Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 15. september 2025 07:32 Menntun er lykill að farsælli samfélagsþátttöku eftir afplánun fangelsisdóma. Þetta er staðreynd sem hvergi er mótmælt. Engu að síður hafa íslenskir menntamálaráðherrar um áraraðir brugðist þegar kemur að því að tryggja fullnægjandi námsframboð og aðgengi í fangelsum landsins. Ítrekað hefur verið kallað eftir stefnu í málaflokknum og Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni árið 2023 brýnt að stjórnvöld marki stefnu um menntun fanga og aðgerðaráætlun um hvernig megi auka möguleika til náms í fangelsum landsins. En ekkert breytist. Afstaða, veit til þess að vinna hefur átt sér stað í menntamálaráðuneytinu við að móta tillögur til að efla nám fanga, með sérstakri áherslu á kvenfanga, unga fanga og erlenda fanga. Þessar tillögur liggja á borði menntamálaráðherra og bíða þess að verða lagðar fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Í þessum tillögum felst engin stefnubreyting eða aðgerðaráætlun heldur er um að ræða hóflegar, og ódýrar, leiðir til þess að setja plástur á svöðusárið sem nám fanga er. Á sama tíma og Afstaða harmar að skrefið verði ekki stigið til fulls í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar styður félagið allar góðar hugmyndir og hvetur því Guðmund Inga Kristinsson, menntamálaráðherra, til þess að leggja tillögurnar formlega fram og hefja innleiðingu þeirra. Félagið treystir á að þær leiði til markvissra umbóta og verði vegvísir stjórnvalda á leið sinni til að nútímavæða fangelsiskerfið. Þannig sigrar samfélagið til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun er lykill að farsælli samfélagsþátttöku eftir afplánun fangelsisdóma. Þetta er staðreynd sem hvergi er mótmælt. Engu að síður hafa íslenskir menntamálaráðherrar um áraraðir brugðist þegar kemur að því að tryggja fullnægjandi námsframboð og aðgengi í fangelsum landsins. Ítrekað hefur verið kallað eftir stefnu í málaflokknum og Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni árið 2023 brýnt að stjórnvöld marki stefnu um menntun fanga og aðgerðaráætlun um hvernig megi auka möguleika til náms í fangelsum landsins. En ekkert breytist. Afstaða, veit til þess að vinna hefur átt sér stað í menntamálaráðuneytinu við að móta tillögur til að efla nám fanga, með sérstakri áherslu á kvenfanga, unga fanga og erlenda fanga. Þessar tillögur liggja á borði menntamálaráðherra og bíða þess að verða lagðar fyrir ríkisstjórn til samþykktar. Í þessum tillögum felst engin stefnubreyting eða aðgerðaráætlun heldur er um að ræða hóflegar, og ódýrar, leiðir til þess að setja plástur á svöðusárið sem nám fanga er. Á sama tíma og Afstaða harmar að skrefið verði ekki stigið til fulls í samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar styður félagið allar góðar hugmyndir og hvetur því Guðmund Inga Kristinsson, menntamálaráðherra, til þess að leggja tillögurnar formlega fram og hefja innleiðingu þeirra. Félagið treystir á að þær leiði til markvissra umbóta og verði vegvísir stjórnvalda á leið sinni til að nútímavæða fangelsiskerfið. Þannig sigrar samfélagið til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun