Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 12:22 Það fór vel á með Macron og Selenskí í París í gær. Getty/Anadolu/Mustafa Yalcin Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað. Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað.
Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira