Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. september 2025 21:26 Einar Þorsteinsson vill fleiri bílastæði við nýbyggingar. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða. Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“ Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkurborgar þann 16. september lagði Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, fram tillögu um að endurskoða ætti reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík með það að markmiði að almennt myndi eitt bílastæði fylgja hverri íbúð í nýbyggingu. Samkvæmt reglunum sem nú eru í gildi mættu til dæmis við nýbyggingu sem er með fjórar tveggja herbergja íbúðir einungis vera þrjú bílastæði. „Við sjáum það að fólk hefur ekki áhuga á að búa svona. Það er að hægjast á sölu nýrra íbúða vegna þess að það eru einfaldlega of fá bílastæði við íbúðirnar sem er verið að byggja. Borgin hefur verið með þessar stífu reglur undanfarin ár og áratug, það eru þessir flokkar sem hafa stýrt borginni í gegnum tíðina, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri grænir, sem hafa viljað þrengja að uppbyggingaraðilum,“ segir Einar í kvöldfréttum Sýnar. „Uppbyggingaraðilarnir vilja fá fleiri stæði, íbúar vilja fá fleiri stæði, fasteignasalar benda á það að þessar íbúðir seljast ekki svo mér finnst eðlilegt að við stjórnum borginni í þágu borgarbúa ekki út frá pólitískri kreddu um hvernig borgin gæti orðið.“ Einar tekur undir að halli á notendum bíla en sé jafnframt talsmaður almenningssamgangna. „Hvað þetta varðar, já. Nú er ég þeirra skoðunar að við eigum að byggja upp almenningssamgöngur og hjólastíga og endilega reyna að fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur,“ segir hann. „Þá spyr maður sig, eigum við að vera neyða íbúa og uppbyggingaraðila til að byggja hverfi sem þjónar ekki íbúunum því að þjónustan sem Borgarlínan á að veita er ekki komin. Fólk verður að hafa val.“
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Bílastæði Skipulag Húsnæðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira