sjálfbærri framtíð fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar. Verndum landsbyggðina, sköpum störf og tryggjum framtíð landsins! Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun