Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 26. ágúst 2025 08:01 Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjólastíga auk smærri verkefna. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi skipulags og uppbyggingar Keldnalands síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun fyrir svæðið og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögu keppninnar. Nú eru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati, drögum að þróunaráætlun Keldnalands og öðrum ítarlegum gögnum. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Keldur, Hæðin og Korpa - þrjú ný skólahverfi og atvinnukjarnar Meðal markmiða sem lögð eru til grundvallar við mótun skipulagsins eru að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi með allt að 5.800 íbúðum, þremur grunnskólum og öflugum atvinnukjörnum sem rúma allt að 7.500 störf. Við mótun skipulags á svæðinu verði lögð sérstök áhersla á tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru, að ríkt tillit verði tekið til þeirrar náttúru og opnu svæða sem hafa verndar- og útivistargildi. Í fyrirliggjandi tillögudrögum er því dregið úr umfangi áformaðar byggðar frá gildandi aðalskipulagi og græn, opin svæði stækkuð verulega. Þá á að fella út eldri heimildir um 5-8 hæða byggð syðst í landi Keldna og á öllu Keldnaholti. Byggð samkvæmt drögum að tillögu er almennt 3-5 hæðir, fer hæst upp í sex hæðir við miðju hverfa en er 2-3 hæðir við jaðra byggðarinnar. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging þriggja nýrra skólahverfa mun standa lengi og gera má ráð fyrir að meira en áratugur sé í að Keldnaland með yfir 12 þúsund íbúum, samkvæmt þessum drögum, verði fullbyggt. Til samanburðar við önnur hverfi í Reykjavík eru nú um 11 þúsund íbúar í Hlíðum, 12 þúsund í Árbæjarhverfi og um níu þúsund í Grafarholti-Úlfarsárdal. Samkeppnishæfar og vistvænar samgöngur í lykilhlutverki Í gegnum tíðina hafa vistvænar samgöngur oft verið í aukahlutverki við skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Í drögum að tillögu að þróun Keldnalands er skipulag og hönnun byggðar frá upphafi hugsað með gott aðgengi að almenningssamgöngum, góðum innviðum fyrir gangandi og hjólandi og aðlaðandi og öruggu gatnakerfi í huga. Borgarlína mun liggja um Keldnaland endilangt með þremur stöðvum innan stuttrar göngufjarlægðar í kjarna hvers hverfis. Keldnaland verður vel tengt í allar áttir. Áætlaður ferðatími með Borgarlínu eða á hjóli milli Keldnalands og gömlu miðborgarinnar er um 25 mínútur óháð því hvort ferðast er á annatíma eða utan þeirra. Vistvænar samgöngur verða því samkeppnishæfur valkostur í daglegum samgöngum fyrir þau fjölmörgu sem munu búa eða starfa á svæðinu eða heimsækja það. Samgönguhús og bílastæði Í drögum að tillögu er lagt upp með að meirihluti bílastæða verði í allt að átta samgönguhúsum, nútímalegum bílastæðahúsum sem nýtast íbúum, gestum þeirra og þeim sem starfa á Keldnalandi. Á jarðhæðum þeirra og i samspili við samgönguhúsin er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og veitingastöðum auk þrifalegrar atvinnustarfsemi. Samgönguhús, sem hafa reynst vel í nýjum hverfum á Norðurlöndunum, verði vel staðsett og aðgengileg og meirihluti byggðarinnar þannig í innan við 3-5 mínútna göngufjarlægð frá næsta samgönguhúsi. Þó áhersla sé á samnýtanleg samgönguhús í tillögudrögum er einnig gert ráð fyrir að hluti bílastæða verði innan lóða og við götukanta. Við skipulag og hönnun gatnakerfis er áhersla lögð á öryggi fólks og gott borgarumhverfi með rólegri umferð. Aðgengi bíla að öllum byggingum á svæðinu verður tryggt og stæði fyrir bifreiðar fólks með skerta hreyfigetu verða við allar byggingar, auk stæða fyrir losun á vörum og farþegum. Kynningar- og umsagnarferli til 10. september Það er fátítt að drög að skipulagi og hönnun hverfa af þeirri stærðargráðu, sem eiga að rúma íbúafjölda á við Hlíðar eða Árbæjarhverfi auk atvinnukjarna, séu í kynningar- og umsagnarferli. Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að þróunaráætlun og ítarefni hafa verið aðgengileg í skipulagsgátt síðan í byrjun júlí. Nú hafa einnig verið birt kynningarmyndbönd á vefsíðum Betri samgangna og Reykjavíkurborgar til að auðvelda almenningi að kynna sér málið. Opið er fyrir athugasemdir til 10. september á skipulagsgatt.is Í dag og á morgun, miðvikudag, milli klukkan 15 og 18:30 verða opin hús fyrir þau sem vilja kynna sér málið nánar á bókasafni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum (Keldnavegi 3). Jafnframt verður boðið upp á skipulagðar göngur með leiðsögn um græn svæði í jaðri fyrirhugaðar byggðar kl. 17:30 báða dagana. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjólastíga auk smærri verkefna. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi skipulags og uppbyggingar Keldnalands síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun fyrir svæðið og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögu keppninnar. Nú eru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati, drögum að þróunaráætlun Keldnalands og öðrum ítarlegum gögnum. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Keldur, Hæðin og Korpa - þrjú ný skólahverfi og atvinnukjarnar Meðal markmiða sem lögð eru til grundvallar við mótun skipulagsins eru að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi með allt að 5.800 íbúðum, þremur grunnskólum og öflugum atvinnukjörnum sem rúma allt að 7.500 störf. Við mótun skipulags á svæðinu verði lögð sérstök áhersla á tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru, að ríkt tillit verði tekið til þeirrar náttúru og opnu svæða sem hafa verndar- og útivistargildi. Í fyrirliggjandi tillögudrögum er því dregið úr umfangi áformaðar byggðar frá gildandi aðalskipulagi og græn, opin svæði stækkuð verulega. Þá á að fella út eldri heimildir um 5-8 hæða byggð syðst í landi Keldna og á öllu Keldnaholti. Byggð samkvæmt drögum að tillögu er almennt 3-5 hæðir, fer hæst upp í sex hæðir við miðju hverfa en er 2-3 hæðir við jaðra byggðarinnar. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging þriggja nýrra skólahverfa mun standa lengi og gera má ráð fyrir að meira en áratugur sé í að Keldnaland með yfir 12 þúsund íbúum, samkvæmt þessum drögum, verði fullbyggt. Til samanburðar við önnur hverfi í Reykjavík eru nú um 11 þúsund íbúar í Hlíðum, 12 þúsund í Árbæjarhverfi og um níu þúsund í Grafarholti-Úlfarsárdal. Samkeppnishæfar og vistvænar samgöngur í lykilhlutverki Í gegnum tíðina hafa vistvænar samgöngur oft verið í aukahlutverki við skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Í drögum að tillögu að þróun Keldnalands er skipulag og hönnun byggðar frá upphafi hugsað með gott aðgengi að almenningssamgöngum, góðum innviðum fyrir gangandi og hjólandi og aðlaðandi og öruggu gatnakerfi í huga. Borgarlína mun liggja um Keldnaland endilangt með þremur stöðvum innan stuttrar göngufjarlægðar í kjarna hvers hverfis. Keldnaland verður vel tengt í allar áttir. Áætlaður ferðatími með Borgarlínu eða á hjóli milli Keldnalands og gömlu miðborgarinnar er um 25 mínútur óháð því hvort ferðast er á annatíma eða utan þeirra. Vistvænar samgöngur verða því samkeppnishæfur valkostur í daglegum samgöngum fyrir þau fjölmörgu sem munu búa eða starfa á svæðinu eða heimsækja það. Samgönguhús og bílastæði Í drögum að tillögu er lagt upp með að meirihluti bílastæða verði í allt að átta samgönguhúsum, nútímalegum bílastæðahúsum sem nýtast íbúum, gestum þeirra og þeim sem starfa á Keldnalandi. Á jarðhæðum þeirra og i samspili við samgönguhúsin er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og veitingastöðum auk þrifalegrar atvinnustarfsemi. Samgönguhús, sem hafa reynst vel í nýjum hverfum á Norðurlöndunum, verði vel staðsett og aðgengileg og meirihluti byggðarinnar þannig í innan við 3-5 mínútna göngufjarlægð frá næsta samgönguhúsi. Þó áhersla sé á samnýtanleg samgönguhús í tillögudrögum er einnig gert ráð fyrir að hluti bílastæða verði innan lóða og við götukanta. Við skipulag og hönnun gatnakerfis er áhersla lögð á öryggi fólks og gott borgarumhverfi með rólegri umferð. Aðgengi bíla að öllum byggingum á svæðinu verður tryggt og stæði fyrir bifreiðar fólks með skerta hreyfigetu verða við allar byggingar, auk stæða fyrir losun á vörum og farþegum. Kynningar- og umsagnarferli til 10. september Það er fátítt að drög að skipulagi og hönnun hverfa af þeirri stærðargráðu, sem eiga að rúma íbúafjölda á við Hlíðar eða Árbæjarhverfi auk atvinnukjarna, séu í kynningar- og umsagnarferli. Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að þróunaráætlun og ítarefni hafa verið aðgengileg í skipulagsgátt síðan í byrjun júlí. Nú hafa einnig verið birt kynningarmyndbönd á vefsíðum Betri samgangna og Reykjavíkurborgar til að auðvelda almenningi að kynna sér málið. Opið er fyrir athugasemdir til 10. september á skipulagsgatt.is Í dag og á morgun, miðvikudag, milli klukkan 15 og 18:30 verða opin hús fyrir þau sem vilja kynna sér málið nánar á bókasafni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum (Keldnavegi 3). Jafnframt verður boðið upp á skipulagðar göngur með leiðsögn um græn svæði í jaðri fyrirhugaðar byggðar kl. 17:30 báða dagana. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun