Lífið

Skein jafn skært og demantshringurinn í Fen­eyjum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Georgina Rodriguez skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum liðna helgi.
Georgina Rodriguez skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum liðna helgi. Getty/Stefania D'Alessandro/WireImage

Hin stórglæsilega fyrirsæta og unnusta knattspyrnumannsins Cristano Ronaldo, Georgina Rodríguez, skein skært á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Fen­eyj­um á sunnudag. Athyglin beindist þó helst að trúlofunarhring hennar, sem er sagður vera 35 karöt, þegar hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara og brosti blíðlega.

Rodríguez og Ronaldo tilkynntu trúlofun sína þann 11. ágúst síðastliðinn í færslu á Instagram. Við myndina skrifaði hún á spænsku: „Sí, quiero. En esta y en todas mis vidas“ eða „Já, ég vil, í þessu lífi og öllum hinum.“

Á hátíðinni skartaði fyrirsætan sérhönnuðum svörtum blúndukjól eftir ítalska hönnuðinn Roberto Cavalli. Trúlofunarhringurinn var óumdeilanlega í aðalhlutverki, en hún fullkomnaði útlitið með stórt, blómalaga hálsmen og nokkrum glæsilegum demantshringjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.