Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 17:15 Sólheimar eru í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Sólheima í Grímsnesi á uppsagnarfresti segir að sér líði eins og hann sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru. Hann rekur sögu mikillar starfsmannaveltu og segir starfsmenn ekki treysta yfirstjórn stofnunarinnar, sem hafi með öllu misst klefann. Nokkuð hefur verið fjallað um starfsmannamál á Sólheimum undanfarin misseri en greint var frá því í febrúar að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafi verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfði til verri vegar. Vísir hefur yfirlýsinguna undir höndum auk þess sem miðillinn ræddi við nokkra starfsmenn sem sögðust vera að íhuga stöðu sína. Einn þeirra hefði þegar sagt upp störfum. Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður, sem tók tímabundið að sér framkvæmdastjórn jafnframt, sagði ákvörðunina hins vegar tekna á rekstrarlegum forsendum. Ákall til velunnara Ingibjörg Rósa Björnsdóttir var ein þeirra sem rituðu undir yfirlýsinguna í febrúar og er nú á uppsagnarfresti í starfi sínu á Sólheimum. Hún ritar aðsenda grein hér á Vísi í dag þar sem hún sendir út ákall til allra velunnara Sólheima. „Ég vildi óska að þessi stund væri ekki runnin upp, að ég þurfi að bera vandamál þess dásamlega staðar, Sólheima í Grímsnesi, á torg. En þar sem ég brenn fyrir réttlæti og er óhrædd við að tjá mig get ég ekki annað, áður en ég kveð þennan frábæra vinnustað. Helst líður mér eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru,“ segir hún í upphafi pistilsins. Starfsandinn léttur og skemmtilegur framan af Hún segist hafa starfað við félagsþjónustu á Sólheimum, sem svonefndur stuðningsfulltrúi á heimilissviði, frá því í maí 2024. Hún hafi bara ætlað að starfa yfir félagið yfir sumarið en ílengst þar sem henni hafi líkað vel í yndislegu samfélaginu á Sólheimum. „Eitt af því sem ég tók sérstaklega eftir þegar ég hóf störf á Sólheimum var starfsandinn sem var léttur og skemmtilegur en þegar ég hafði orð á því fékk ég að heyra að þannig hefði þetta nú ekki alltaf verið, það væri eiginlega bara síðasta árið sem hægt hefði nægilega á starfsmannaveltunni til að þar skapaðist betri vinnuandi og meiri samheldni. Það væri helst að þakka nýjum framkvæmdastjóra sem var ákaflega vel liðinn af starfsfólki, þjónustunotendum og aðstandendum þeirra.“ Því miður hafi andrúmsloftið á þessum indæla vinnustað breyst snögglega í lok janúar þegar stjórn Sólheima ákvað skyndilega að leggja niður stöðu framkvæmdastjórans og endurráða fyrrverandi framkvæmdastjóra í hlutastarf. Útskýringar hafi verið af skornum skammti, aðallega gefnir í skyn miklir rekstrarörðugleikar og skuldinni skellt á fráfarandi framkvæmdastjóra. „Hann er fullfær um að verja sig en látum duga að segja hér að svo illa hefur verið vegið að orðspori hans að mér kæmi ekki á óvart þótt hann sækti sér lögfræðiráðgjöf. Síðan í lok janúar hefur meirihluti starfsfólks – þótt stjórn og stjórnarformaður vilji meina að rúmlega 60% starfsfólks sé einungis lítill „afmarkaður hópur“ – reynt að malda í móinn, fá almennilegar útskýringar, beðið um samráð við starfsfólk og þjónustunotendur og síðast en ekki síst, að þjónustunotendur og aðstandendur þeirra séu upplýstir um slíkar breytingar og fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Gat ekki orða bundist Ingibjörg Rósa segir að þar sem velferð og framtíð þjónustunotenda á Sólheimum ætti að vera miðpunkturinn í rekstri Sólheima geti hún ekki orða bundist lengur. „Ég hef haft mig í frammi á fundum og tjáð mig fyrir hönd þessa „afmarkaða hóps“ þar sem ég í fyrsta lagi þori og hef reynslu af að koma fram og, í öðru lagi, hafði litlu að tapa þar sem ég leigi ekki húsnæði á Sólheimum og er heimili mitt því ekki háð starfinu. Og nú hef ég alls engu að tapa þar sem búið er að segja mér upp störfum, án tilgreindrar ástæðu, en það sér hver heilvita maður að ég hef þótt óþægur ljár í þúfu. Svo „einkennilega“ vill til að öðrum starfsmönnum, sem einnig hafa haft sig í frammi, hefur verið settar svo þröngar skorður undanfarið að þeir sjá sér vart fært annað en að segja upp störfum.“ Í greininni telur hún sex atriði sem hafa gerst á Sólheimum síðastliðna átta mánuðu en segir of langt mál að telja upp allt sem hafi gerst. „Stjórn Sólheima lagði niður stöðu framkvæmdastjóra sem setið hafði í 18 mánuði af fimm ára ráðningarsamningi (en þar áður hafði hann verið rekstrarstjóri) með þeim orðum að reksturinn stæði ekki nógu vel, annars hafði hann ekkert af sér brotið og því augljóslega ekki hægt að segja honum upp. Þess í stað var fyrrverandi framkvæmdastjóri ráðin í 70% stöðu sem framkvæmdastjóri yfir hluta rekstrarins – aðili sem hafði ekki verið vel liðin af meirihluta starfsfólks Sólheima á sínum tíma – og ástæðan sögð sú að hún væri svo góð í að spara. Stjórnarformaður Sólheima tilkynnti að hann ætlaði jafnframt að gerast framkvæmdastjóri að hluta, þetta sagði hann bæði við starfsfólk og lét hafa eftir sér í frétt á Vísi. Þegar rúmlega 60% starfsmanna sendu stjórn Sólheima undirritaða yfirlýsingu með athugasemdum, og bentu m.a. á að ólöglegt væri fyrir stjórnarformann að ráða sjálfan sig í vinnu, var þeim svarað með gaslýsingu frá stjórn og stjórnarformanni; við hefðum bara misskilið alltsaman, stjórnarformaðurinn hefði aldrei sagst ætla að verða framkvæmdastjóri heldur „starfandi stjórnarformaður“. Stjórnarformaður Sólheima er semsagt allt í einu kominn á launaskrá, þrátt fyrir meinta rekstrarörðugleika staðarins. Við starfsfólkið vitum auðvitað ekki hver laun hans eru eða hvort þau eru sambærileg þeim sem hann fékk sem stjórnarformaður HMS, hlutverks sem vitanlega gekk honum úr greipum eftir ríkisstjórnarskipti um jólin. Við vitum heldur ekki hvert verksvið hans eða starfslýsing er, hann sést sjaldan á Sólheimum nema helst á tyllidögum þegar „merkilegir“ gestir koma í heimsókn og tilefni er til myndatöku. Umsjónarmaður bókhalds og launa sagði upp um leið og breytingarnar voru tilkynntar. Forstöðumaður og þroskaþjálfi á heimilissviði sagði einnig upp í vor. Verkefnastjóra – sem jafnframt er þroskaþjálfi – var kynnt uppsögn á sinni stöðu í lok sumars og honum boðin önnur með minni ábyrgð. Hann samþykkti breytingarnar með semingi, enda háður starfinu hvað varðar húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Annar forstöðumaður á heimilissviði fór nýlega í veikindaleyfi vegna álags. Einn stuðningsfulltrúi á heimilissviði óskaði eftir húsnæði á Sólheimum en var tilkynnt að slíkt byðist ekki nema að hann færði sig yfir á dagvaktir í stað vaktavinnu, sem sagt lækkaði í launum, svo hann sá sig knúinn til að segja upp. Enginn hefur verið ráðinn í hans stað þótt ljóst hafi verið fyrir þremur mánuðum að vaktir yrðu undirmannaðar þegar sumarafleysingum sleppti, starfið var ekki auglýst fyrr en 5. september og því er þjónusta við íbúa skert vegna manneklu á meðan. Tveir stuðningsfulltrúar í búsetukjörnum, sem starfað hafa í árafjöld á Sólheimum en búa á höfuðborgarsvæðinu, fengu nýlega tilkynningu um riftingu aksturssamkomulags við þá til og frá Selfossi við upphaf og lok vaktaviku. Viðkomandi starfsmenn eru tilneyddir til að túlka þessa breytingu sem uppsögn þar sem engar almenningssamgöngur ganga til Sólheima. Þriðji stuðningsfulltrúinn í búsetukjörnum skilaði inn uppsagnarbréfi fyrir nokkrum dögum. Þegar núverandi framkvæmdastjóri gerði tilraun til að segja mér upp í júní afhenti hún mér skjal sem innihélt uppskáldaða útskýringu á ráðningarsamningi mínum, sem fól m.a. í sér að ég ætti ekki rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Annað hvort reyndi hún vísvitandi að brjóta á réttindum mínum, sem hlýtur að teljast mjög alvarlegt, eða er svo illa að sér í stjórnun að ég velti fyrir mér hversu hæf hún sé í starfið. Eftir talsverða fyrirhöfn og eftirfylgni, með aðstoð tveggja stéttarfélaga og lögfræðinga þeirra, fékk ég loks löglegt uppsagnarbréf og tilgreindan 3 mánaða uppsagnarfrest. En enn enga ástæðu fyrir uppsögninni.“ Snúist ekki um starfsfólkið Hún segir að málið snúist ekki um sig eða annað starfsfólk sem neyðist nú til að yfirgefa Sólheima, þau geti alltaf fengið aðra vinnu. Á Sólheimum búi hins vegar viðkvæmur hópur einstaklinga sem treysti starfsfólki félagsþjónustunnar til að koma inn á heimili sín og sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu. Slíkt traust sé ekki byggt upp á einni nóttu, þetta sé ekki vinnustaður þar sem „maður kemur í manns stað“ því það þurfi tíma, lagni og auðmýkt til að kynnast hverjum einstaklingi og eignast traust hans og trúnað. „Sólheimar eru fyrst og fremst samfélag fyrir fatlað fólk sem hafa reynt ýmislegt í lífinu, jafnvel orðið fyrir misrétti og misbeitingu fyrr á ævinni, og treysta því að heimili þeirra og samfélagið á Sólheimum sé sá griðastaður sem þau hafa alltaf þráð. Það var fyrst og síðast hugsjón og markmið Sesselju [Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima].“ Stjórn og nýendurráðinn framkvæmdastjóri Sólheima hafi hins vegar sýnt það í orði og verki síðustu átta mánuði að félagsþjónustuhlutverk Sólheima sé aukaatriði fyrir þeim, að fólkið sem þar sé sinnt sé ekki í fyrirrúmi, að skoðanir þeirra og tilfinningar skipti ekki máli í stóra samhenginu. Yfirstjórn Sólheima sjái ekki ástæðu til að upplýsa þau eða hafa samráð við þau, hún láti sig litlu skipta það tilfinningaumrót sem verður hjá þjónustunotendum þegar þeir sjá á bak vinum sínum, starfsfólkinu, sem komi daglega inn á heimili þeirra og aðstoði þá við heimilishald, útréttingar og jafnvel persónuleg þrif, hlusti á það sem þeim liggur á hjarta og láni stundum öxl til að gráta á. Stjórnin búin að missa klefann Í ljósi stöðunnar sem komin er upp á Sólheimum sendi hún því ákall á Bergrisann, samlagsfélag sveitarfélaga sem fjármagnar Sólheima að hluta, og sveitarstjórnir á Suðurlandi, sem og aðstandendur þjónustunotendur og alla velunnara Sólheima um að láta sig málið varða, rýna almennilega í starfsemi og stefnu Sólheima, hvort reksturinn og þjónustan við fatlaða einstaklinga standi undir væntingum og hvort framtíð þeirra sé örugg. „Núverandi yfirstjórn Sólheima er löngu búin að missa klefann og meirihluti starfsfólks ber lítið sem ekkert traust til framkvæmdastjóra og stjórnar, við erum hætt að trúa fögrum fyrirheitum og eftiráskýringum, við erum hætt að trúa því að það séu ekki til peningar til að sinna viðhaldi og bæta húsnæði þjónustunotenda á sama tíma og peningar virðast vera til fyrir öllu öðru.“ Grein Ingibjargar Rósu má lesa í heild sinni hér. Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mannauðsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um starfsmannamál á Sólheimum undanfarin misseri en greint var frá því í febrúar að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafi verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfði til verri vegar. Vísir hefur yfirlýsinguna undir höndum auk þess sem miðillinn ræddi við nokkra starfsmenn sem sögðust vera að íhuga stöðu sína. Einn þeirra hefði þegar sagt upp störfum. Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður, sem tók tímabundið að sér framkvæmdastjórn jafnframt, sagði ákvörðunina hins vegar tekna á rekstrarlegum forsendum. Ákall til velunnara Ingibjörg Rósa Björnsdóttir var ein þeirra sem rituðu undir yfirlýsinguna í febrúar og er nú á uppsagnarfresti í starfi sínu á Sólheimum. Hún ritar aðsenda grein hér á Vísi í dag þar sem hún sendir út ákall til allra velunnara Sólheima. „Ég vildi óska að þessi stund væri ekki runnin upp, að ég þurfi að bera vandamál þess dásamlega staðar, Sólheima í Grímsnesi, á torg. En þar sem ég brenn fyrir réttlæti og er óhrædd við að tjá mig get ég ekki annað, áður en ég kveð þennan frábæra vinnustað. Helst líður mér eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki og geti loks sagt umheiminum hvernig ástandið er þar í raun og veru,“ segir hún í upphafi pistilsins. Starfsandinn léttur og skemmtilegur framan af Hún segist hafa starfað við félagsþjónustu á Sólheimum, sem svonefndur stuðningsfulltrúi á heimilissviði, frá því í maí 2024. Hún hafi bara ætlað að starfa yfir félagið yfir sumarið en ílengst þar sem henni hafi líkað vel í yndislegu samfélaginu á Sólheimum. „Eitt af því sem ég tók sérstaklega eftir þegar ég hóf störf á Sólheimum var starfsandinn sem var léttur og skemmtilegur en þegar ég hafði orð á því fékk ég að heyra að þannig hefði þetta nú ekki alltaf verið, það væri eiginlega bara síðasta árið sem hægt hefði nægilega á starfsmannaveltunni til að þar skapaðist betri vinnuandi og meiri samheldni. Það væri helst að þakka nýjum framkvæmdastjóra sem var ákaflega vel liðinn af starfsfólki, þjónustunotendum og aðstandendum þeirra.“ Því miður hafi andrúmsloftið á þessum indæla vinnustað breyst snögglega í lok janúar þegar stjórn Sólheima ákvað skyndilega að leggja niður stöðu framkvæmdastjórans og endurráða fyrrverandi framkvæmdastjóra í hlutastarf. Útskýringar hafi verið af skornum skammti, aðallega gefnir í skyn miklir rekstrarörðugleikar og skuldinni skellt á fráfarandi framkvæmdastjóra. „Hann er fullfær um að verja sig en látum duga að segja hér að svo illa hefur verið vegið að orðspori hans að mér kæmi ekki á óvart þótt hann sækti sér lögfræðiráðgjöf. Síðan í lok janúar hefur meirihluti starfsfólks – þótt stjórn og stjórnarformaður vilji meina að rúmlega 60% starfsfólks sé einungis lítill „afmarkaður hópur“ – reynt að malda í móinn, fá almennilegar útskýringar, beðið um samráð við starfsfólk og þjónustunotendur og síðast en ekki síst, að þjónustunotendur og aðstandendur þeirra séu upplýstir um slíkar breytingar og fái tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Gat ekki orða bundist Ingibjörg Rósa segir að þar sem velferð og framtíð þjónustunotenda á Sólheimum ætti að vera miðpunkturinn í rekstri Sólheima geti hún ekki orða bundist lengur. „Ég hef haft mig í frammi á fundum og tjáð mig fyrir hönd þessa „afmarkaða hóps“ þar sem ég í fyrsta lagi þori og hef reynslu af að koma fram og, í öðru lagi, hafði litlu að tapa þar sem ég leigi ekki húsnæði á Sólheimum og er heimili mitt því ekki háð starfinu. Og nú hef ég alls engu að tapa þar sem búið er að segja mér upp störfum, án tilgreindrar ástæðu, en það sér hver heilvita maður að ég hef þótt óþægur ljár í þúfu. Svo „einkennilega“ vill til að öðrum starfsmönnum, sem einnig hafa haft sig í frammi, hefur verið settar svo þröngar skorður undanfarið að þeir sjá sér vart fært annað en að segja upp störfum.“ Í greininni telur hún sex atriði sem hafa gerst á Sólheimum síðastliðna átta mánuðu en segir of langt mál að telja upp allt sem hafi gerst. „Stjórn Sólheima lagði niður stöðu framkvæmdastjóra sem setið hafði í 18 mánuði af fimm ára ráðningarsamningi (en þar áður hafði hann verið rekstrarstjóri) með þeim orðum að reksturinn stæði ekki nógu vel, annars hafði hann ekkert af sér brotið og því augljóslega ekki hægt að segja honum upp. Þess í stað var fyrrverandi framkvæmdastjóri ráðin í 70% stöðu sem framkvæmdastjóri yfir hluta rekstrarins – aðili sem hafði ekki verið vel liðin af meirihluta starfsfólks Sólheima á sínum tíma – og ástæðan sögð sú að hún væri svo góð í að spara. Stjórnarformaður Sólheima tilkynnti að hann ætlaði jafnframt að gerast framkvæmdastjóri að hluta, þetta sagði hann bæði við starfsfólk og lét hafa eftir sér í frétt á Vísi. Þegar rúmlega 60% starfsmanna sendu stjórn Sólheima undirritaða yfirlýsingu með athugasemdum, og bentu m.a. á að ólöglegt væri fyrir stjórnarformann að ráða sjálfan sig í vinnu, var þeim svarað með gaslýsingu frá stjórn og stjórnarformanni; við hefðum bara misskilið alltsaman, stjórnarformaðurinn hefði aldrei sagst ætla að verða framkvæmdastjóri heldur „starfandi stjórnarformaður“. Stjórnarformaður Sólheima er semsagt allt í einu kominn á launaskrá, þrátt fyrir meinta rekstrarörðugleika staðarins. Við starfsfólkið vitum auðvitað ekki hver laun hans eru eða hvort þau eru sambærileg þeim sem hann fékk sem stjórnarformaður HMS, hlutverks sem vitanlega gekk honum úr greipum eftir ríkisstjórnarskipti um jólin. Við vitum heldur ekki hvert verksvið hans eða starfslýsing er, hann sést sjaldan á Sólheimum nema helst á tyllidögum þegar „merkilegir“ gestir koma í heimsókn og tilefni er til myndatöku. Umsjónarmaður bókhalds og launa sagði upp um leið og breytingarnar voru tilkynntar. Forstöðumaður og þroskaþjálfi á heimilissviði sagði einnig upp í vor. Verkefnastjóra – sem jafnframt er þroskaþjálfi – var kynnt uppsögn á sinni stöðu í lok sumars og honum boðin önnur með minni ábyrgð. Hann samþykkti breytingarnar með semingi, enda háður starfinu hvað varðar húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Annar forstöðumaður á heimilissviði fór nýlega í veikindaleyfi vegna álags. Einn stuðningsfulltrúi á heimilissviði óskaði eftir húsnæði á Sólheimum en var tilkynnt að slíkt byðist ekki nema að hann færði sig yfir á dagvaktir í stað vaktavinnu, sem sagt lækkaði í launum, svo hann sá sig knúinn til að segja upp. Enginn hefur verið ráðinn í hans stað þótt ljóst hafi verið fyrir þremur mánuðum að vaktir yrðu undirmannaðar þegar sumarafleysingum sleppti, starfið var ekki auglýst fyrr en 5. september og því er þjónusta við íbúa skert vegna manneklu á meðan. Tveir stuðningsfulltrúar í búsetukjörnum, sem starfað hafa í árafjöld á Sólheimum en búa á höfuðborgarsvæðinu, fengu nýlega tilkynningu um riftingu aksturssamkomulags við þá til og frá Selfossi við upphaf og lok vaktaviku. Viðkomandi starfsmenn eru tilneyddir til að túlka þessa breytingu sem uppsögn þar sem engar almenningssamgöngur ganga til Sólheima. Þriðji stuðningsfulltrúinn í búsetukjörnum skilaði inn uppsagnarbréfi fyrir nokkrum dögum. Þegar núverandi framkvæmdastjóri gerði tilraun til að segja mér upp í júní afhenti hún mér skjal sem innihélt uppskáldaða útskýringu á ráðningarsamningi mínum, sem fól m.a. í sér að ég ætti ekki rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Annað hvort reyndi hún vísvitandi að brjóta á réttindum mínum, sem hlýtur að teljast mjög alvarlegt, eða er svo illa að sér í stjórnun að ég velti fyrir mér hversu hæf hún sé í starfið. Eftir talsverða fyrirhöfn og eftirfylgni, með aðstoð tveggja stéttarfélaga og lögfræðinga þeirra, fékk ég loks löglegt uppsagnarbréf og tilgreindan 3 mánaða uppsagnarfrest. En enn enga ástæðu fyrir uppsögninni.“ Snúist ekki um starfsfólkið Hún segir að málið snúist ekki um sig eða annað starfsfólk sem neyðist nú til að yfirgefa Sólheima, þau geti alltaf fengið aðra vinnu. Á Sólheimum búi hins vegar viðkvæmur hópur einstaklinga sem treysti starfsfólki félagsþjónustunnar til að koma inn á heimili sín og sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu. Slíkt traust sé ekki byggt upp á einni nóttu, þetta sé ekki vinnustaður þar sem „maður kemur í manns stað“ því það þurfi tíma, lagni og auðmýkt til að kynnast hverjum einstaklingi og eignast traust hans og trúnað. „Sólheimar eru fyrst og fremst samfélag fyrir fatlað fólk sem hafa reynt ýmislegt í lífinu, jafnvel orðið fyrir misrétti og misbeitingu fyrr á ævinni, og treysta því að heimili þeirra og samfélagið á Sólheimum sé sá griðastaður sem þau hafa alltaf þráð. Það var fyrst og síðast hugsjón og markmið Sesselju [Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima].“ Stjórn og nýendurráðinn framkvæmdastjóri Sólheima hafi hins vegar sýnt það í orði og verki síðustu átta mánuði að félagsþjónustuhlutverk Sólheima sé aukaatriði fyrir þeim, að fólkið sem þar sé sinnt sé ekki í fyrirrúmi, að skoðanir þeirra og tilfinningar skipti ekki máli í stóra samhenginu. Yfirstjórn Sólheima sjái ekki ástæðu til að upplýsa þau eða hafa samráð við þau, hún láti sig litlu skipta það tilfinningaumrót sem verður hjá þjónustunotendum þegar þeir sjá á bak vinum sínum, starfsfólkinu, sem komi daglega inn á heimili þeirra og aðstoði þá við heimilishald, útréttingar og jafnvel persónuleg þrif, hlusti á það sem þeim liggur á hjarta og láni stundum öxl til að gráta á. Stjórnin búin að missa klefann Í ljósi stöðunnar sem komin er upp á Sólheimum sendi hún því ákall á Bergrisann, samlagsfélag sveitarfélaga sem fjármagnar Sólheima að hluta, og sveitarstjórnir á Suðurlandi, sem og aðstandendur þjónustunotendur og alla velunnara Sólheima um að láta sig málið varða, rýna almennilega í starfsemi og stefnu Sólheima, hvort reksturinn og þjónustan við fatlaða einstaklinga standi undir væntingum og hvort framtíð þeirra sé örugg. „Núverandi yfirstjórn Sólheima er löngu búin að missa klefann og meirihluti starfsfólks ber lítið sem ekkert traust til framkvæmdastjóra og stjórnar, við erum hætt að trúa fögrum fyrirheitum og eftiráskýringum, við erum hætt að trúa því að það séu ekki til peningar til að sinna viðhaldi og bæta húsnæði þjónustunotenda á sama tíma og peningar virðast vera til fyrir öllu öðru.“ Grein Ingibjargar Rósu má lesa í heild sinni hér.
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mannauðsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels