Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 19:39 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“ Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“
Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira