Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2025 09:17 Kafari leitar að steinaldarminjum á botni Árósaflóa, vopnaður nokkurs konar neðansjávarryksugu. AP/Søren Christian Bech Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára. Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Uppgröfturinn er hluti af alþjóðlegu verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar til þess að kortleggja hafsbotninn í Eystrasalti og Norðursjó. Markmið þess er að finna mannabyggðir frá miðri steinöld og kanna landsvæði sem fór undir sjó fyrir þúsundum ára. Flestar mannvistarleifar frá steinöld sem hafa fundist í Danmörku til þessa hafa verið inni í landi. Minjarnar sem fundust í Árósaflóa í sumar voru á um átta metra dýpi rétt utan við ströndina. „Hér erum við í raun og veru með gamla strandlengju. Við erum með byggð sem var beint við strandlengjuna. Við erum að reyna að komast að því hér hvernig lífið var í strandbyggðum,“ segir Peter Moe Astrup, danskur fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftrinum við Árósar, við AP-fréttastofuna. Eins og tíminn hafi stöðvast Sjávarstaða hækkaði hratt þegar síðustu ísöld sleppti. Jöklar sem þökktu stóran hluta norðurhvels bráðnuðu og áætlað er að yfirborð sjávar hafi hækkað um um það bil tvo metra á öld fyrir um 8.500 árum, að sögn Moe Astrup. Við þessar breytingar fóru mannabyggðir á steinöld undir vatn og fólk færði sig lengra upp á land. Minjarnar sem það skildi eftir sig eru vel varðveittar. „Þetta er eins og tímahylki. Þegar sjávarstaðan hækkaði var allt varðveitt í súrefnislausu umhverfi. Tíminn bara stöðvaðist,“ segir fornleifafræðingurinn. Vísindamaður skoðar trjábol sem fór undir sjó fyrir um 8.500 árum í smásjá á safni í Árósum í Danmörku.AP/James Brooks Til viðbótar við það sem hefur þegar fundist á hafsbotninum vonast vísindamennirnir til þess að finna skutla, króka eða aðrar leifar um fiskveiðar frá þessum forsögulega tíma. Varpar ljósi á hvernig sjávarstaða hækkaði Rannsóknirnar varpa einnig frekara ljósi á hvernig sjávarstaðan hækkaði við lok síðustu ísaldar. Vísindamennirnir nota leifar af trjám sem finnast á hafsbotninum og trjáhringi þeirra til þess að áætla hvenær trén drápust þegar þau fóru undir vatn með mikilli nákvæmni. Þetta hefur ekki síst þýðingu nú þegar sjávarstaða á jörðinni hækkar aftur, nú vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Áætlað er að hún nemi um 4,3 sentímetrum á áratug að meðaltali og mun aðeins hækka hraðar eftir því sem stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram. Peter Moe Astrup, fornleifafræðingur, skoðar agnarsmátt dýrabein sem fannst í leifum steinaldarbyggðar á hafsbotni við Árósa.AP/James Brooks Tímabil ísalda og hlýskeiða á jörðinni síðustu 2,6 milljón árin orsakast af náttúrulegum sveiflum í sporbraut og möndulhalla jarðar auk vaggi í snúningsási hennar. Þessar sveiflur, sem eru nefndar Mílankovitsjsveiflur, hafa áhrif á dreifingu sólarljóss og þannig á loftslag jarðar á tímaskala sem er mældur í allt frá tugum þúsunda og upp í hundruð þúsunda ára.
Danmörk Fornminjar Loftslagsmál Hafið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira