Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar 16. september 2025 10:31 Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun