„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 14:02 Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar