Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. september 2025 11:53 Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lýsti frumvarpinu sem litlausu og gekkst Daði við því. Það væri hann einnig sjálfur. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira