Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2025 07:42 Kári Stefánsson fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi. EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
EHÞ felur í sér að forvarnir, greining og meðferð verði sniðin sérstaklega að hverjum einstaklingi eftir því sem kostur er, meðal annars á grunni erfðafræði, lífvísa og klínískra upplýsinga. Markmiðið er að velja besta meðferðarkostinn á hverjum tíma, forðast ónauðsynlegar meðferðir og draga úr aukaverkunum. Skýrsla starfshópsins verður kynnt á fundinum og rætt verður um málefnið frá ýmsum sjónarhornum. Starfshópurinn leggur meðal annars til að ráðist verði í tilraunaverkefni með EHÞ vegna tiltekinna arfgengra sjúkdóma hér á landi. Skimað verði meðal annars fyrir arfgengri hækkun kólesteróls. „Vísindafólk og sérfræðingar á sviði heilbrigðismála víða um heim telja að EHÞ geti verið mikilvæg til að mæta á árangursríkan hátt margvíslegum áskorunum sem felast m.a. í öldrun þjóða, vaxandi sjúkdómsbyrði og þar með auknu álagi á heilbrigðiskerfi og sívaxandi kostnaði,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. „Með því að nýta nýjustu þekkingu á erfðafræði, prótínmælingum og öðrum lífvísaþáttum má bæta horfur sjúklinga, gera skimun markvissari og hefja meðferð fyrr. Þetta getur aukið lífslíkur, bætt lífsgæði og sparað samfélaginu kostnað.“ Fundarstjóri verður Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki. Kári Stefánsson formaður starfshópsins opnar fundinn, og Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, kynnir svo skýrsluna. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, flytur svo erindi um áhrif EHÞ á heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Svo flytur Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands, erindið „EHÞ í framkvæmd, Lynch-heilkennið.“ Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, formaður Brakka-samtakanna, flytur eftir það erindi um persónulega reynslu af EHÞ. Síðar verða pallborðsumræður og að lokum flytur Alma D. Möller heilbrigðisráðherra samantekt og lokaorð. Eftirfarandi taka þátt í pallborðsumræðunum: Henry Alexander stjórnandi pallborðs Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknar erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala María Heimisdóttir landlæknir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfingar- og gjörgæslulækningum á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Sædís Sævarsdóttir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands Þorvarður J. Löve, formaður vísindasiðanefndar
Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Íslensk erfðagreining Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira