Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 19:08 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða manninn sem hér er hægra megin í bílnum. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í Hamraborgarmálinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki. Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki.
Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03