Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2025 14:37 Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn muni áfram halda uppi fullum vörnum þegar kemur að efnisþátt málsins. Vísir/Anton Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir. Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Sýn sem send hefur verið út í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um að Sýn væri skyldað til veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Fjarskiptastofa komst í ágúst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að Sýn væri skylt að dreifa línulegu sjónvarpsefni sínu inn á lokað kerfi Símans. Sýn mótmælti niðurstöðunni og vísaði málinu til úrskurðanefndar fjarskipta- og póstmála, sem hefur nú komist að sinni niðurstöðu. Efnið á SÝN+ og Viaplay ekki í boði hjá Símanum Fram kemur að í úrskurði nefndarinnar, né í ákvörðun Fjarskiptastofu, sé ekki mælt fyrir að Sýn verði skylt að dreifa streymisveitunum SÝN+, Viaplay eða ólínulegu efni frá SÝN Sport á lokuðu kerfi Símans. „Að óbreyttu verður þetta efni því ekki í boði á kerfum Símans. Það er því mikilvægt að hafa í huga fyrir neytendur að pakkarnir sem Síminn býður eru langt frá því að vera sambærilegir. Hjá Símanum er eingöngu boðið upp á línulegu rásirnar SÝN og SÝN Sport og undirstöðvar. Sýn leggur áherslu á að raunverulegt valfrelsi neytenda sé þegar tryggt. Allir geta nálgast efni félagsins í gegnum öpp Sýnar óháð fjarskiptafyrirtæki. Öppin veita aðgang að öllu efni Sýnar sem ekki er raunin þegar notast er við myndlykla annarra fjarskiptafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni. Munu halda uppi fullum vörnum Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að félagið telji niðurstöðu úrskurðarnefndar, þar sem tekið hafi verið undir veigamikil rök félagsins um málsmeðferðartíma, vera mikilvægan áfanga í málinu. „Þá felur úrskurðurinn ekki sér efnislega afstöðu úrskurðarnefndar til málsins. Efnisþáttur málsins er því áfram til meðferðar hjá Fjarskiptastofu og mun Sýn áfram halda uppi fullum vörnum í því máli. Við hvetjum neytendur til að kynna sér þær leiðir sem Sýn býður upp á til að neyta sjónvarpsefnis og fjarskipta frá Sýn. Með því að nýta þessar leiðir eru neytendur að styðja við heilbrigða samkeppni og fjölbreyttara efnisframboð,” segir Herdís Dröfn. Fjarskiptastofa hefur nú til 1. desember til að taka endanlega ákvörðun í málinu. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Sýn Síminn Neytendur Enski boltinn Tengdar fréttir Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Síminn má dreifa efni Sýnar Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember. 5. september 2025 12:39