Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 14:19 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, lýsir áhyggjum af boðuðum hækkunum stjórnvalda. Vísir/aðsend Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni. Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni.
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent