Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa 27. ágúst 2025 15:04 Maðurinn hitti Stefán Blackburn á krá skömmu fyrir ferðina til Þorlákshafnar. Vísir/Anton Brink Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað. Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán Blackburn, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hitti Stefán á krá Maðurinn, sem grunaður er í hraðbankamálinu, sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í fyrradag. Þar var hann ásamt Stefáni. Myndbandið sýnir þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. „Hvað getur þú sagt okkur um þetta mál?” spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. „Voðallega lítið,“ svaraði maðurinn. Hann gaf skýrslu úr fangelsi en hann sætir nú gæsluvarðhaldi vegna meints hraðbankaþjófnaðar. Þá hefur hann játað að hafa átt þátt í stórfelldum þjófnaði á reiðufé úr bíl í Hamraborg fyrir rúmlega ári. Ákæra hefur ekki enn verið gefin út í því máli. Í skýrslutökunni var hann klæddur í svartan bol og sat við hvítt borð í tómlegu herbergi. „Hvað veistu um málið?“ „Bara það sem ég hef lesið í fréttum,“ sagði hann. Hann var spurður hvort hann hefði átt í samskiptum við Stefán og Lúkas fyrr um þetta kvöld og hann kannaðist við það, líklega um sexleytið. „Hvað fór ykkar á milli?“ spurði Karl Ingi. „Við töluðum ekkert um þetta mál,“ sagði maðurinn. Kvaðst ekkert vita um tilgang ferðarinnar Maðurinn var spurður út í lögregluskýrslu þar sem hann mun hafa sagt að Lúkas Geir hafi skipulagt brotið. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt það. Í umræddri skýrslu mun hann einnig hafa sagt að Lúkas hafi boðið honum að taka þátt. Fyrir dómi sagði hann Lúkas hafa boðið sér með austur þetta kvöld en hann ekki nennt að fara með. Sigurður G. Gíslason, dómari málsins, spurði hvað þeir hafi ætlað að gera þar. „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það,“ sagði hann „Ég nennti ekki að fara austur.“ „Í hvaða erindagjörðum?“ spurði Sigurður. „Veit það ekki,“ sagði maðurinn. Vinkona hans vön því að hringja í menn Elimar Hauksson, verjandi ungrar konu sem er ákærð í málinu fyrir að hafa hringt í Hjörleif í því skyni að tæla hann út af heimili sínu á Þorlákshöfn þetta kvöld spurði manninn út í samskipti hans við konuna. Hann sagði þau hafa verið mjög góða vini. Maðurinn sagðist hafa heyrt af því daginn eftir að hún hafi „hringt einhver símtöl“ þetta kvöld. Þá var hann spurður hvort hún hafi verið beðin um að hringja þessi símtöl eða viljað það sjálf. „Ekki hugmynd,“ sagði hann. Hann kannaðist þó við að hún hefði hringt símtöl sem þessi. Þar hafi hún talað við menn sem væru í óviðeigandi samskiptum við börn fyrir svokallaðar tálbeituaðgerðir. Hann hélt því fram að fram að þessu hefði engu ofbeldi verið beitt, en mönnum hótað að óviðeigandi efni gæti ratað á netið. Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán Blackburn, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hitti Stefán á krá Maðurinn, sem grunaður er í hraðbankamálinu, sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í fyrradag. Þar var hann ásamt Stefáni. Myndbandið sýnir þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. „Hvað getur þú sagt okkur um þetta mál?” spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. „Voðallega lítið,“ svaraði maðurinn. Hann gaf skýrslu úr fangelsi en hann sætir nú gæsluvarðhaldi vegna meints hraðbankaþjófnaðar. Þá hefur hann játað að hafa átt þátt í stórfelldum þjófnaði á reiðufé úr bíl í Hamraborg fyrir rúmlega ári. Ákæra hefur ekki enn verið gefin út í því máli. Í skýrslutökunni var hann klæddur í svartan bol og sat við hvítt borð í tómlegu herbergi. „Hvað veistu um málið?“ „Bara það sem ég hef lesið í fréttum,“ sagði hann. Hann var spurður hvort hann hefði átt í samskiptum við Stefán og Lúkas fyrr um þetta kvöld og hann kannaðist við það, líklega um sexleytið. „Hvað fór ykkar á milli?“ spurði Karl Ingi. „Við töluðum ekkert um þetta mál,“ sagði maðurinn. Kvaðst ekkert vita um tilgang ferðarinnar Maðurinn var spurður út í lögregluskýrslu þar sem hann mun hafa sagt að Lúkas Geir hafi skipulagt brotið. Hann kannaðist ekki við að hafa sagt það. Í umræddri skýrslu mun hann einnig hafa sagt að Lúkas hafi boðið honum að taka þátt. Fyrir dómi sagði hann Lúkas hafa boðið sér með austur þetta kvöld en hann ekki nennt að fara með. Sigurður G. Gíslason, dómari málsins, spurði hvað þeir hafi ætlað að gera þar. „Hitta einhvern gaur. Ég spurði ekkert meira um það,“ sagði hann „Ég nennti ekki að fara austur.“ „Í hvaða erindagjörðum?“ spurði Sigurður. „Veit það ekki,“ sagði maðurinn. Vinkona hans vön því að hringja í menn Elimar Hauksson, verjandi ungrar konu sem er ákærð í málinu fyrir að hafa hringt í Hjörleif í því skyni að tæla hann út af heimili sínu á Þorlákshöfn þetta kvöld spurði manninn út í samskipti hans við konuna. Hann sagði þau hafa verið mjög góða vini. Maðurinn sagðist hafa heyrt af því daginn eftir að hún hafi „hringt einhver símtöl“ þetta kvöld. Þá var hann spurður hvort hún hafi verið beðin um að hringja þessi símtöl eða viljað það sjálf. „Ekki hugmynd,“ sagði hann. Hann kannaðist þó við að hún hefði hringt símtöl sem þessi. Þar hafi hún talað við menn sem væru í óviðeigandi samskiptum við börn fyrir svokallaðar tálbeituaðgerðir. Hann hélt því fram að fram að þessu hefði engu ofbeldi verið beitt, en mönnum hótað að óviðeigandi efni gæti ratað á netið.
Manndráp í Gufunesi Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira