Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar 3. september 2025 11:00 Menntamál eru mikið í umræðunni um þessar mundir enda skólarnir að hefja nýtt kennslu ár. Deilt er um stefnur, strauma, námsmat, PISA, kerfið, kennsluhætti og aðferðir. Allir hafa skoðanir en lítið fer fyrir raunverulegum aðgerðum. Eitt af því sem hefur mikil áhrif á skólastarf er ofbeldi og hegðunarvandi nemenda. Skortur er á rannsóknum og þöggun ríkir víða. Hvernig mætum við þessari skuggahlið á skólastarfi af hugrekki og með lausnum? Hjálpum starfsfólki og nemendum úr ótta í öryggi. Ofbeldi hefur gríðarlega mikil áhrif á skólagöngu margra nemenda og er stór valdur þess að starfsfólk skóla hættir eða fer í kulnun. Hver er staðan í dag? Nú þegar vika er liðin af skólaárinu mætti ætla að flestir hefðu farið rólega af stað. En það er ekki raunin og margir í vanda sem erfitt er að leysa. Greinarhöfundur, sem hefur síðustu ár hitt um 4000 starfsmenn skóla víða um land til að fjalla um málefnið, fékk símtal í síðustu viku þar sem stjórnandi í skóla var að leita ráða. Mikið gekk á þessa fyrstu viku, hegðunarvandi, ofbeldi, skráningar, tilkynningar til Vinnueftirlits, áföll, samskipta örðugleikar og erfiðar áskoranir. Heilt yfir landið er ofbeldi og hegðunarvandi nemenda of stór hluti af daglegu skólastarfi. Við sem samfélag verðum að fara í átak og taka afstöðu gegn ofbeldi. Við verðum að skapa starfsfólki skólanna öruggar vinnuaðstæður og nemendum öruggt námsumhverfi. Skapa vinnufrið og kjör aðstæður til menntunar. Hvað getum við gert? Barnamálaráðherra og menntamálaráðuneytið getur valdeflt skólana. Gefið skólunum tæki og tól til þess að takast á við þennan vanda sem er að aukast. Það vantar miðlæga verkferla og viðbrögð, afleiðingar verða að vera skýrar, bæta þarf aðgang barna í vanda að úrræðum og eyða þarf biðlistum í úrræði og til sérfræðinga. Farsældarlögin sem eiga að baki nokkur ár í aðlögun áttu að hjálpa börnum í vanda, grípa þau og veita þeim stuðning. Það hefur ekki tekist hingað til. Tryggja þarf þverfaglegt samstarf, samhæfa aðgerðir milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Það þarf að fylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum um vernd barna. Skólaskrifstofur gegna lykilhlutverki í að takast á við og fyrirbyggja ofbeldi nemenda í skólum. Þær eiga að vera brúin milli ráðuneytis og skóla. Skólaskrifstofur þurfa að horfast í augu við vandann. Hlusta á stjórnendur, skilgreina vandann og setja meira fjármagn í málaflokkinn. Stuðningur við börn í vanda þarf að hafa forgang. Efla fræðslu og forvarnir fyrir skólana, starfsfólk, nemendur og foreldra. Stjórnendur skólanna þurfa að finna fyrir því að sveitarfélagið standi á bakvið erfiðar ákvarðanir, samstaða þarf að ríkja milli annarra stjórnanda skóla og vandann má ekki fela vegna orðspors. Veita þarf faglegan stuðning, tryggja aðgang að sérfræðingum, safna upplýsingum um tíðni og eðli ofbeldisatvika, greina mynstur og meta árangur. Skólaskrifstofunar eru stoðkerfi skólanna. Skólastjórnendur þurfa að verja starfsfólkið sitt. Þeir stjórnendur sem gera það halda fagfólki og sýna þarf hugrekki í að takast á við vandann. Taka þarf skipulagsdaga til fræðslu og umræðu um efnið. Mynda teymi sem vinna að málinu, gera áhættumat og efla allar skráningar á ofbeldisatvikum. Alvarleg atvik, sérstaklega þegar starfsmenn verða fyrir áverkum, þarf alltaf að tilkynna til barnaverndar og Vinnueftirlits. Efla jákvæðan skólabrag og skapa menningu án ofbeldis. Skapa öruggt umhverfi þar sem öllum líður vel og tryggja stöðugar umbætur. Tryggja að raddir nemenda heyrist, setja upp viðbragðsáætlanir og faglega eftirfylgni. Upplýsa foreldra, bjóða upp á stuðning og leiðsögn. Skólastjórnendur eru lykil leiðtogar í framkvæmdinni. Stjórnendur skapa umhverfið, halda utan um reglurnar, tryggja rétt viðbrögð og styðja við alla í skólasamfélaginu. Kennarar eru í fremstu víglínu. Þeir eru að fyrirbyggja ofbeldi og árekstra, bregðast við ofbeldi, daglegar fyrirmyndir og leiðtogar. Þeir hafa tengsl og traust nemenda og foreldra sem er lykilbreyta til að ná inn breytingum í hegðun. Kenna félagsfærni og tilfinningastjórn ásamt öllu öðru sem kennarastarfið krefst. Kennarar þurfa að skrá og kortleggja vandann og grípa inn í átök til að tryggja öryggi allra. Þeir koma fyrstir auga á vandann, halda utan um skráningar, tilkynna og leita til sérfræðinga. Góður agi og bekkjarstjórnun er gríðarlega mikilvægt til að halda vel utan um hópinn. Nota þarf hyggjuvitið, ekki bíða eftir greiningum og íhlutun þarf að vera strax. Kennarastarfið hefur breytst mikið í takt við breytta samfélagsgerð. Nemendur sem beita ofbeldi eru oft í erfiðleikum með að leysa sín mál sjálfir. Þeir þurfa aðstoð frá fullorðnum, kennurum, foreldrum og sérfræðingum. Þetta eru börn með réttindi og þarfir sem þurfa að læra, taka ábyrgð og fá stuðning. Nemendur þurfa að læra nýjar leiðir til samskipta. Þjálfa félagsfærni, kunna að leysa ágreining, æfa sjálfstjórn, æfa sig í að setja sig í spor annarra og kunna að leita eftir aðstoð. Þeir hafa oft meiri þekkingu á réttindum sínum en minna á skyldum og þar þarf markvissa fræðsla. Útilokun og fordómar eru ekki svarið. Foreldrar eru loka breytan í þessari upptalningu en líklega mikilvægasta. Nemendur sem beita ofbeldi gera það ofast líka heima. Foreldrar verða að viðurkenna vandann, vera ófeimin við að sækja sér aðstoð hjá sérfræðingum og fagfólki eins og kennurum. Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og með góðu samstarfi við skólasamfélagið aukast líkur mikið á að hægt sé að leysa vandann. Foreldrar eru grunnstoðin í lífi barnsins, þeir verða að taka ábyrgð, veita stuðning og tryggja gott samstarf. Sameiginlegar væntingar allra til þessara nemenda ættu að vera að þeir fái sanngjörn tækifæri, geti skapað sér góða framtíðarsýn og nái að yfirstíg þau vandamál sem upp eru komin í þeirra lífi. En til þess þurfa þeir hjálp. Samfélagsleg ábyrgð er mikil. Höfundur er kennari til 30 ára á þremur skólastigum, knattspyrnuþjálfari, með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana, kennir námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda hjá KVAN og hefur unnið í úrræðum fyrir börn í vanda. Er verkefnastjóri Menntafléttunnar á NýMennt á menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Menntamál eru mikið í umræðunni um þessar mundir enda skólarnir að hefja nýtt kennslu ár. Deilt er um stefnur, strauma, námsmat, PISA, kerfið, kennsluhætti og aðferðir. Allir hafa skoðanir en lítið fer fyrir raunverulegum aðgerðum. Eitt af því sem hefur mikil áhrif á skólastarf er ofbeldi og hegðunarvandi nemenda. Skortur er á rannsóknum og þöggun ríkir víða. Hvernig mætum við þessari skuggahlið á skólastarfi af hugrekki og með lausnum? Hjálpum starfsfólki og nemendum úr ótta í öryggi. Ofbeldi hefur gríðarlega mikil áhrif á skólagöngu margra nemenda og er stór valdur þess að starfsfólk skóla hættir eða fer í kulnun. Hver er staðan í dag? Nú þegar vika er liðin af skólaárinu mætti ætla að flestir hefðu farið rólega af stað. En það er ekki raunin og margir í vanda sem erfitt er að leysa. Greinarhöfundur, sem hefur síðustu ár hitt um 4000 starfsmenn skóla víða um land til að fjalla um málefnið, fékk símtal í síðustu viku þar sem stjórnandi í skóla var að leita ráða. Mikið gekk á þessa fyrstu viku, hegðunarvandi, ofbeldi, skráningar, tilkynningar til Vinnueftirlits, áföll, samskipta örðugleikar og erfiðar áskoranir. Heilt yfir landið er ofbeldi og hegðunarvandi nemenda of stór hluti af daglegu skólastarfi. Við sem samfélag verðum að fara í átak og taka afstöðu gegn ofbeldi. Við verðum að skapa starfsfólki skólanna öruggar vinnuaðstæður og nemendum öruggt námsumhverfi. Skapa vinnufrið og kjör aðstæður til menntunar. Hvað getum við gert? Barnamálaráðherra og menntamálaráðuneytið getur valdeflt skólana. Gefið skólunum tæki og tól til þess að takast á við þennan vanda sem er að aukast. Það vantar miðlæga verkferla og viðbrögð, afleiðingar verða að vera skýrar, bæta þarf aðgang barna í vanda að úrræðum og eyða þarf biðlistum í úrræði og til sérfræðinga. Farsældarlögin sem eiga að baki nokkur ár í aðlögun áttu að hjálpa börnum í vanda, grípa þau og veita þeim stuðning. Það hefur ekki tekist hingað til. Tryggja þarf þverfaglegt samstarf, samhæfa aðgerðir milli skóla, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og barnaverndar. Það þarf að fylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögum um vernd barna. Skólaskrifstofur gegna lykilhlutverki í að takast á við og fyrirbyggja ofbeldi nemenda í skólum. Þær eiga að vera brúin milli ráðuneytis og skóla. Skólaskrifstofur þurfa að horfast í augu við vandann. Hlusta á stjórnendur, skilgreina vandann og setja meira fjármagn í málaflokkinn. Stuðningur við börn í vanda þarf að hafa forgang. Efla fræðslu og forvarnir fyrir skólana, starfsfólk, nemendur og foreldra. Stjórnendur skólanna þurfa að finna fyrir því að sveitarfélagið standi á bakvið erfiðar ákvarðanir, samstaða þarf að ríkja milli annarra stjórnanda skóla og vandann má ekki fela vegna orðspors. Veita þarf faglegan stuðning, tryggja aðgang að sérfræðingum, safna upplýsingum um tíðni og eðli ofbeldisatvika, greina mynstur og meta árangur. Skólaskrifstofunar eru stoðkerfi skólanna. Skólastjórnendur þurfa að verja starfsfólkið sitt. Þeir stjórnendur sem gera það halda fagfólki og sýna þarf hugrekki í að takast á við vandann. Taka þarf skipulagsdaga til fræðslu og umræðu um efnið. Mynda teymi sem vinna að málinu, gera áhættumat og efla allar skráningar á ofbeldisatvikum. Alvarleg atvik, sérstaklega þegar starfsmenn verða fyrir áverkum, þarf alltaf að tilkynna til barnaverndar og Vinnueftirlits. Efla jákvæðan skólabrag og skapa menningu án ofbeldis. Skapa öruggt umhverfi þar sem öllum líður vel og tryggja stöðugar umbætur. Tryggja að raddir nemenda heyrist, setja upp viðbragðsáætlanir og faglega eftirfylgni. Upplýsa foreldra, bjóða upp á stuðning og leiðsögn. Skólastjórnendur eru lykil leiðtogar í framkvæmdinni. Stjórnendur skapa umhverfið, halda utan um reglurnar, tryggja rétt viðbrögð og styðja við alla í skólasamfélaginu. Kennarar eru í fremstu víglínu. Þeir eru að fyrirbyggja ofbeldi og árekstra, bregðast við ofbeldi, daglegar fyrirmyndir og leiðtogar. Þeir hafa tengsl og traust nemenda og foreldra sem er lykilbreyta til að ná inn breytingum í hegðun. Kenna félagsfærni og tilfinningastjórn ásamt öllu öðru sem kennarastarfið krefst. Kennarar þurfa að skrá og kortleggja vandann og grípa inn í átök til að tryggja öryggi allra. Þeir koma fyrstir auga á vandann, halda utan um skráningar, tilkynna og leita til sérfræðinga. Góður agi og bekkjarstjórnun er gríðarlega mikilvægt til að halda vel utan um hópinn. Nota þarf hyggjuvitið, ekki bíða eftir greiningum og íhlutun þarf að vera strax. Kennarastarfið hefur breytst mikið í takt við breytta samfélagsgerð. Nemendur sem beita ofbeldi eru oft í erfiðleikum með að leysa sín mál sjálfir. Þeir þurfa aðstoð frá fullorðnum, kennurum, foreldrum og sérfræðingum. Þetta eru börn með réttindi og þarfir sem þurfa að læra, taka ábyrgð og fá stuðning. Nemendur þurfa að læra nýjar leiðir til samskipta. Þjálfa félagsfærni, kunna að leysa ágreining, æfa sjálfstjórn, æfa sig í að setja sig í spor annarra og kunna að leita eftir aðstoð. Þeir hafa oft meiri þekkingu á réttindum sínum en minna á skyldum og þar þarf markvissa fræðsla. Útilokun og fordómar eru ekki svarið. Foreldrar eru loka breytan í þessari upptalningu en líklega mikilvægasta. Nemendur sem beita ofbeldi gera það ofast líka heima. Foreldrar verða að viðurkenna vandann, vera ófeimin við að sækja sér aðstoð hjá sérfræðingum og fagfólki eins og kennurum. Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og með góðu samstarfi við skólasamfélagið aukast líkur mikið á að hægt sé að leysa vandann. Foreldrar eru grunnstoðin í lífi barnsins, þeir verða að taka ábyrgð, veita stuðning og tryggja gott samstarf. Sameiginlegar væntingar allra til þessara nemenda ættu að vera að þeir fái sanngjörn tækifæri, geti skapað sér góða framtíðarsýn og nái að yfirstíg þau vandamál sem upp eru komin í þeirra lífi. En til þess þurfa þeir hjálp. Samfélagsleg ábyrgð er mikil. Höfundur er kennari til 30 ára á þremur skólastigum, knattspyrnuþjálfari, með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana, kennir námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda hjá KVAN og hefur unnið í úrræðum fyrir börn í vanda. Er verkefnastjóri Menntafléttunnar á NýMennt á menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun