Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar 14. september 2025 11:30 Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun