Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2025 07:02 Eldgos steinsnar frá virkjuninni í Svartsengi og Bláa lóninu. Talið er að eldvirknin sé ástæða þess að magn koltvísýrings í gufu frá virkjuninni jókst um meira en helming í fyrra. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn HS orku eru ósammála því að losun frá jarðvarmavirkjunum ætti að falla undir losunarbókhald Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Eldvirknin á Reykjanesi sé ástæða þess að losun virkjunarinnar í Svartsengi hafi aukist um meira en sextíu prósent á milli ára. Losun frá jarðvarmavirkjunum jókst um 29 prósent á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfis- og orkustofnunar. Meginástæðan var sú að losun virkjunar HS orku í Svartsengi á Reykjanesi jókst um rúm 43 þúsund tonn eða meira en sextíu prósent. Á sama tíma jókst losun Reykjanesvirkjunar um 863 tonn. Þetta telur HS orka meðal annars benda til þess að eldvirknin í Svartsengi síðustu ár sé orsök aukinnar koltvísýringslosunar. „Eina breytingin sem átti sér stað í fyrra sem getur skýrt aukið magn koldíoxíðs í gegnum vinnslurásir virkjunarinnar er aðstreymi kviku að og upp á yfirborð,“ segir í skriflegu svari fyrirtækisins við fyrirspurn Vísis. Þannig sé hugsanlegt en þó ekki öruggt að gas úr kvikunni hafi fundið sér leið í gegnum jarðveg eða sprungur á miklu dýpi inn í vinnslurásir fyrirtækisins. Það geti ekkert sagt um hvort að losunin fari aftur í fyrra horf þar sem hún sé náttúrulega og lúti ekki stjórn fyrirtækisins. Rökrétt að koltvísýringur úr kviku hafi leitað í jarðhitakerfið Aukið hlutfall koltvísýrings í gufu sem kemur upp úr virkjuninni í Svartsengi kemur Samuel Warren Scott, rannsóknarsérfræðingi í jarðhitakerfum við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, ekki á óvart. Frá því að goshrinan á Reykjanesi hófst hafi komið fram vísbendingar um að koltvísýringur í kviku losni úr henni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Það er rökrétt niðurstaða [...] að hann hafi leitað í jarðhitakerfið,“ segir Scott í samtali við Vísis en hann hefur rannsakað útstreymi gastegunda í jarðhræringunum á Reykjanesi undanfarin ár. Samuel Warren Scott, rannsóknarsérfræðingur í jarðhitakerfum við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Mögulegt sé að borholur virkjunarinnar veiti koltvísýringnum greiðari leið upp á yfirborðið en ella. Þó sé það þekkt að aukin koltvísýringslosun frá yfirborði sjáist náttúrulega í kringum eldhræringar þar sem slíkar virkjanir séu ekki til staðar. „Ég held að það sé ekki hægt að skýra þessa sextíu til sjötíu prósent aukningu í koltvísýringsnotkun aðeins með ákvörðunum sem voru teknar við framleiðsluna. Ég hallast frekar að því að þetta sé vegna eldvirkninnar,“ segir Scott. Kolefnishlutlaust til langs tíma litið Óháð aukningunni í fyrra lýsir HS orka sig ósammála því að losun jarðvarmavirkjana sé yfir höfuð felld undir losunarbókhald Íslands á þeim forsendum að hún sé af völdum manna. „Þar með er verið að gefa í skyn að þetta koldíoxíð hefði ekki náð til yfirborðs nema vegna tilkomu virkjunar. HS orka er ósammála þessu,“ segir í svarinu. Vísar fyrirtækið til erlendra rannsókn sem sýni að mögulega flýti jarðvarmavirkjanir fyrir ákveðinni losun en síðan skapist nýtt jafnvægi þar sem náttúruleg losun koltvísýrings verði minni en áður en svæðið var virkjað. Jarðhitavirkjanir eins og í Svartsengi gætu aukið losun koltvísýrings tímabundið en verið kolefnishlutlausar þegar litið er til langs tíma, allt að þrjú hundruð ára.Vísir/Vilhelm Mikil óvissa sé þó um tímarammann. Þannig gæti þetta nýja jafnvægi náðst á nokkrum árum eða áratugum en einnig er mögulegt að það tæki aldir. Scott segir að ef koltvísýringsstreymi inn í jarðhitakerfi sé stöðugt megi búast við að losun út í andrúmsloftið sé jöfn innstreyminu. „Yfir nógu langan tímaskala er jarðvarmi talinn eiginlega kolefnishlutlaus orkugjafi,“ segir hann. Jarðhiti loftslagsvænn þrátt fyrir allt Til skemmri tíma litið geti jarðhitavirkjanir hraðað þessari losun tímabundið með vinnslu sinni. Með tímanum minnki gasið í kerfinu og losunin dragist saman. Rannsókn með reiknilíkani sem var gerð á Ohaaki-jarðvarmavirkjuninni í Nýja-Sjálandi árið 2021 benti til þess að orkuvinnslan valdi viðbótarlosun koltvísýrings á starfstíma hennar. Eftir að starfseminni yrði hætt yrði náttúrulega losunin minni en áður en svæðið var virkjað. Þegar litið væri til þrjú hundruð ára tímabil ylli virkjunin engri viðbótarkolefnislosun. Orkuveitan hefur farið þá leið að binda koltvísýring og brennistein frá jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði og á Nesjavöllum í jörðu með tækni Carbfix. Myndin sýnir niðurdælingarholur Carbfix.Carbfix Tímaramminn skiptir engu að síður verulegu máli þar sem allt kapp þarf að leggja á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hratt til þess að hægt verði að milda hættulegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins mikið og kostur er. Í því samhengi segist Scott telja að jarðhiti sé loftslagsvæn tækni jafnvel þótt virkjun á honum valdi tímabundinni losun. Þannig sé kolefnislosun á hverja orkueiningu jarðhita aðeins brot af því sem losnar frá bruna á jarðefnaeldsneyti. „Það er ekkert sem er fullkomið. Það er erfitt að ná alveg kolefnisfrírri tækni,“ segir Scott sem vísar til þess að jafnvel í sólar- og vindorku falli til einhver losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðslu á búnaði og í landnotkun. Reglur komi í veg fyrir nýtingu koltvísýringsins Áhugi hefur verið á því að nýta koltvísýring frá jarðvarmavirkjunum HS orku til þess að framleiða svokallað rafeldsneyti. Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS orku, segir hins vegar að alþjóðlegar reglur hindri það. Annars vegar sé það Evróputilskipun sem standi til að innleiða sem feli í sér að aðeins sé heimilt að nýta koltvísýring frá jarðvarmavirkjunum ef sýnt sé fram á að hann hafi losnað náttúrulega áður. Á meðan HS orka geti ekki sýnt fram á það sé ekki hægt að nýta koltvísýring frá orkuvinnslunni í vottað rafeldsneyti. „Það er ekki markaður fyrir neitt annað rafeldsneyti en vottað,“ segir hann. Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS orku.HS orka Sama reglugerð leyfi aftur á móti að koltvísýringur frá kolaorkuverum sé notaður í vottað rafeldsneyti. Ástæðan sé sú að búið sé að greiða fyrir losunarheimildir fyrir losun kolaorkuveranna en ekki jarðvarmavirkjanna enda sé jarðvarmi talin endurnýjanleg orka. Í skriflegu svari sínu segist fyrirtækið vinna að því að þessu verði breytt svo hægt verði að nýta koltvísýring jarðavarmavirkjana í rafeldsneyti. Íslensk stjórnvöld hafi jafnframt sett á fót vinnuhóp um starfsumhverfi jarðhitavinnslu sem eigi neðal annars að taka á þessu. Besta lausnin sé að nýta koltvísýringin frekar en að binda hann Hin hindrunin samkvæmt Finni er reglur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC) um losunarbókhald. Samkvæmt þeim eigi að telja fram losun þar sem koltvísýringur fyrir rafeldsneyti sé fangaður en ekki þar sem hann er losaður. Þetta þýði að jafnvel þótt HS orka færi í samstarf við rafeldsneytisframleiðanda þyrfti að telja koltvísýringinn fram í losunarbókhaldi fyrirtækisins og Íslands. Orkuveitan sem rekur jarðvarmavirkjanirnar á Hellisheiði og á Nesjavöllum hefur farið þá leið að láta dótturfélag sitt Carbfix binda koltvísýring, og brennistein, frá virkjununum í jörðu með tækni sem síðarnefnda fyrirtækið þróaði. Finnur segir að HS orka hafi skoðað niðurdælingu á koltvísýringi á sínum tíma. Langskynsamlegasta leiðin á Reykjanesi sé hins vegar að hagnýta koltvísýringinn. „Á Hellisheiði er gasið með mikinn brennistein og koltvísýring. Þetta er allt öðruvísi gas en okkar. Okkar hentar mjög vel í hagnýtingu,“ segir Finnur en eftir því sem koltvísýringurinn er hreinni því auðveldara og ódýrara er að vinna hann í rafeldsneyti. Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Losun frá jarðvarmavirkjunum jókst um 29 prósent á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfis- og orkustofnunar. Meginástæðan var sú að losun virkjunar HS orku í Svartsengi á Reykjanesi jókst um rúm 43 þúsund tonn eða meira en sextíu prósent. Á sama tíma jókst losun Reykjanesvirkjunar um 863 tonn. Þetta telur HS orka meðal annars benda til þess að eldvirknin í Svartsengi síðustu ár sé orsök aukinnar koltvísýringslosunar. „Eina breytingin sem átti sér stað í fyrra sem getur skýrt aukið magn koldíoxíðs í gegnum vinnslurásir virkjunarinnar er aðstreymi kviku að og upp á yfirborð,“ segir í skriflegu svari fyrirtækisins við fyrirspurn Vísis. Þannig sé hugsanlegt en þó ekki öruggt að gas úr kvikunni hafi fundið sér leið í gegnum jarðveg eða sprungur á miklu dýpi inn í vinnslurásir fyrirtækisins. Það geti ekkert sagt um hvort að losunin fari aftur í fyrra horf þar sem hún sé náttúrulega og lúti ekki stjórn fyrirtækisins. Rökrétt að koltvísýringur úr kviku hafi leitað í jarðhitakerfið Aukið hlutfall koltvísýrings í gufu sem kemur upp úr virkjuninni í Svartsengi kemur Samuel Warren Scott, rannsóknarsérfræðingi í jarðhitakerfum við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, ekki á óvart. Frá því að goshrinan á Reykjanesi hófst hafi komið fram vísbendingar um að koltvísýringur í kviku losni úr henni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Það er rökrétt niðurstaða [...] að hann hafi leitað í jarðhitakerfið,“ segir Scott í samtali við Vísis en hann hefur rannsakað útstreymi gastegunda í jarðhræringunum á Reykjanesi undanfarin ár. Samuel Warren Scott, rannsóknarsérfræðingur í jarðhitakerfum við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Háskóli Íslands Mögulegt sé að borholur virkjunarinnar veiti koltvísýringnum greiðari leið upp á yfirborðið en ella. Þó sé það þekkt að aukin koltvísýringslosun frá yfirborði sjáist náttúrulega í kringum eldhræringar þar sem slíkar virkjanir séu ekki til staðar. „Ég held að það sé ekki hægt að skýra þessa sextíu til sjötíu prósent aukningu í koltvísýringsnotkun aðeins með ákvörðunum sem voru teknar við framleiðsluna. Ég hallast frekar að því að þetta sé vegna eldvirkninnar,“ segir Scott. Kolefnishlutlaust til langs tíma litið Óháð aukningunni í fyrra lýsir HS orka sig ósammála því að losun jarðvarmavirkjana sé yfir höfuð felld undir losunarbókhald Íslands á þeim forsendum að hún sé af völdum manna. „Þar með er verið að gefa í skyn að þetta koldíoxíð hefði ekki náð til yfirborðs nema vegna tilkomu virkjunar. HS orka er ósammála þessu,“ segir í svarinu. Vísar fyrirtækið til erlendra rannsókn sem sýni að mögulega flýti jarðvarmavirkjanir fyrir ákveðinni losun en síðan skapist nýtt jafnvægi þar sem náttúruleg losun koltvísýrings verði minni en áður en svæðið var virkjað. Jarðhitavirkjanir eins og í Svartsengi gætu aukið losun koltvísýrings tímabundið en verið kolefnishlutlausar þegar litið er til langs tíma, allt að þrjú hundruð ára.Vísir/Vilhelm Mikil óvissa sé þó um tímarammann. Þannig gæti þetta nýja jafnvægi náðst á nokkrum árum eða áratugum en einnig er mögulegt að það tæki aldir. Scott segir að ef koltvísýringsstreymi inn í jarðhitakerfi sé stöðugt megi búast við að losun út í andrúmsloftið sé jöfn innstreyminu. „Yfir nógu langan tímaskala er jarðvarmi talinn eiginlega kolefnishlutlaus orkugjafi,“ segir hann. Jarðhiti loftslagsvænn þrátt fyrir allt Til skemmri tíma litið geti jarðhitavirkjanir hraðað þessari losun tímabundið með vinnslu sinni. Með tímanum minnki gasið í kerfinu og losunin dragist saman. Rannsókn með reiknilíkani sem var gerð á Ohaaki-jarðvarmavirkjuninni í Nýja-Sjálandi árið 2021 benti til þess að orkuvinnslan valdi viðbótarlosun koltvísýrings á starfstíma hennar. Eftir að starfseminni yrði hætt yrði náttúrulega losunin minni en áður en svæðið var virkjað. Þegar litið væri til þrjú hundruð ára tímabil ylli virkjunin engri viðbótarkolefnislosun. Orkuveitan hefur farið þá leið að binda koltvísýring og brennistein frá jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði og á Nesjavöllum í jörðu með tækni Carbfix. Myndin sýnir niðurdælingarholur Carbfix.Carbfix Tímaramminn skiptir engu að síður verulegu máli þar sem allt kapp þarf að leggja á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hratt til þess að hægt verði að milda hættulegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins mikið og kostur er. Í því samhengi segist Scott telja að jarðhiti sé loftslagsvæn tækni jafnvel þótt virkjun á honum valdi tímabundinni losun. Þannig sé kolefnislosun á hverja orkueiningu jarðhita aðeins brot af því sem losnar frá bruna á jarðefnaeldsneyti. „Það er ekkert sem er fullkomið. Það er erfitt að ná alveg kolefnisfrírri tækni,“ segir Scott sem vísar til þess að jafnvel í sólar- og vindorku falli til einhver losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðslu á búnaði og í landnotkun. Reglur komi í veg fyrir nýtingu koltvísýringsins Áhugi hefur verið á því að nýta koltvísýring frá jarðvarmavirkjunum HS orku til þess að framleiða svokallað rafeldsneyti. Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS orku, segir hins vegar að alþjóðlegar reglur hindri það. Annars vegar sé það Evróputilskipun sem standi til að innleiða sem feli í sér að aðeins sé heimilt að nýta koltvísýring frá jarðvarmavirkjunum ef sýnt sé fram á að hann hafi losnað náttúrulega áður. Á meðan HS orka geti ekki sýnt fram á það sé ekki hægt að nýta koltvísýring frá orkuvinnslunni í vottað rafeldsneyti. „Það er ekki markaður fyrir neitt annað rafeldsneyti en vottað,“ segir hann. Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS orku.HS orka Sama reglugerð leyfi aftur á móti að koltvísýringur frá kolaorkuverum sé notaður í vottað rafeldsneyti. Ástæðan sé sú að búið sé að greiða fyrir losunarheimildir fyrir losun kolaorkuveranna en ekki jarðvarmavirkjanna enda sé jarðvarmi talin endurnýjanleg orka. Í skriflegu svari sínu segist fyrirtækið vinna að því að þessu verði breytt svo hægt verði að nýta koltvísýring jarðavarmavirkjana í rafeldsneyti. Íslensk stjórnvöld hafi jafnframt sett á fót vinnuhóp um starfsumhverfi jarðhitavinnslu sem eigi neðal annars að taka á þessu. Besta lausnin sé að nýta koltvísýringin frekar en að binda hann Hin hindrunin samkvæmt Finni er reglur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC) um losunarbókhald. Samkvæmt þeim eigi að telja fram losun þar sem koltvísýringur fyrir rafeldsneyti sé fangaður en ekki þar sem hann er losaður. Þetta þýði að jafnvel þótt HS orka færi í samstarf við rafeldsneytisframleiðanda þyrfti að telja koltvísýringinn fram í losunarbókhaldi fyrirtækisins og Íslands. Orkuveitan sem rekur jarðvarmavirkjanirnar á Hellisheiði og á Nesjavöllum hefur farið þá leið að láta dótturfélag sitt Carbfix binda koltvísýring, og brennistein, frá virkjununum í jörðu með tækni sem síðarnefnda fyrirtækið þróaði. Finnur segir að HS orka hafi skoðað niðurdælingu á koltvísýringi á sínum tíma. Langskynsamlegasta leiðin á Reykjanesi sé hins vegar að hagnýta koltvísýringinn. „Á Hellisheiði er gasið með mikinn brennistein og koltvísýring. Þetta er allt öðruvísi gas en okkar. Okkar hentar mjög vel í hagnýtingu,“ segir Finnur en eftir því sem koltvísýringurinn er hreinni því auðveldara og ódýrara er að vinna hann í rafeldsneyti.
Loftslagsmál Orkumál Evrópusambandið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira