Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2025 12:02 Maðurinn fullyrti að hann hefði aðlagast íslensku samfélagi undanfarin tvö ár. Hér njóta landsmenn veðurblíðu við Austurvöll í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann. Dómsmál Litáen Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann.
Dómsmál Litáen Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira