Körfubolti

Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Í­tölum

Siggeir Ævarsson skrifar
Luka Doncic var drjúgur fyrir Slóvena eins og svo oft áður
Luka Doncic var drjúgur fyrir Slóvena eins og svo oft áður Mynd FIBA

Slóvenar eru komnir í 8-liða úrslit á EM í körfubolta eftir afar tæpan sigur á Ítalíu í dag

Slóvenar byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu með tæpum 20 stigum, 11-29, eftir fyrsta leikhluta. Þeir virtust vera með leikinn nokkurn veginn í hendi sér í upphafi fjórða leikhluta en þá kom afar slæmur kafli þar sem Slóvenar skoruðu ekki körfu í rúmar fimm mínútur og Ítalir minnkuðu muninn í eitt stig, 77-78. Hinn 37 ára Danilo Gallinari fór mikinn á þessum kafla.

Þá rönkuðu Slóvenarnir loksins við sér og náðu að snúa leiknum sér í hag og skoruðu síðustu sex síðustu stigin í leiknum. Luka Doncic setti fjögur þeirra, öll af vítalínunni.

Doncic var eins og svo oft langstigahæstur í liði Slóvena og skoraði 42 stig og bætti við tíu fráköstum. Hann gaf aftur á móti aðeins eina stoðsendingu.

Hjá Ítölum var Simone Fontecchio, leikmaður Miami Heat, stigahæstur með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×