Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar 5. september 2025 09:32 Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Umræðan um samræmd próf og tölulegar einkunnir fer reglulega í hringi. Þá er rætt um mikilvægi mælikvarða, samanburðar, samræmis og gæða í skólastarfi. Tölurnar birtast í fjölmiðlum og sveitarfélögin bera saman skóla. Börnin sjálf lesa í töluna eins og hún segi þeim hvers virði þau séu. Samræmd próf eru kölluð hlutlægur mælikvarði. En þau mæla hvorki forvitni, frumkvæði, sköpun né félagsfærni. Þau mæla ekki sjálfstraustið sem byggðist upp eftir erfiðan vetur. Þau mæla ekki áræðnina hjá nemanda sem loksins þorði að spyrja í kennslustund eða þann sem lagði alla orku í að mæta yfir höfuð í skólann. Prófin mæla eitthvað, vissulega, en þau láta líka margt óátalið. Og það sem þau sleppa er oft það sem skiptir mestu máli fyrir þroska einstaklingsins og hæfni hans til að verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Í þessari umræðu er mikilvægt að staldra við og spyrja: Hvaða veganesti viljum við að börn taki með sér út í lífið eftir grunnskóla? Þegar tölulegar niðurstöður verða aðalviðmið í umræðu um menntun þrengjum við ekki aðeins matið sjálft heldur líka hugmyndir okkar um hvað nám eigi að vera. Þá fer námið að miðast við það sem hægt er að mæla í stað þess sem raunverulega skiptir máli. Þegar við miðum allt nám við mælanlega þætti þrengjum við líka sýn barnsins á eigið gildi. Börn fara að tengja sjálfsmynd sína við tölur á blaði í stað þess að sjá styrkleika sína í sköpun, hugrekki, samvinnu eða forvitni. Þau læra að leggja meiri áherslu á rétta svarið en spurninguna sjálfa, að forðast mistök í stað þess að læra af þeim. Þannig missum við úr hendi þá eiginleika sem raunverulega nýtast í lífinu: þrautseigju, gagnrýna hugsun og trú á eigin getu. Kennarar sjá hæfni sem ekki kemst fyrir í stöðluðum kerfum. Þeir sjá nemendur byggja upp, spyrja skarpri spurninga, skapa nýjungar og vinna saman. Þeir sjá börn blómstra í fjölbreyttum verkefnum en skora síðan lágt á samræmdum prófum. Það er ekkert að því að meta námsárangur. En þegar tölulegar niðurstöður taka yfir alla umræðu um skólastarf þá gleymist stærri myndin. Ef við tökum eingöngu mark á því sem er mælanlegt hættum við smám saman að meta það sem raunverulega skiptir máli í námi og þroska hvers einstaklings. Við þurfum nýja sýn á hvað telst gæði í menntun. Ekki fleiri próf. Ekki fleiri samanburði. Heldur dýpri skilning á því hvers vegna við menntum og hvernig við viljum að skólinn undirbúi nemendur fyrir framtíðina. Í skólanum þjálfast nemendur í hæfni sem ekki verður mæld í tölum eða samræmdum prófum. Er slík færni einskis virði í augum samfélagsins? Tölur segja ekki alla söguna, en þær móta hana samt. Ef við látum tölurnar ráða ferðinni hættum við að sjá það sem raunverulega skiptir máli. Þá erum við ekki að undirbúa börn fyrir framtíðina heldur fyrir fortíðina. Höfundur er kennari.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun