Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 08:24 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vonar að tillaga flokksins um friðarfána Reykjavíkur verið samþykkt. Fáninn megi að hennar mati blakta við hún alla daga ársins, helst við hlið íslenska fánans sem henni finnst flaggað allt of sjaldan við Ráðhúsið. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar. Þetta sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af umræðu um tillöguna, en forsætisnefnd borgarinnar vinnur nú að því að endurskoða fánareglur borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Hildur kveðst ekki vera sammála Sólveigu og bendir á að sjálf hafi Sólveig barist fyrir því að fána Palestínu yrði flaggað við Ráðhúsið. „Ég er mjög ósammála því og Sólveg Anna, sem ég hef nú oft mjög gaman af, hún stóð sjálf í baráttunni fyrir því að fáni Palestínu yrði dreginn að húni við Ráðhúsið og það finnst mér auðvitað ákveðin dyggðarskreyting. Því það að draga þennan fána þarna að húni breytir auðvitað engu um hörmungarnar á Gasa,“ sagði Hildur um leið og hún benti á að hörmungar eigi sér stað víða um heiminn. Sjá einnig: Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ „Hún orðar hlutina oft skemmtilega en ég er nú sjaldan sammála henni auðvitað, enda erum við sitthvoru megin á pólnum í hinu pólitíska litrófi,“ segir Hildur. „Friðarborg“ sem fjalli ekki um utanríkismál Hugmyndin að friðarfánanum sé tilkomin sem tilraun til að leysa deilur sem upp hafi komið þegar palestínska fánanum var flaggað við Ráðhúsið. Hildur tekur einnig fram að hugmyndin með fánanum sé ekki að losna við fána Palestínu einan og sér, heldur til að komast hjá því að flagga erlendum þjóðfánum almennt, hvort sem um ræði Palestínu, Úkraínu eða önnur ríki. „Þessi hugmynd sprettur bara upp úr umræðunni á þessu kjörtímabili og hugmyndum um að draga erlenda fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg er auðvitað yfirlýst friðarborg. Við rekum Höfða friðarsetur, við erum með friðarsúluna úti í Viðey og áfram mætti telja, og það er svo sem alveg eðlilegt að við eigum okkur líka friðarfána. Margar borgir eiga sinn fána og við gætum verið með sérstakan Reykjavíkurfána sem að endurspeglaði þetta,“ segir Hildur. Það sé ekki hlutverk borgarinnar, eða borgarstjórnar, að fjalla um utanríkismál. Hvergi í samþykktum borgarinnar sé gert ráð fyrir slíku hlutverki og ekki starfi nein utanríkismálanefnd á vegum borgarinnar. Hún vonar að tillaga flokksins um friðarfána Reykjavíkur verið samþykkt. Fáninn megi að hennar mati blakta við hún alla daga ársins, helst við hlið íslenska fánans sem henni finnst flaggað allt of sjaldan við Ráðhúsið. Umdeilt á lokuðum fundum „Þannig þetta er ekki okkar hlutverk að standa í þessu, en við hins vegar getum undirstrikað þetta hlutverk okkar, að vera friðarborg. Og samhliða hef ég reyndar ítrekað lagt til að við drögum nú okkar íslenska fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og finnst mjög sérkennilegt að við því hafi ekki orðið,“ segir Hildur, en íslenska fánanum sé aðeins flaggað á fánadögum og þá tvo daga í mánuði sem borgarstjórn fundar. „Það varð ólga í kringum það þegar fáni Palestínu var dreginn við Ráðhúsið og það voru deilur sem að áttu sér stað kannski inni á lokuðum fundum í borginni á þessu kjörtímabili, hvort það ætti að gera eða ekki og þetta var svona mín hugmynd að einhverri sátt í málinu að við færum bara fram með friðarfána og lýstum því yfir að við stæðum alltaf með fórnarlömbum í stríði og hugur okkar væri alltaf hjá þeim,“ segir Hildur. Undirbúningur fyrir kosningar að hefjast Í Bítinu var Hildur einnig innt eftir viðbrögðum við orðum forvera hennar í embætti, Halldórs Halldórssonar, sem var oddviti Sjálfstæðismanna í borginni 2014 til 2018, en Halldór hefur lýst því að hann vilji skipta út borgarstjórnarflokknum eins og hann leggur sig en halda Hildi inni, en sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári. „Það er aldeilis,“ voru fyrstu viðbrögð Hildar við ummælunum. „Núna er framundan auðvitað kosningavetur og kominn mikill titringur í fólk og nú förum við Sjálstæðismenn að taka afstöðu til þess hvenær prófkjör verða og hvernig þau verða og allt hvaðeina og þá er fólk með alls konar skoðanir, það er bara eins og við er að búast. En við eigum eftir að leysa úr þessu, hvernig þessu verður öllu háttað, en það verður örugglega góð lending.“ Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bítið Bylgjan Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Þetta sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun í tilefni af umræðu um tillöguna, en forsætisnefnd borgarinnar vinnur nú að því að endurskoða fánareglur borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Hildur kveðst ekki vera sammála Sólveigu og bendir á að sjálf hafi Sólveig barist fyrir því að fána Palestínu yrði flaggað við Ráðhúsið. „Ég er mjög ósammála því og Sólveg Anna, sem ég hef nú oft mjög gaman af, hún stóð sjálf í baráttunni fyrir því að fáni Palestínu yrði dreginn að húni við Ráðhúsið og það finnst mér auðvitað ákveðin dyggðarskreyting. Því það að draga þennan fána þarna að húni breytir auðvitað engu um hörmungarnar á Gasa,“ sagði Hildur um leið og hún benti á að hörmungar eigi sér stað víða um heiminn. Sjá einnig: Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ „Hún orðar hlutina oft skemmtilega en ég er nú sjaldan sammála henni auðvitað, enda erum við sitthvoru megin á pólnum í hinu pólitíska litrófi,“ segir Hildur. „Friðarborg“ sem fjalli ekki um utanríkismál Hugmyndin að friðarfánanum sé tilkomin sem tilraun til að leysa deilur sem upp hafi komið þegar palestínska fánanum var flaggað við Ráðhúsið. Hildur tekur einnig fram að hugmyndin með fánanum sé ekki að losna við fána Palestínu einan og sér, heldur til að komast hjá því að flagga erlendum þjóðfánum almennt, hvort sem um ræði Palestínu, Úkraínu eða önnur ríki. „Þessi hugmynd sprettur bara upp úr umræðunni á þessu kjörtímabili og hugmyndum um að draga erlenda fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur. Reykjavíkurborg er auðvitað yfirlýst friðarborg. Við rekum Höfða friðarsetur, við erum með friðarsúluna úti í Viðey og áfram mætti telja, og það er svo sem alveg eðlilegt að við eigum okkur líka friðarfána. Margar borgir eiga sinn fána og við gætum verið með sérstakan Reykjavíkurfána sem að endurspeglaði þetta,“ segir Hildur. Það sé ekki hlutverk borgarinnar, eða borgarstjórnar, að fjalla um utanríkismál. Hvergi í samþykktum borgarinnar sé gert ráð fyrir slíku hlutverki og ekki starfi nein utanríkismálanefnd á vegum borgarinnar. Hún vonar að tillaga flokksins um friðarfána Reykjavíkur verið samþykkt. Fáninn megi að hennar mati blakta við hún alla daga ársins, helst við hlið íslenska fánans sem henni finnst flaggað allt of sjaldan við Ráðhúsið. Umdeilt á lokuðum fundum „Þannig þetta er ekki okkar hlutverk að standa í þessu, en við hins vegar getum undirstrikað þetta hlutverk okkar, að vera friðarborg. Og samhliða hef ég reyndar ítrekað lagt til að við drögum nú okkar íslenska fána að húni við Ráðhús Reykjavíkur, og finnst mjög sérkennilegt að við því hafi ekki orðið,“ segir Hildur, en íslenska fánanum sé aðeins flaggað á fánadögum og þá tvo daga í mánuði sem borgarstjórn fundar. „Það varð ólga í kringum það þegar fáni Palestínu var dreginn við Ráðhúsið og það voru deilur sem að áttu sér stað kannski inni á lokuðum fundum í borginni á þessu kjörtímabili, hvort það ætti að gera eða ekki og þetta var svona mín hugmynd að einhverri sátt í málinu að við færum bara fram með friðarfána og lýstum því yfir að við stæðum alltaf með fórnarlömbum í stríði og hugur okkar væri alltaf hjá þeim,“ segir Hildur. Undirbúningur fyrir kosningar að hefjast Í Bítinu var Hildur einnig innt eftir viðbrögðum við orðum forvera hennar í embætti, Halldórs Halldórssonar, sem var oddviti Sjálfstæðismanna í borginni 2014 til 2018, en Halldór hefur lýst því að hann vilji skipta út borgarstjórnarflokknum eins og hann leggur sig en halda Hildi inni, en sveitarstjórnarkosningar fara fram á næsta ári. „Það er aldeilis,“ voru fyrstu viðbrögð Hildar við ummælunum. „Núna er framundan auðvitað kosningavetur og kominn mikill titringur í fólk og nú förum við Sjálstæðismenn að taka afstöðu til þess hvenær prófkjör verða og hvernig þau verða og allt hvaðeina og þá er fólk með alls konar skoðanir, það er bara eins og við er að búast. En við eigum eftir að leysa úr þessu, hvernig þessu verður öllu háttað, en það verður örugglega góð lending.“
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bítið Bylgjan Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira