Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar 9. september 2025 18:01 El Fasher. Líklega þekkja ekki margir lesendur nafnið á höfuðstað héraðsins Darfur í Vestur-Súdan. El Fasher er meira en milljón manna borg, með fjölda flóttamanna að auki, sem nú er í hernaðarumsátri sem staðið hefur í 500 daga. Borgina hafa umkringt svokallaðar hraðsveitir, Rapid Support Forces (RSF), sem eru undir stjórn stríðsherra sem reis til valda í skjóli fyrrum einræðisherra. Sveitirnar hafa farið um héruð, framið hræðilega glæpi gegn almennum borgurum, notað hungur sem vopn, framið glæpi gegn mannkyni og staðið að því sem flestir myndu álíta þjóðarmorð. Bandaríkjastjórn Bidens lýsti loks yfir þjóðarmorði (e. genocide) eftir að hafa velkst í vafa mjög lengi vegna þess að líkindin með því sem her Ísraels gerir á Gasa þóttu óþægilega mikil. Þessar sérsveitir spruttu upp við mjög sérstakar aðstæður, upplausnarástandi í Súdan, og eru nú orðnar fullburða her sem fer með ofbeldi gagnvart stórum hluta þjóðarinnar. Til varna í El Fasher er svokallaður stjórnarher Súdans, sem er ofrausn að kallast slíkur, því að landið er í raun og veru stjórnlaust. Þessar sveitir berast á banaspjóti eftir að hafa rænt völdum af borgaralegum öflum en á milli eru almennir borgarar sem þúsundum og hundruðum þúsundum saman þjást. Þetta blóðbað er hræðilegt og er með réttu kallað þjóðarmorð sem hefur staðið árum saman. Á bak við svokallaðar hraðsveitir eru erlend öfl og þar fremst í flokki Sameinuðu arabísku furstadæmin sem njóta þöggunar vestrænna ríkja í virðingarskyni við olíuauðinn. Þótt þau viðurkenni ekki þátttöku hafa þau styrkt þessar sveitir til að tryggja aðstöðu sína í landinu og taka á móti ógrynni af gulli sem foringi sveitanna, Hameti, stelur svo ört að hann er talinn með ríkustu mönnum Afríku. Á móti er svo hinn rangnefndi stjórnarher sem nýtur stuðnings frá Sádi-Arabíu, Rússum, líklega Íran og fleirum, en niðurstaðan er nákvæmlega sú sama fyrir allan almenning í Súdan. Af fimmtíu milljóna manna þjóð er líklega um helmingur, 25-30 milljónir manna, vannærður eða hreinlega í hungursneyð. Að minnsta kosti einn fjórði hluti þjóðarinnar hefur flosnað upp, annaðhvort innanlands eða sem flóttamenn erlendis. Margir leggja leið sína að ströndum Miðjarðarhafs um 600 km leið til að reyna að komast til Evrópu. Þetta gerist án þess að alþjóðasamfélagið aðhafist nokkuð sem mark er á takandi og hefur ekki gert árum saman. Þetta er fólkið sem Jón Ormur Halldórsson kallaði í bók sinni, Breyttur heimur, „fólkið sem skiptir ekki máli”. Allir líta undan, enginn gerir neitt - nema þeir sem græða á ógnaröldinni. Samtímis því að nokkur stórveldi tóku sig saman og héldu ráðstefnu um málefni Súdans í London fyrr á árinu voru framin hryllileg fjöldamorð í þorpinu Zamzam í Súdan. Þetta var hrein slátrun þúsunda. Allt þetta hefur verið rakið í fjölmiðlum, allt þetta er vel þekkt og kortlagt, en enginn gerir neitt enda allir uppteknir af öðru. Þörfin fyrir lög og reglu Hafi einhvern tíma verið ástæða til að virkja alþjóðlega sáttmála, lög gegn stríðsglæpum, kalla þá sem gerast brotlegir fyrir Mannréttindadómstól og svo framvegis, þá er það núna. Og hafi einhvern tíma verið ástæða til þess að alþjóðasamfélagið sendi inn sérstakar sveitir friðargæslu og stillti til friðar, þá er það núna. Súdan er hrunið. En ekkert gerist, allir líta undan. Allir bíða eftir einhverjum öðrum. Nema þeir sem hagnast á að ræna landið af auðlindum sínum og tefla þetta ömurlega hagsmunatafl meðan fólkið hrynur. Tómhyggja Er ástandið í Súdan eins konar framtíðarannáll fyrir það sem koma skal á miklu stærri kvarða? Þegar alþjóðlegir sáttmálar, mannúðarlögmál og friðarferli eru algjörlega fótum troðin en fullkomið siðrof tekur við? Nýlega birti hinn þekkti sagnfræðingur og blaðamaður, Anne Applebaum, ritgerð sína af ferð um Súdan. Hún birtist í septemberhefti The Atlantic og þar lýsir hún hreinu niðurbroti samfélagsins, algjörri upplausn, allt í rúst: Efnahagslega, menningarlega, félagslega en ekki síst siðferðislega. Hinir stríðandi herir fara algjörlega sínu fram, algjörlega án tillits til mannvirðingar eða siðferðis. Hún lýsir fullkominni tómhyggju. Ekkert gildismat, engin viðmið um mennsku, bara grimmd. Það sem leiðir af ástandinu og því sem blaðamaðurinn lýsir, gæti orðið mjög ógnvænleg framtíðarþróun: Svona brotnar siðmenning niður. Svona hrynja öll viðmið okkar. Ekkert er verðmætt lengur. Engu máli skiptir hvernig fólki líður og hvernig það þjáist. Hungursneyð, fjöldamorð, hópnauðganir, já, jafnvel að hneppa fólk í þrældóm. Allt gengur þetta eftir af því að við virðum ekki lög og reglur alþjóðasamfélagsins. Glæpamenn vaða uppi átölulaust. Alþjóðleg lög og reglur hafa verið við lýði í mjög skamman tíma. Við bjuggum til þessi viðmið eftir helför nasistanna sem leiddi til síðari heimsstyrjaldarinnar. Við höfum reynt að þróa stofnanir eins og Alþjóðaglæpadómstólinn, Mannréttindasáttmálann og allt annað sem þarf til að halda uppi lögum og reglu í samfélagi þjóðanna. Þegar við hættum að virða þessar reglur tekur svona ástand við. Það skiptir ekki máli hvar við erum stödd, Súdan, Gasa, Mjanmar. Við verðum að gera þá kröfu til þeirra sem leika á sviðinu að þeir fylgi grundvallarreglum alþjóðasamfélagsins og hætta stuðningi við siðlausa glæpamenn. Ekki líta undan Langlíklegast er að ógnaröld í Súdan breiðist áfram til nágrannaríkisins Kongó og við horfum til Vestur-Afríku þar sem mörg ríki eru í upplausnarástandi, með ótal málaliða og hryðjuverkahópa sem leika lausum hala. Við horfum til þeirra íhlutunaraðgerða sem því miður Vesturlönd bera ábyrgð á og hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar: Hrunin ríki eins og Afganistan, Írak og Líbýu og við sjáum að inngrip okkar hafa alls staðar valdið skaða. Það má ekki á milli sjá hvort íhlutun af hálfu vestrænna þjóðríkja eða afskiptaleysi réttnefndra hrotta sé verra. Stór ríki eins og Rússland og Kína þykjast ekki einu sinni hafa siðferðisleg viðmið. Stríðsglæpamaðurinn Pútín er varla búinn að jafna sig á fleðugangi Bandaríkjaforseta þegar hann stendur á stalli með forseta Kína og manninum sem útvegar honum fallbyssufóður frá Norður-Kóreu. Þess vegna er ástandið í Súdan eins sambærilegt við það em Svetlana Aleksíevítsj orðaði þegar hún kallaði bók sína um Tsjernobyl-hörmungina framtíðarannál. Það sem gerist í Súdan núna er framtíðarannáll mannkyns. Svona verður þetta um víða veröld, ef við gerum ekki neitt. Konan sem bað mig að segja söguna Ég segi frá þessari konu í Guðirnir eru geggjaðir. Hún kom til mín þar sem mannfjöldi veslaðist upp á berangri í eyðimörkinni og bað mig að taka mynd með því að leggja hönd á arm mér, svo stillti hún sér upp. Hún vildi að ég segði söguna eins og hún var þá. Og er enn. Hún er löngu horfin þessi kona, en enn í dag eru tugir og hundruð þúsunda kvenna og stúlkna í nákvæmlega þessum sporum. Erindi konunnar á þessum mel manna er enn brýnna nú en áður. Ég kom sjálfur til El Fasher, fyrir nákvæmlega fjörutíu árum, næstum upp á dag. Ég segi frá þessari heimsókn til Darfur í bók minni, Guðirnir eru geggjaðir, af fólkinu sem þá var að takast á við það sem nú er kallað fyrsta loftslagsstríðið. Þurrkar hröktu hirðingja suður á bóginn með skepnur sínar yfir á lönd akuryrkjumanna sem tóku á móti og veittu viðnám af því að allir voru hungraðir og sárir. Að aka gegnum El Fasher og sveitirnar líður mér ekki úr minni: Brunnin bílflök í vegarkanti, skökk og skæld bárujárnsskýli, tötrum klætt fólk að elda á hlóðum, búsmali bara beinin sjálf og börnin líka. Þið sem hafið séð Mad Max-myndir um framtíðina vitið hvað bíður. Þetta ástand fór svo í gegnum ótal ofbeldisöldur og upp risu vígasveitir sem fengu lögmæti til hópmorða frá einræðisherra sem sjálfur var eftirlýstur stríðsglæpamaður. Darfur var þá versta mannúðarkrísa í heiminum og er það enn. Ástandið nú spratt upp úr því tómlæti sem þá var augljóst; ástandið þar sem fjöldamorðingjar, stríðsglæpamenn og tómhyggja gagnvart öllum siðferðislegum viðmiðum hafa tekið völdin. Síðan hafa liðið fjörutíu ár. Darfur í Súdan er enn á heljarþröm og ástandið hefur aldrei verið verra en nú. Þetta er það sem gerist þegar við látum mannlegar hörmungar líðast, lítum undan og gerum ekki neitt. Hvað ætlum við að segja næst þegar fólkið sem skiptir ekki máli réttir fram hönd sína og biður um athygli eitt andartak, biður um frið og líf? Bara ekkert? Áfram næstu 40 ár? Konan á melnum átti eina ósk: Ekki gera ekki neitt. Annars deyjum við sjálf innra með okkur. Höfundur er rithöfundur og greinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Súdan Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
El Fasher. Líklega þekkja ekki margir lesendur nafnið á höfuðstað héraðsins Darfur í Vestur-Súdan. El Fasher er meira en milljón manna borg, með fjölda flóttamanna að auki, sem nú er í hernaðarumsátri sem staðið hefur í 500 daga. Borgina hafa umkringt svokallaðar hraðsveitir, Rapid Support Forces (RSF), sem eru undir stjórn stríðsherra sem reis til valda í skjóli fyrrum einræðisherra. Sveitirnar hafa farið um héruð, framið hræðilega glæpi gegn almennum borgurum, notað hungur sem vopn, framið glæpi gegn mannkyni og staðið að því sem flestir myndu álíta þjóðarmorð. Bandaríkjastjórn Bidens lýsti loks yfir þjóðarmorði (e. genocide) eftir að hafa velkst í vafa mjög lengi vegna þess að líkindin með því sem her Ísraels gerir á Gasa þóttu óþægilega mikil. Þessar sérsveitir spruttu upp við mjög sérstakar aðstæður, upplausnarástandi í Súdan, og eru nú orðnar fullburða her sem fer með ofbeldi gagnvart stórum hluta þjóðarinnar. Til varna í El Fasher er svokallaður stjórnarher Súdans, sem er ofrausn að kallast slíkur, því að landið er í raun og veru stjórnlaust. Þessar sveitir berast á banaspjóti eftir að hafa rænt völdum af borgaralegum öflum en á milli eru almennir borgarar sem þúsundum og hundruðum þúsundum saman þjást. Þetta blóðbað er hræðilegt og er með réttu kallað þjóðarmorð sem hefur staðið árum saman. Á bak við svokallaðar hraðsveitir eru erlend öfl og þar fremst í flokki Sameinuðu arabísku furstadæmin sem njóta þöggunar vestrænna ríkja í virðingarskyni við olíuauðinn. Þótt þau viðurkenni ekki þátttöku hafa þau styrkt þessar sveitir til að tryggja aðstöðu sína í landinu og taka á móti ógrynni af gulli sem foringi sveitanna, Hameti, stelur svo ört að hann er talinn með ríkustu mönnum Afríku. Á móti er svo hinn rangnefndi stjórnarher sem nýtur stuðnings frá Sádi-Arabíu, Rússum, líklega Íran og fleirum, en niðurstaðan er nákvæmlega sú sama fyrir allan almenning í Súdan. Af fimmtíu milljóna manna þjóð er líklega um helmingur, 25-30 milljónir manna, vannærður eða hreinlega í hungursneyð. Að minnsta kosti einn fjórði hluti þjóðarinnar hefur flosnað upp, annaðhvort innanlands eða sem flóttamenn erlendis. Margir leggja leið sína að ströndum Miðjarðarhafs um 600 km leið til að reyna að komast til Evrópu. Þetta gerist án þess að alþjóðasamfélagið aðhafist nokkuð sem mark er á takandi og hefur ekki gert árum saman. Þetta er fólkið sem Jón Ormur Halldórsson kallaði í bók sinni, Breyttur heimur, „fólkið sem skiptir ekki máli”. Allir líta undan, enginn gerir neitt - nema þeir sem græða á ógnaröldinni. Samtímis því að nokkur stórveldi tóku sig saman og héldu ráðstefnu um málefni Súdans í London fyrr á árinu voru framin hryllileg fjöldamorð í þorpinu Zamzam í Súdan. Þetta var hrein slátrun þúsunda. Allt þetta hefur verið rakið í fjölmiðlum, allt þetta er vel þekkt og kortlagt, en enginn gerir neitt enda allir uppteknir af öðru. Þörfin fyrir lög og reglu Hafi einhvern tíma verið ástæða til að virkja alþjóðlega sáttmála, lög gegn stríðsglæpum, kalla þá sem gerast brotlegir fyrir Mannréttindadómstól og svo framvegis, þá er það núna. Og hafi einhvern tíma verið ástæða til þess að alþjóðasamfélagið sendi inn sérstakar sveitir friðargæslu og stillti til friðar, þá er það núna. Súdan er hrunið. En ekkert gerist, allir líta undan. Allir bíða eftir einhverjum öðrum. Nema þeir sem hagnast á að ræna landið af auðlindum sínum og tefla þetta ömurlega hagsmunatafl meðan fólkið hrynur. Tómhyggja Er ástandið í Súdan eins konar framtíðarannáll fyrir það sem koma skal á miklu stærri kvarða? Þegar alþjóðlegir sáttmálar, mannúðarlögmál og friðarferli eru algjörlega fótum troðin en fullkomið siðrof tekur við? Nýlega birti hinn þekkti sagnfræðingur og blaðamaður, Anne Applebaum, ritgerð sína af ferð um Súdan. Hún birtist í septemberhefti The Atlantic og þar lýsir hún hreinu niðurbroti samfélagsins, algjörri upplausn, allt í rúst: Efnahagslega, menningarlega, félagslega en ekki síst siðferðislega. Hinir stríðandi herir fara algjörlega sínu fram, algjörlega án tillits til mannvirðingar eða siðferðis. Hún lýsir fullkominni tómhyggju. Ekkert gildismat, engin viðmið um mennsku, bara grimmd. Það sem leiðir af ástandinu og því sem blaðamaðurinn lýsir, gæti orðið mjög ógnvænleg framtíðarþróun: Svona brotnar siðmenning niður. Svona hrynja öll viðmið okkar. Ekkert er verðmætt lengur. Engu máli skiptir hvernig fólki líður og hvernig það þjáist. Hungursneyð, fjöldamorð, hópnauðganir, já, jafnvel að hneppa fólk í þrældóm. Allt gengur þetta eftir af því að við virðum ekki lög og reglur alþjóðasamfélagsins. Glæpamenn vaða uppi átölulaust. Alþjóðleg lög og reglur hafa verið við lýði í mjög skamman tíma. Við bjuggum til þessi viðmið eftir helför nasistanna sem leiddi til síðari heimsstyrjaldarinnar. Við höfum reynt að þróa stofnanir eins og Alþjóðaglæpadómstólinn, Mannréttindasáttmálann og allt annað sem þarf til að halda uppi lögum og reglu í samfélagi þjóðanna. Þegar við hættum að virða þessar reglur tekur svona ástand við. Það skiptir ekki máli hvar við erum stödd, Súdan, Gasa, Mjanmar. Við verðum að gera þá kröfu til þeirra sem leika á sviðinu að þeir fylgi grundvallarreglum alþjóðasamfélagsins og hætta stuðningi við siðlausa glæpamenn. Ekki líta undan Langlíklegast er að ógnaröld í Súdan breiðist áfram til nágrannaríkisins Kongó og við horfum til Vestur-Afríku þar sem mörg ríki eru í upplausnarástandi, með ótal málaliða og hryðjuverkahópa sem leika lausum hala. Við horfum til þeirra íhlutunaraðgerða sem því miður Vesturlönd bera ábyrgð á og hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar: Hrunin ríki eins og Afganistan, Írak og Líbýu og við sjáum að inngrip okkar hafa alls staðar valdið skaða. Það má ekki á milli sjá hvort íhlutun af hálfu vestrænna þjóðríkja eða afskiptaleysi réttnefndra hrotta sé verra. Stór ríki eins og Rússland og Kína þykjast ekki einu sinni hafa siðferðisleg viðmið. Stríðsglæpamaðurinn Pútín er varla búinn að jafna sig á fleðugangi Bandaríkjaforseta þegar hann stendur á stalli með forseta Kína og manninum sem útvegar honum fallbyssufóður frá Norður-Kóreu. Þess vegna er ástandið í Súdan eins sambærilegt við það em Svetlana Aleksíevítsj orðaði þegar hún kallaði bók sína um Tsjernobyl-hörmungina framtíðarannál. Það sem gerist í Súdan núna er framtíðarannáll mannkyns. Svona verður þetta um víða veröld, ef við gerum ekki neitt. Konan sem bað mig að segja söguna Ég segi frá þessari konu í Guðirnir eru geggjaðir. Hún kom til mín þar sem mannfjöldi veslaðist upp á berangri í eyðimörkinni og bað mig að taka mynd með því að leggja hönd á arm mér, svo stillti hún sér upp. Hún vildi að ég segði söguna eins og hún var þá. Og er enn. Hún er löngu horfin þessi kona, en enn í dag eru tugir og hundruð þúsunda kvenna og stúlkna í nákvæmlega þessum sporum. Erindi konunnar á þessum mel manna er enn brýnna nú en áður. Ég kom sjálfur til El Fasher, fyrir nákvæmlega fjörutíu árum, næstum upp á dag. Ég segi frá þessari heimsókn til Darfur í bók minni, Guðirnir eru geggjaðir, af fólkinu sem þá var að takast á við það sem nú er kallað fyrsta loftslagsstríðið. Þurrkar hröktu hirðingja suður á bóginn með skepnur sínar yfir á lönd akuryrkjumanna sem tóku á móti og veittu viðnám af því að allir voru hungraðir og sárir. Að aka gegnum El Fasher og sveitirnar líður mér ekki úr minni: Brunnin bílflök í vegarkanti, skökk og skæld bárujárnsskýli, tötrum klætt fólk að elda á hlóðum, búsmali bara beinin sjálf og börnin líka. Þið sem hafið séð Mad Max-myndir um framtíðina vitið hvað bíður. Þetta ástand fór svo í gegnum ótal ofbeldisöldur og upp risu vígasveitir sem fengu lögmæti til hópmorða frá einræðisherra sem sjálfur var eftirlýstur stríðsglæpamaður. Darfur var þá versta mannúðarkrísa í heiminum og er það enn. Ástandið nú spratt upp úr því tómlæti sem þá var augljóst; ástandið þar sem fjöldamorðingjar, stríðsglæpamenn og tómhyggja gagnvart öllum siðferðislegum viðmiðum hafa tekið völdin. Síðan hafa liðið fjörutíu ár. Darfur í Súdan er enn á heljarþröm og ástandið hefur aldrei verið verra en nú. Þetta er það sem gerist þegar við látum mannlegar hörmungar líðast, lítum undan og gerum ekki neitt. Hvað ætlum við að segja næst þegar fólkið sem skiptir ekki máli réttir fram hönd sína og biður um athygli eitt andartak, biður um frið og líf? Bara ekkert? Áfram næstu 40 ár? Konan á melnum átti eina ósk: Ekki gera ekki neitt. Annars deyjum við sjálf innra með okkur. Höfundur er rithöfundur og greinandi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun