Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2025 10:00 Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun