Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 15:03 Sólheimar eru í Grímsnesi. Vísir/Atli Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins.
Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07
Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00
Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59