Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifa 15. september 2025 12:30 Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Sigríður Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun