Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 21:31 Kjartan Magnússon segir íbúa sakna þess að hafa lögreglustöð í Breiðholti. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“ Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Lögreglustöð var fyrst opnuð í Breiðholti árið 1989, fyrst í Drafnarfelli, svo í Völvufelli og að lokum í Mjódd frá 2005 til 2009 þegar hún var lögð niður vegna skipulagsbreytinga. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst nú leggja til í borgarstjórn að teknar verði upp viðræður við lögreglu og dómsmálaráðuneytið um að endurvekja stöðina. „Allir luku miklu lofsorði á starfið sem það var. Lögregluþjónarnir þar voru alls ekki bundnir við húsnæðið, þeir voru á ferð um hverfið og kynntust mörgum Breiðhyltingum persónulega, þeir voru mikið á ferli í skólunum, nú fjöldi upplýstra afbrota margfaldaðist eftir að þessi stöð tók til starfa.“ Fær reglulega kvartanir um viðbragðstíma Lögreglumenn sem hann hafi rætt við furði sig enn á lokun stöðvarinnar. Kjartan lagði sömu tillögu fram í borgarstjórn 2018 en segir óskir íbúa og nýleg dæmi um afbrot í hverfinu kalla á að tillagan verði lögð fram að nýju. „Því er ekki að neita að ég fæ reglulega kvartanir frá Breiðhyltingum um að viðbragstími lögreglu sé of langur. Ég hef til dæmis heyrt í mönnum sem eru hér í rekstri, að þeim finnst óeðlilega langur tími líða frá því að þeir hringja og þangað til löggan kemur og það er jafnvel sagt við þá, nýlegt dæmi: „Við getum ekki sent neinn til ykkar fyrr en eftir hálftíma, verður þetta þá ekki bara búið?“ Það séu sérstaklega íbúar í efra Breiðholti sem kvarti undan viðbragðstíma lögreglu. Kjartan segir hugmyndina þó ekki einskorðast við Breiðholt. „Íbúar í Breiðholti eru alls ekkert ódælli en íbúar annarra hverfa, alls ekki nema síður sé. En ég bara fann það þegar stöðin var lögð niður á sínum tíma, þá urðu margir Breiðhyltingar óánægðir og það eru Breiðhyltingar sem tala enn um þetta við mig mörgum árum síðar, þannig ég held það sé kannski mest kallað eftir þessari þjónustu hérna núna.“
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira