Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 16:29 Maðurinn var leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir árásina. Vísir/Anton Brink Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum. Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum.
Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira