Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. september 2025 11:14 Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Vernd í hafi, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsbreytingar eru viðfangsefni sem eru órjúfanlega tengd og kalla á raunverulegt samráð þvert á samfélagið. Þetta samtal þarf að taka alvarlega og nú er leitað til þjóðarinnar. Þess vegna er megnið af umhverfisþingi sem hefst í dag í Hörpu, skipulagt sem opnar vinnustofur, þar almenningur, félagasamtök, hagaðilar, stjórnvöld og sérfræðingar ræða saman og móta tillögur í hringborðsumræðum. Meðal annars verður sérstök vinnustofa haldin af loftslagsaðgerðasinnum með það að markmiði að efla þátttöku og samráð í loftslagsmálum. Það er nauðsynlegt, því umræðan hér á landi hefur einkennst af upplýsingaóreiðu og skorti á pólítískri forystu. En ég held að flestir séu sammála um að of mikið hefur verið talað og of lítið gert í þessum málum. Þess vegna ætlum við að taka niðurstöður umhverfisþingsins alvarlega, og fylgja niðurstöðum þingsins eftir með skipulögðum hætti og tryggja að tillögur verði að aðgerðum í vinnu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Leiðin áfram í loftslagsmálum Í sumar var frumvarp til nýrra heildarlaga um loftslagsmál í samráði, og nú er unnið úr þeim góðu athugasemdum sem komu fram til að betrumbæta þau áður en þau verða lögð fram á yfirstandandi löggjafarþingi. Með frumvarpinu er markmiðið m.a. að auka skilvirkni í stjórnsýslu loftslagsmála, stytta boðleiðir og tryggja að loftslagsaðgerðir komist til framkvæmda, skylda Ísland til skýrari markmiðasetningar, ásamt því að skýra ábyrgð ráðherra á því að gripið sé til aðgerða sem skili árangri. Þá kveður frumvarpið á um að setja skuli loftslagsstefnu og fyrsta skrefið í þeirri vinnu verður tekið í vinnustofu umhverfisþingsins á þriðjudaginn. Það hefur nefnilega vantað ákveðna grundvallarvinnu til að geta sótt fram í loftslagsmálum, og þar á meðal er loftslagsstefna. Svo ekki sé minnst á að markmið Íslands um að ná kolefnishlutleysi 2040, sem var bundið í lög 2021, hefur ekki verið útfært. Það er fyrst nú sem vinna við það er farin af stað af alvöru. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum voru kynnt fyrir helgi, ásamt nýjum markmiðum Íslands til ársins 2035. Í báðum tilvikum ber að merkja að nálgunin er í fyrsta sinn heildstæð. Forgangsverkefnin snerta landnotkun með endurheimt votlendis og vistkerfa, stóriðjuna í ETS kerfinu og samfélagslosun með fjárfestingastuðning við landbúnað, hraðari orkuskiptum í samgöngum með áherslu á ferðamenn og bílaleigur. Markmiðin ná einnig til losunar frá landi, ETS kerfisins og samfélagslosunar. Í fyrsta sinn eru sett töluleg markmið um samdrátt í losun frá landi: 400-500 þúsund tonna samdrátt árið 2035 miðað við 2025. Auk þess er í fyrsta sinn skýr sýn á hvernig við ætlum að beita okkur til þess að ná árangri í losun sem fellur undir viðskiptakerfi ESB (ETS-kerfið) og þar þurfum við að styðja við nýsköpun til föngunar, förgunar og hagnýtingar á losun. Loks er metnaður aukinn í samfélagslosun og markmiðið sett í 50-55% samdrátt árið 2035 miðað við árið 2005. Heildræn nálgun og stóra samhengið Loftslagsváin hefur víðtæk áhrif og búandi á eyju, þá skipta áhrif loftslagsbreytinga á hafið okkur öllu máli. Hækkað hitastig og súrnun sjávar eru raunveruleiki sem dregur dilk á eftir sér. Straumakerfi hafsins er ógnað með tilheyrandi afleiðingum á veðurfar sem gæti haft alvarleg áhrif á Ísland. Fiskstofnar flytja sig, vistkerfi raskast og tegundir hverfa. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað hvort sem er á landi eða í hafi, og okkar sameiginlega ábyrgð er að sporna gegn þeirri þróun. Þetta samhengi verður sérstaklega til umfjöllunar á umhverfisþinginu og ljósi varpað á mikilvægi heildrænnar vistkerfisnálgunar á stjórn hafmála. Meðal annars verður rætt um hvernig umhverfisvernd í hafi, ýmiss konar vernd hafsvæða getur styrkt lífríki hafsins, haft jákvæð áhrif á fiskistofna, spornað gegn loftslagsbreytingum og hvernig markvissar verndaraðgerðir geta varið þá fjölbreytni lífs sem jörðin okkar og samfélag byggir á. Þar að auki verður stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni og fyrsta aðgerðaráætlun Íslands í málaflokknum til umræðu á þinginu. Þó við fáum að heyra frá alþjóðlegum og innlendum sérfræðingum, sem veita nauðsynlega innsýn í stöðu mála og hvernig við getum nýtt nýjustu vísindi og stefnumótun til framfara, þá er þingið ekki eingöngu vettvangur fræðimanna, heldur fyrst og fremst vettvangur þjóðarinnar. Við þurfum alla um borð, almenning, hagaðila, atvinnulíf og félagasamtök til þess að takast á við þessar áskoranir og ná árangri. Þetta er fyrsta skrefið og markar upphaf að markvissri vegferð í þágu náttúrunnar, loftslagsins og framtíðarkynslóða. Höfundur er aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun