Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar 26. ágúst 2025 07:04 Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skóla- og menntamál Grunnskólar Rekstur hins opinbera Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun