Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 19:08 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða manninn sem hér er hægra megin í bílnum. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í Hamraborgarmálinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki. Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki.
Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03