Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 23:04 Logi Einarsson, menningarráðherra. Vísir/Vilhelm Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu. Í byrjun mánaðar kynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform sín um að gera Hljóðbókasafnið og Kvikmyndasafn Íslands að sérstökum einingum innan Landsbókasafnsins. Með því væri verið að leysa yfirvofandi húsnæðisvanda Hljóðbókasafnsins. Í yfirlýsingu frá Blindrafélaginu hafna þau þeim áformum þar sem þau grafi undan sérhæðri þjónustu fyrir blinda, sjónskerta og prentleturshömluðum einstaklingum. Hljóðbókarsafnið byði upp á þjónustu sem veitir þessum hópi jafnrétti til náms, upplýsingaaðgengi og aukna menningarþátttöku. Blindrafélagið sakar ráðuneytið um svokallað sýndarsamráð og brjóti það í bága við skuldbindingar stjórnvalda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með sameiningunni gera yfirvöld meðlimum Blindrafélagsins erfiðara fyrir að stunda vinnu og nám. „Þó að Blindrafélagið hafi vissulega verið boðað til funda hjá ráðuneytinu var ljóst að ákvörðun hafi þegar verið tekin og ekkert tillit yrði tekið til okkar afstöðu,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Sigurþóri U. Hallfreðssyni, formanni Blindrafélagsins. Hljóðbókasafnið sé þá ekki safn í hefðbundnum skilningi heldur breytir það bókum í aðgengilegt form. Það sé því óraunhæft að ætlast til að gervigreind taki við framleiðslunni þegar ekki hefur verið fjárfest í tækniinnviðum sem til þess þarf eða samið við rétthafa. „Þróun á Norðurlöndum er ekki samanburðarhæf við Ísland vegna smæðar málsvæðisins og notendahóps. Hér er ekki heldur til staðar aðgengislöggjöf eða styrkjaumhverfi sem tryggir almennt aðgengi að menningu.“ Með yfirlýsingunni vill Blindrafélagið leggja áherslu á að undirbúningur sameiningar safnanna verði stöðvaður og Hljóðbókasafnið starfi áfram sem sérhæfð eining. Þá kalla þau einnig eftir raunverulegu samráði með fulltrúum notenda um hver framtíð Hljóðbókarsafnsins sé. Bókasöfn Málefni fatlaðs fólks Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Í byrjun mánaðar kynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform sín um að gera Hljóðbókasafnið og Kvikmyndasafn Íslands að sérstökum einingum innan Landsbókasafnsins. Með því væri verið að leysa yfirvofandi húsnæðisvanda Hljóðbókasafnsins. Í yfirlýsingu frá Blindrafélaginu hafna þau þeim áformum þar sem þau grafi undan sérhæðri þjónustu fyrir blinda, sjónskerta og prentleturshömluðum einstaklingum. Hljóðbókarsafnið byði upp á þjónustu sem veitir þessum hópi jafnrétti til náms, upplýsingaaðgengi og aukna menningarþátttöku. Blindrafélagið sakar ráðuneytið um svokallað sýndarsamráð og brjóti það í bága við skuldbindingar stjórnvalda samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með sameiningunni gera yfirvöld meðlimum Blindrafélagsins erfiðara fyrir að stunda vinnu og nám. „Þó að Blindrafélagið hafi vissulega verið boðað til funda hjá ráðuneytinu var ljóst að ákvörðun hafi þegar verið tekin og ekkert tillit yrði tekið til okkar afstöðu,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Sigurþóri U. Hallfreðssyni, formanni Blindrafélagsins. Hljóðbókasafnið sé þá ekki safn í hefðbundnum skilningi heldur breytir það bókum í aðgengilegt form. Það sé því óraunhæft að ætlast til að gervigreind taki við framleiðslunni þegar ekki hefur verið fjárfest í tækniinnviðum sem til þess þarf eða samið við rétthafa. „Þróun á Norðurlöndum er ekki samanburðarhæf við Ísland vegna smæðar málsvæðisins og notendahóps. Hér er ekki heldur til staðar aðgengislöggjöf eða styrkjaumhverfi sem tryggir almennt aðgengi að menningu.“ Með yfirlýsingunni vill Blindrafélagið leggja áherslu á að undirbúningur sameiningar safnanna verði stöðvaður og Hljóðbókasafnið starfi áfram sem sérhæfð eining. Þá kalla þau einnig eftir raunverulegu samráði með fulltrúum notenda um hver framtíð Hljóðbókarsafnsins sé.
Bókasöfn Málefni fatlaðs fólks Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira